Jahá, annað tölublað DA komið út, en eftir nokkrar ryskingar á fjölmiðlamarkaði keypti The Sorp NewsGroup fyrirtækið sem gefur út DA, svo að, framvegis verður það gefið út í samstarfi við TSNG fréttasamsteypuna. Svipað og með 365 miðla.
*auglýsingarödd, eins og hjá DV (sem DV stálu)*
Nýja DA er komið út, með heitustu fréttirnar eins og alltaf. Við þorum meðan aðrir þegja!
Heitustu fréttirnar:
Nammi stolið úr búð
Jólasveinn seinn til byggða?
Árshátíð Krummaskuðs var haldin með pompi og prakt
Ásamt því sem er á forsíðunni, sem er einkar glæsileg í þetta sinn.
Forsíða blaðsins!
Já, þvílíkt og annað eins hefur varla sést áður, meina, hver í fjandanum stelur Kristal? Kók er miklu miklu betra!
Og að versla í Nettó? Bara fyrir fátæklinga, hnuss.
Og að það þurfi að kalla til öryggisverði þegar fólk fer að skemmta sér í Kringlunni og gefur litlum krökkum peninga? Er ekkert frelsi í landinu eða? o____O
Svo eru það blessuðu myndavélarnar, við hverja mynd sem tekin er af þér missir þú jafn,margar heilasellur og þegar þú reykir 20 Jónur. Engin furða að Paris Hilton sé heimsk meðan vansi, sem er með myndavélahræðslu á háu stigi sé gáfaðasta mannvera á jörðinni, allt myndavélunum að kenna. Skerum upp herör gegn myndavélum!!
DA fæst á öllum blaðsölustöðum, nema í Kringlunni, og Nettó.
DA þorir, þegar aðrir þegja!