Grænar fréttir fyrir sunnudagsbíltúra! “LESTU FRÉTTIRNAR!” öskraði Laddis.
“Nei!” stundi THT3000 og hélt sér dauðataka við sillubrúnna.
Laddis byrjaði að stappa á höndunum á THT3000. Hofið byrjaði að hristast og nötra. Bútar duttu úr loftinu og gylltar styttur féllu fram fyrir sig.
“Gefðu mér þá listann!” öskraði Laddis á THT3000.
“Aldrei!” sagði THT3000, “gamli maðurinn gaf mér listann því hann taldi mig verðugri lærisvein! Hann sagði að ef listinn færi í annara hendur væri heimurinn glataður!”
“Gamli maðurinn sagði margt,” urraði Laddis bálreiður, “of margt… þess vegna drap ég hann!”
“Nei!” sagði THT3000, “það getur ekki verið! Hann elskaði þig eins og son! Án hans værir þú ekkert!”
“Ef hann hefði hefði virkilega litið á mig sem son hefði hann gefið mér fréttalista guðanna en ekki þér.” Laddis hrækti á THT3000.
THT3000 reiddist, hélt listanum á milli tannana og notaði allann sinn styrk til að hífa sig upp.
Laddis sparkaði í THT3000 sem svaraði með að grípa í Laddis og henda niður brúnina. Laddis hélt sér fast í peysu THT3000s og tók hann með sér.
“NEEEI” öskruðu þeir báðir þegar þeir hröpuðu niður fjallið. Fyrir ofan þá sprakk hofið í loft upp.
Þegar THT3000 hélt að allt væri búið sá hann mynd gamla mannsins fyrir framan sig. “Lestu fréttirnar” sagði draugur gamla meistarans.
“Meistari…” sagði THT3000 furðulostinn.
“Lestu fréttirnar” endurtók draugurinn og hvarf.
“Jæja þá,” sagði THT3000 og opnaði fréttabréfið.



.:.:.:.
COCONUTS HATAR KALDHÆÐNAR TÍKUR!
.:.:.:.
SJITT MARGAR SPURNINGAR FRÁ PARVATI!
.:.:.:.
OFURSKRÍMSLI
.:.:.:.
VÍDJÓZ N'SHIT…
.:.:.:.
TEXTINN Á FORSÍÐU SORPSINS BREYTIST!
.:.:.:.
25 MEST SPILUÐU LÖG G0TLIFE
.:.:.:.
HVAÐ ER LÍKLEGT AÐ SORPARAR GERI EF ÞEIR FINNA ÍSALDARMANN Í ÍSSKÁPNUM SÍNUM?
.:.:.:.


COCONUTS HATAR KALDHÆÐNAR TÍKUR!

Coconuts vinnur í barnafataverslun þar sem kaldhæðnar snobbtíkur með frekju koma skrambi oft og heimta meiri þjónustu en þær eiga skylið í vali á fötum fyrir börn.
Það kætir kannski Coconuts að heyra að við sendum handrukkara á nokkrar þeirra og létum berja þær heldur vel.

SJITT MARGAR SPURNINGAR FRÁ PARVATI!

Parvati kom með heilar 100 spurningar í korki einum.
Ég hélt að enginn nennti að svara en getið hvað! Meira en tíu manns svöruðu. MEIRA en tíu manns. Það er aðeins eitt að segja við því: OMGZ LOL BBQPIE!!!1
Lobsterman byrjaði sjálfur að svara en refreshaði á miðri leið. Gerum einnar mínútu þögn í virðingarskini við svörin týndu…

OFURSKÍMSLI

Nokkrir komu ef til vill auga á nýtt nafn, SuperMonster, hér á sorpinu. SuperMonster gerði reyndar þráð þar sem hún lét fólk geta hver hún var. Það tók ekki nema fjórar mínútur fyrir rétt svar að koma upp. Við því segi ég: “ololololol phail!!!!”
Við fórum á vettvang og spurðum fólk hvað því finndist um nýja nafnið:

*skipt yfir á Smáralindina*

THT3000: Hvað finnst þér um nýja nafnið?
Kona: … hvað í andskotanum ertu að tala um?

THT3000: Hvað finnst þér um nýja nafnið?
Karl með sólgleraugu: ÉG GERÐI ÞAÐ EKKI!… ÞIÐ GETIÐ EKKI SANNAÐ ÞAÐ! *hleypur burt*

THT3000: Ég veit hvað þú gerðir hóran þín og ég ætla að drepa þig… nei vúbbs vitlaus miði… hehe… Hvað finnst þér um nýja nafnið?
Maður með einglyrni, pípu og yfirvaraskegg: ‘Is cool, nigga.

*skipt aftur á fréttirnar*

VÍDJÓZ N’SHIT…

“Getur það verið?” hugsið þið kannski. En það er sannleikurinn: Sorparar eru að koma með virkilega mörg vídjó núna.
Ebebet kom með þá snilldar uppastungu að gera sér kork fyrir vídjóþræði.
Splendid? Yeeees.

TEXTINN Á FORSÍÐU SORPSINS BREYTIST!

Við höfum öll séð það. Við höfum öll fundið fyrir því. Við vitum… að það er satt.
Hver breytir því? Hvar? Hvenær? Og hver?
Það veit ég ei… (samt alveg 100% að það sé Vignir).
Texinn núna segir manni geðveikt sneaky að ganga í sjóherinn. Margir gráta eflaust út af því en enginn jafn mikið og Skúli nokkur Jóns.

*skipt yfir í viðtalsherbergi*

THT3000: Er það satt að þú hafir gengið í herinn?
Skúli: Já… já, það er satt.
THT3000: Af hverju heldur þú að það sé?
Skúli: … ja… fyrst vissi ég það ekki.
Ég vara bara eitthvað að flakka á milli áhugamála á huga í sakleysi mínu þegar ég fékk allt í einu óstjórnanlega löngun til að ganga í sjóherinn… svo seinna eftir að ég hafði gengið í herinn mundi ég eftir eitthverjum skilaboðum, öfugum skilaboðum. Og ég mundi að þau höfðu verið á sorpinu og… og þau… þau sögðu mér að ganga í herinn! *grætur*
THT3000: Þetta er allt í lagi. Þetta er allt í lagi. *klappar Skúla á bakið*

*skipt á fréttir*

Hversu langt þarf þetta að ganga? Hvenær hættir þeta brjálæði?!?!?!

25 MEST SPILUÐU LÖG G0TLIFE

G0tlife kom með mangaða mynd af listanum sínum yfir 25 mest spiluðu lög hans og í efsta sæti var… *afrískur bumbusláttur* MR BRIGHTSIDE MEÐ THE KILLERS! Allt í allt spilað 309 sinnum.
Mest spilaðasta hljómsveitin/tónlistarmaðurinn hans er hinsvegar Blink 182.
Morgothal óttast að þetta muni valda nýju æði og allir fari að koma með sína lista. Ef það er satt er ég bara að gera illt verra með þessu fréttum. En mér er sama, því ég er svo sjúkt svalur og harður.

HVAÐ ER LÍKLEGT AÐ SORPARAR GERI EF ÞEIR FINNA ÍSALDARMANN Í ÍSSKÁPNUM SÍNUM?

Samkvæmt könnuninni frá Hellscream er líklegast af öllu að sorparar bökuðu pönnukökur og löguðu kakó fyrir hann.
Við erum nú meiri kurteisismanneskjurnar.
Svo nú vitið þið það: Ef ykkur langar einhverntíman í kakó og pönsur þá er bara að vippa upp gamla ísaldarbúningum og fela sig í ísskápnum. Samt er töluverður möguleiki (18%) að þá verðið þið étin… svoooo… kannski er það ekki það góð hugmynd. En ef þið lifið fyrir áhættu er þetta málið.



THT3000 kláraði fréttirnar og braut bréfið saman. Allt í einu fann hann ótrúegan kraft umlykja sig. Rétt áður en hann og Laddis skullu á jörðinni stoppaði THT3000 í loftinu. Laddis dúndraðist í jörðina og braut flest bein í líkamanum. “Hefnd…”, sagði Laddis, “… hefnd… ugh” svo dó hann.
THT3000 sveif hinsvegar varlega og óskaddaður til jarðar. Svo setti hann upp sólgleraugu, hoppaði upp á risavaxið mótorhjól og keyrði í átt að sólsetrinu.