Eins og þið hafið tekið eftir þá hefur fólk verið að gagnrýna sorpið - um hvað við erum barnaleg, asnaleg..nefndu það!
Er það sanngjarnt? Að vissu leiti ekki, en hinsvegar getum VIÐ bætt okkur líka!
Tökum dæmi; Inn kemur korkur á sorpið “HÆHÆ GAMAN MA EG VERA MEMM OLOLOOOOLOROFLO”
Er þetta nauðsyn? Alls ekki! Við skulum reyna að fækka þessum aaallgerlega tilgangslausu korkum og commentum - þá á ég ekki við bara um á sorpinu.
Annað dæmi; Tveir sorparar byrja að ræða eitthvað allgerlega off topic á öðru áhugamáli - fólk kvartar í strórnendur, pirrast og kenna sorpinu um. Sama hvað það er, þá fer svona dót í pirrurnar á fólki. Ef þú vilt spjalla við viðkomandi um eitthvað þá vill ég benda á MSN eða PM á huga eða /sorp
Annað dæmi; Einn ónafngreindur “sorpari” flæðir hvern einn og einasta kork á /forsida með sama spamminu. Stjórnandi lætur yfiradmin vita, pirrast, og kennir sorpinu um. Hann pirrast, allir pirrast, þessi notandi fær bann, getur ekki sorpast með okkur, og allir hata alla.
Nú spyr ég - Viljum við það? NEI! Við skulum sko snúa blaðinu við, sýnum hugurum að við getum allveg hagað okkur vel (Er ekki að segja að hinn almenni sorpari hagi sér illa, alls ekki, en það eru svartir sauðir)
Ég hef fulla trú á okkur sorpurum! Við getum þetta auðveldlega með smá metnaði.
ÁFRAM /SORP