Hér með er öllum fréttariturum sagt upp störfum!!
Allar stöður eru nú opnar. Þeir fréttaritarar sem sagt var upp mega sækja um aftur! Og núna er það ekki neitt fyrstur kemur fyrstur fær! Ef e-r hefur enn áhuga á að skrifa fréttir þá á sá hinn sami að svara þessari tilkynningu!
Engar fréttir munu vera á morgun, 11.október.
Í staðinn mun fólk geta sótt um allan morgundaginn og eitthvað fram á miðvikudag.
Ef það næst ekki næg þátttaka þá verður því miður bara að fella kubbinn niður jafnhörmulegt og það yrði!
Þess vegna vona ég sorparar að þið takið ykkur til og ritið fréttir hingað!
Á miðvikudaginn (sirka) munum við Devotion (þegar hann getur) velja úr umsóknum sem bárust! Síðan munum við geyma hinar og hafa samband við þá sem ekki komust í þetta sinn þegar hitt fólkið fer að hætta.
Þannig að ég hvet þig kæri lesandi, til að sækja um að fá að flytja fréttir! Allir mega sækja um. En einungis sækja um ef þú telur þig hafa tíma til að sinna þessu! Ef þið, sem voruð fréttaritarar nú undir lokin, teljið ykkur enn hafa tíma í þetta endilega sækið um aftur.
Þegar fréttaritarar verða valdir mun verð gefið út vaktaplan sem gefur til kynna hver á að taka fréttir hvenær. Ef einhver getur ekki tekið tíma einn daginn, lætur hann aukafréttaritara vita sem láta vita ef þeir geta tekið tímann.
Ég vona líka að Devotion sé sammála mér í þessu því ég er ekki búinn að spyrja hann. Ef þú ert ekki sammála mér eyðirðu bara tilkynningunni út og við spjöllum síðan saman um þetta.
Ég vil enda þetta á því að biðja þig um að sækja um ef þú hefur tíma til! Takk!
Adios Amigos!