Ekki lesa nema þið hafið séð þáttinn - eða viljið sjá hvað hann er um áður en þið sjáið hann ;)
*
*
*
*
*
*
*
*
Jæja…….mér fannst þetta alveg þrælgóður þáttur, reyndar er ég farin að vera kannski full mikið að leita að vísbendingum og svoleiðis í öllu sem að fólk segjir og gerir, en það er víst gjaldið sem að maður greiðir fyrir að vera alltaf búin að lesa alla spoilera á netinu!
Buffy og Spike áttu mjög góðar senur í þessum þætti en senuþjófurinn var nú atriðið á milli Spike og Anya - var alveg hreint mjög fyndið!
Annars er ég farin að hallast að því að sálfræði vampýran hennar Buffy hafi ekki endilega verið hluti af þessu “illa” sem að heimsótti bæði Dawn og Willow. Hann var í það minnsta ekki að ljúga að henni um það að Spike hefði bitið hann - en samt…….nú er ég næstum að skipta um skoðun í miðri grein, hann var grafin í kirkjugarðinum, hin voru öll geymd í kjallaranum á húsinu - æi ég veit það ekki þetta er allt orðið svo flókið!
Svo var ég að spá í einu, með Slayers in Training (SIT) sem að koma með Giles í næsta þætti. Nú leit út fyrir að þær hefðu verið drepnar þessar sem að voru sýndar í fyrstu þáttinum þannig að eigum við að gera ráð fyrir alveg nýjum SIT eða eru þær svona eins og Buffy, búnar að deyja og BigBad getur þá birst sem þær og eitthvað svoleiðis???? spurningar spurningar…..
Svo svona að lokum textinn við lagið sem að VondiSpike söng til þess að “kveikja á Spike”. (hehehe söng þetta lag í kór í gamla daga ;)
Early One Morning: (traditional English song)
Early one morning, just as the sun was rising,
I heard a maid singing in the valley below;
“O don't deceive me,
O do not leave me!
How could you use a poor maiden so?”
“O gay is the garland, fresh are the roses
I've culled from the garden to bind on thy brow.
O don't deceive me,
O do not leave me!
How could you use a poor maiden so?”
“Remember the vows that you made to your Mary,
Remember the bow'r where you vow'd to be true;
O don't deceive me,
O never leave me!
How could you use a poor maiden so?”
Sem sagt massa þáttur og enn og aftur ástarþakkir til Lóu sem að bjargar geðheilsu minni ítrekað :))
Kv. Spikesgirl