Jamm og jæja, í tilefni af Tunnunni fyrir júní 2006 blaðaði ég gegnum greinayfirlitið til að finna tilnefningar fyrir “Besta greinin”. Það sem ég fann var harla fátt, aðeins þrjár greinar ef maður telur ekki með sögur! Ekki gott krakkar mínir, ekki gott…
Svo ég fékk hugmynd! Ég var að hugsa, og allt í einu datt ég niður á snilldarhugmynd! Greinasamkeppni! Þá meina ég greinasamkeppni, ekki sögusamkeppni. Skrifið einhverja grein, sem er ekki saga, t.d. álit ykkar á einhverju, lífsævisögu í einu bindi, gullkorn, o.sv.frv. Þið finnið eitthvað skemmtilegt til að skrifa um, sendið það inn sem grein, adminar samþykkja og þið eruð komin í pottinn! Samt ekki matarpott, enginn ætlarað fara að elda ykkur sko…
Þessi samkeppni mun standa út júlímánuð, og til að hafa greinina með í henni skrifið þið einfaldlega [greinasamkeppni] eða eitthvað þannig í titilinn. Einnig skal hún vera sæmilega löng, svona hálf til ein bls í word. Eða bara löng… Síðan mun þann fyrsta ágúst koma könnun, og notendur velja bestu greinina. Einnig mun dómnefnd Tunnunar velja bestu greinina að sínu mati, svo það er um tvenna titla að vinna!
Athugið, ekki má senda inn fleiri en eina grein í keppnina frá hverjum notanda. Það má auðvitað senda inn fleiri greinar, en bara eina sem keppir. Skilið?
Ætla ekki allir að taka þátt?