*Myndavélin súmmar inn að Parvati sem situr, einsog vanalega, í fréttamannastólnum. Fyrir aftan hana er riiiiisastór mynd sem sýnir Vigga up close, með ægilega draugalegan svip, bendandi fingri að myndavélinni*

Ehh… hæ…

*Parvati lítur við og hryllir sig*

Hehe, fín mynd sem Viggi gaf okkur, ekki satt? … Jæja, on we go.
Fréttirnar í dag verða stuttar, því miður. Málið er að ég var að koma heim úr bænum rétt áðan og svo þarf ég að pakka, því ég er að fara til Småland á morgun, OG ég þarf að ná að klára elskulegu LÖNGU greinina mína, sem þið BTW ætlið öll að kommenta á og elska og kjósa til sigurs.

Einnig finnst mér að þið ættuð líka að hætta að vera með svona klíkuskap og kommenta bara hjá Vigga og Röggu : C Ég og DrHaha.. okkur bara.. við bara.. erum… sad…



Fréttayfirlitó

Fólk í burtu!
Ástarsambönd
Nimrod, Eltihrellir?
Greinakeppni
Hringjadrama
Fríkí Morri
Einhverfaa að duggaduggast
Ultimate plan ever!







Fólk í burtu!

Fyrst má þess geta að í dag var ég loksins að komast í SUMARFRÍ! Yayayayayyaay! Allir að samgleðjast mér.
Ég er líka að fara í burtu á morgun og mun ekki vera á meðal ykkar í eina viku, svo sorglegt, I know : C Og mun þá ekki geta lesið öll frábæru kommentin sem þið ætlið að setja á löngu greina mína, right?
Einnig er hann Viggi/ChocoboFan okkar absent, en hann stakk af til Tenerife! Núna liggur hann líklegast og sleikir sólina, eða ís, eða… Ahem.
Einnig hafa Rakvelarblad og Gexus barnakökur verið í burtu og örugglega fullt af fleira fólki, þar sem sumarið er jú tími ferðalaga, hamingju og sólbruna!






Ástarsambönd


Á hinum mjög svo skemmtilega þræði doktors haha, How nasty… heitir hann, þar sem Bjarni fjallar um kynfræðslubækur, fáum við að vita mjög svo skemmtilegan hlut.
Viggi og Ragga, ChocoboFan og Padfoot, munu fara með aðalhlutverkin í bíómyndinni “ Hvernig verða börnin til?”. Mun þetta efalaust verða ákaflega áhugaverð, fróðleg og skemmtileg mynd, en verður henni leikstýrt af okkar eina og sanna Pétri Pésalingi. Öllum sorpurum er boðið á frumsýninguna!





Nafnabreytingar hjá Nimma

Hinn margumtalaði og elskaði Nimrod féll í ást með orðinu sem Viggi innleiddi á sorpið: ELTIHRELLIR. Svo ástfanginn er hann að hann er nú að íhuga að breyta nafni sínu í þetta yndislega orð! Mér finnst þetta persónulega mjög najs orð, þó að Viggi hafi fundið það í Nýju Lífi. You go guy! Nimrod, þeas.





Greinakeppni læk tódlí!


Borist hafa tvær úber greinar í okkar úber greinakeppni. Þær eru
Hvernig verð ég eftir 50 ár? – RAIDEN
Æskan í ellinni – Laddis


Og mun ein bætast við í kveld. Koma svo fólks, senda inn greinar! Ekki vera feimin, ég skal gefa öllum sem senda inn grein kandífloss! Eða gulrætur, þið megið velja.





Hringjadrama aldarinnar!

Á sautjánda tímanum í dag varð elskan okkar RasumRu fyrir hræðilegu sjokki. Hún var í sakleysi sínu að þrífa pallinn heima hjá sér þegar uppáhalds, takið eftir; UPPÁHALDS, hringurinn hennar datt niður á milli örþunnra rifanna. Aumingja telpan var í andlegu áfalli og leitaði til Sorpara í angist sinni. Það marg borgaði sig, því hetjan meo kom með það þjóðráð að stinga herðartré niður á milli og veiða upp hringinn. Það svona líka svínivirkaði og fiskaði RasumRu upp sinn heittelskaða hring moldugan og hræddan, en heilan á húfi! Mun meo líklegast hljóta Fálkaorðuna þetta árið fyrir afrek sitt.




Fríkí Morri…

BlacksmithGirl kom með þá kenningu að Geir H Haarde, forsetisráðherra Íslands væri í raun og veru illur múmínálfur. Ég er allsekki sammála henni. Mín kenning liggur í augum uppi og er svo augljóslega sönn og rétt. Hafiði ekki séð hvernig hann brosir? Þetta er vægast sagt krípí. Ég held því statt og staðfastlega fram að Geiri litli sé í rauninni sjálfur MORRINN *Dundundundun tónlist*
Einsog allir sem eitthvað vita vita er Morrinn stórhættulegur og draugalegur, ættu allir að vara sig á Mr. Haarde.
(No offence fjölskylda Geira.. :Æ )




Stolt siglir fleyið mitt…

Já, hún Einhverfaa er á sjó. Biður hún hjartanlega að heilsa öllum á meðan hún siglir um á varðskipi og vaktar land og þjóð. Eimen.




Besta plan EVAHH!

Hún Rabba kom með alveg úber alles hugmynd um daginn og finnst mér að ALLIR ættu að taka þátt í þessu, sjálf hef ég lagt mitt af mörkunum…

Þannig er mál með vexti að það kom inn þráður sem sagði frá því að notandinn Pesi væri í banni =)

Hversvegna ekki að stríða kauða aðeins =) hvernig haldið þið að það væri að komast loksins inná huga og bamm, SKILABOÐ ;)

Þannig að ég vill að allir taki sig saman og finni nú þráð eftir kauða og gefi honum nokkur álit … Af því að það er nú einhver tími sem að við höfum og ættum við að ná vel á þúsund skilaboð ef að við leggjum okkur framm. (Er vongóð)

Koma svo allir saman gerum honum endurkoman eftirminnileg. =)

rabba át :D

Hvað hún át er hinsvegar ráðgáta…




VIÐTAL

Í dag ætlar hún Ragga okkar að taka viðtal við Naflastrengur! Vá hvað þetta hljómaði vírd…

Ragga:
Hæhæ!
Nafló: Hæ elskan!
Ragga: Hvað segiru gott?
Nafló: Bara allt fínt sko
Ragga: Jæja, jájá, æjji, bíddu síminn er að hringja
Nafló: Ekkert mál
*Ragga tekur upp símann og svarar. Verður svo áhyggjufyllri og áhyggjufyllri á svipin*
Ragga, í símann: Nei, er hann týndur AFTUR. Ohr!
*Ragga hleypur í burtu*
Nafló: Ehh…




Parvati kveður að sinni, veriði nú góð, börnin mín. á meðan ég er í á Línuslóðum!
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.