Fréttir sorpsins þann 29.nóv. 2012.
*fréttastefið heyrist*
*Lily2 marserar inn í fréttastofuna með franska alpahúfu*
Jæja, kæru sorparar;
Þá eru það fréttirnar í dag:
———
Svarti Saudurinn veit ekki hvað hann á að gera
Myndin með glaða rassakallinum
Lítið um fréttir
———
SvartiSaudurinn veit ekki hvað hann á að gera og biður samsorpara sína um ráðleggingar. Ýmis áhugaverð svör komu fram, til dæmis fannst Tyggigummi að hann ætti að skrifa grein um hversu æðislegur Tyggigummi væri. Annars finnst fréttamanni að SvartiSaudurinn ætti að vera aðeins rómantískari og fara að súrra.
——–
Myndin af glaða rassakallinum birtist á sorpinu í dag, en nokkuð margir vildu meina að þetta væri tekið úr Twilight. (Að sjálfsögðu vitum við öll að vampírur fíla gaura sem hoppa hálfnaktir á miðjum vegi).
——–
Eitthvað lítið er um fréttir í dag, því að áhugamálið er ekki mjög virkt á sunnudögum. Undirrituð biðst annars forláts á því að hafa gleymt að skrifa síðustu sunnudagsfréttir, en vill um leið kenna lobsterman um það.
——–
Og það er ekki meira í fréttum í dag.
*Lily2 hverfur í reyk*