Heyrðu, ég hringdi í Style-inn í kvöld.
Það er ekki hægt að panta borð en við getum mögulega fengið einhver tilboð, t.d. er tilboð á milli 1-6 sem er mikið ódýrara en annars, munar 300-kalli. Ostborgari, franskar og gos held ég. En svo er málið með plássið…við verðum uppundir 30, í fyrra vorum við um 15 og tróóóðum okkur á stærsta borðið þarna sem tekur 10 manns. Á American Style við Tryggvagötu eru allt uppí 18 manna borð og bara mikið stærri staður, mér var ráðlagt að það væri hentugra fyrir okkur að fara þangað ef við gætum, en við værum hinsvegar velkomin í Skipholtið.
Finnst ekki öllum miklu betra að vera saman á borði og hafa nóg pláss, í stað þess að sitja í sitthverjum endanum og taka nær allan staðinn? Mér finnst fyrrnefndi kosturinn hentugri, svo að samkundan verður ekki haldin á American Style í Skipholti 70, heldur munum við hittast á Lækjartorgi og fara þaðan á American Style Tryggvagötu!
Einnig fáum við ódýrar ef við mætum fyrir sex, svo hvernig væri að vera mætt svona 20 mínútur í á Lækjartorgið?
Ef þið þekkið e-n sem ætlar, endilega segið honum / henni frá breytingunni, það væri leiðinlegt ef helmingurinn mætti niður í Skipholt…
Ætla svo ekki allir að mæta á American Style Lækjartorg FYRIR klukkan 18:00 á morgun? =}
E.s. fyrir þá sem ekki vita hvar lækjartorg er, þá er kort hér. Eða, kortið bendir næstum á þetta, þetta er svæðið á horninu á Lækjargötu og Austurstræti.