Ég ætla að gera hérna eina litla tilkynningu. Jibbí!
Fyrsta mál á dagskrá, greinaátakið. Það hefur ekki komið inn ný grein lengi, vaknið til lífsins, skrifið greinar! Gangi ykkur vel, meiri upplýsingar um átakið hér.
Annað mál á dagskrá, kannanir. Þið mættuð kannski aðeins slaka á þeim, svona næsta hálfa mánuðinn eða svo. Dálítið margar í bið… Ekki beint kannanastífla, en ekki vera að senda inn kannanir að óþörfu.
Myndir. Of fáar myndir hafa komið upp án síðkastið, þannig að ég hef neyðst til að lækka stanardinn og samþykkja lélegri myndir, sem yrðu alla jafna ekki samþykktar. Þegar mynd er send inn á hún að hafa einhvern smá tilgang, helst, og það er eiginlega möst að skrifa einhvern texta um þær. Og ekki senda inn margar myndir í einu, bara í mesta lagi eina á viku nema nauðsyn beri til. Sýnið líkaþolinmæði, ég reyni að samþykkja myndir með millibili, svo þær fái að njóta sín á forsíðu áhugamálsins. Ef margar koma í bið, þá getur liðið sólarhringur eða þar um bil þangað til hún er samþykkt.
Og að lokum, skítkast og tilgangslausir þræðir. Of mikið af því báðu upp á síðkastið. Einnar línu þræðir eru ekki vel liðnir, og verður mjög líklega eytt. Leggið metnað í að skrifa þræði, ekki skrifa bara eina setningu og senda, það er leiðinlegt. Skrifið helst þræðina þannig að umræður geti myndast út frá þeim. Samt ekki spamma of mikið í svörum, núna er sorpið komið í heitar umræður, það er verið að vinna í því að laga það, en fólk þarf að hemja sig pínu í spamminu rétt á meðan ástandið er svona.
Skítköst! Ég einfaldlega þoli ekki að sjá persónuleg skítköst hérna, sérstaklega ekki á myndum sem fólk sendir inn. Álitum eins og “ojj, ljótur” og í þeim dúr, verður EYTT! Þetta áhugamál var í den alveg án skítkasta, ég og fleiri viljum halda því þannig. Ef þú hefur ekkert að segja nema einhverjar persónuárásir og skítköst, þegiðu þá. Taktu bara lyklaborðið úr sambandi við tölvuna eða eitthvað þegar þú skoðar huga ef þú ræður ekki við þig að skrifa skítköst. Skilið?
Jæja krakkar, gerum þetta áhugamál skemmtilegt, komið með skemmtilega þræði sem geta búið til skemmtilegar umræður (sérstaklega beint til ykkar old time sorpara, sem vitið hvernig sorpið var á sirka þessum tíma fyrir ári), sendið inn flottar myndir, áhugaverðar greinar, fróðlega fréttatíma(!), og annað.
Ég vil ítreka það að þetta er ekki áhugamál þar sem allt bull er leyft, bara sumt. Skemmtilegt bull sem hefur engum tilgangi að gegna en getur samt skemmt fólki. Ég vona að þið skiljið hvert ég er að fara.
Takk fyrir mig,
Vansi - admin @ /sorp
(viðbót)
Ogí guðanna bænum, lærið stafsetningu. Málsgrein byrjar á stórum staf og endar á punkti, og orð eins og “einhvað” og “eitthver” eru ekki til. Óþarfa skítkast kannski hjá mér, veit að margir hér eru “lesblindir” og svona, en hafið þetta í huga dúllurnar mínar, mun skemmtilegra að lesa þráð sem er rétt stafsettur, og öll svörin vel stafsett líka, svo mega sumir tjilla á brosköllunum. Ég er ekki að skammast neitt, bara, benda á ^_^