Framtíð Buffyverse Núna fer BtVS að renna sitt skeið og núna Standa yfir viðræður framleiðslu fyrirtæki Angel þáttana Fox television , Mutant enemy og Kuzui enterprices við The WB sjónvarpsrásina um framhald þáttana á þeirri rás.
Núna á netinu ganga undirskriftalistar og meira að segja vefsíða undir nafninu Renew Angel ( www.renewangel.com ) sem segjir frá fréttum úr hinum og þessum áttum um framtíð Angel.
Einni hafa sprottið upp umræður á “official” Angel korkunum á
( www.cityofangel ) um hvaða sjónvarpsrás ætti að taka við fyrrnefndum þáttum helst er þar nefnd UPN rásinn sem tók við Buffy the vampire slayer þegar samningur þeirra þátta rann út við The WB rásina.

Núna þegar BtVS er að fara að renna sitt skeið núna í Maí þá finnst mörgum aðdáendunum sárt að missa hugsanlega Angel líka.
Ef það verður önnur sería af Angel þá munu þættirnir hugsanlega breytast og þá vera “raunverulegri” að sögn David Greenwalt að mig minnir ,þá mun Angel investigations flytja frá Hiberion hótelinu og flytja í nútímalegri skrifstofu og þá líklega slást í för með nýjum rekstrarstjórum W&H lögfræðifirmanu þó að greinarhöfundur viti ekki alveg hvernig það á að geta gerst.
Connor mun þá fá meira hlutverk í þáttunum en uppá síðkastið og vonandi fer Connor að ákveða sig hvort honum líki við föður sinn eða ekki.

Hvað þá með Willow , Xander , Anya , Dawn og Spike ?
Nicolas Brendon (Xander) er að fara af stað með sína eigin “sitcom” þætti og mun því líklega ekki vera mikið í Angel ,
þar sem það hefur ekki alltaf verið hlýja á milli Xander og Angel þá sér NB ekki fram á að Xander verði þar mikið(en segjir þetta með mikilli eftir sjá að fá ekki að vera með).
Alyson Hannigan (Willow) segjir að hún geti ekki strax farið í þættina þar sem hún er að fara að leika í bíómyndum og geti í rauninni ekki talað um það. Emma Coulfield (Anya) mun ekki koma aftur sem fastráðinn í Angel þar sem samningur hennar er að renna út. Hún gæti hugsað sér að koma aftur sem gestaleikari í einum og einum þætti.
James Marsters segjir þetta og nú ætla ég ekki að þýða neitt "Yeah, I think I am [going to Angel.] Definitely, we don't know–but it is being talked about.“
Michelle Trachtenberg mun líklega ekki snúa aftur í þættina þar sem hún ætlar aftur í kvikmyndirnar (hún er að leika í mynd núna í sumar í Prag)
ASH (Giles) segjir einnig að það hafi verið rætt um að hann verði fastagestur í Angel. ”I think maybe I will. I talked to one of the writers about it and said it might be quite fun to bring me over there. It's such an open book, and that's what makes it so exciting.“

Eliza Dushku mun ekki snúa aftur sem Faith í ”spin-off" þáttum þar sem hún er að fara af stað með þætti þar sem hún leikur aðalhlutverkið og ég held að það sé svoldið frábrugðinn Buffyverse þáttunum.

Ég vona sem mikill aðdándi beggja þáttana að við fáum að sjá sem flest af þeim persónum aftur ,því að það væri mikil sorg að sjá eftir báðum þáttum.
Fyrir þá sem vilja grafa eftir heimildum varðandi þessa grein þá er bent á www.slayage.com

Takk fyrir mig og vonum nú að WB sjónvarpsrásinn geri nú sitt og haldi áfram með Angel alltént í 2 ár í viðbót :)