TSNG Nærmynd, 10. þáttur: The revenge!
*kynnir hefur mál sitt* Ooooooooog nú, dömur mínar og herrar, 10. þáttur TSNG Nærmyndaaaaaaaaaaar! Starriiiiiiiiiing vansi aaaaaaaaand his viðmælandi!!!
*vansi gengur inn á sviðið, og segir nokkra brandara* *salurinn deyr úr hlátri* VííúúúVíííúúú *systir potter01, sjúkrabíllinn, kemur og hreinsar til í salnum* *vansi sest í sætið sitt*
vansi: Góðan dag litlu fífl, TSNG Nærmynd hefur legið í dvala síðastliðinn mánuð, vegna tölvufíkilsmeðferðar þáttastjórnanda. TSNG Nærmynd fær að þessu sinni gest sem er heimsfrægur, ekki bara á sorpinu, ekki bara á Íslandi, ekki bara á jörðinni, hérna kemur..
*myrkur skellur á og Dressmann lagið byrjar að hljóma* *inn ganga supermann, Jellybean, Nesi13, Pikknikk og Moonchild, öll í svörtum jakkafötum, með svört sólgleraugu, og með Dressmann style göngulag. Þau eru ekki fyrr komin að vansa þegar…*
*I'm a Barbie girl lagið hljómar, og inn dansar Sirja, í bleikum níðþröngum galla, og gerir ýmsar vel sýnilegar teygjuæfingar* *Moonchild tekur upp byssuna sína og skýtur útvarpstækið*
*lag með 2pac hljómar um stúdíóið* * inn gengur Mizzeeh, í loðfeldi, með mikið bling bling, og rappar* *í kringum hann dansa foxyme og supernanny í bikiní ofan á bíl sem allt í einu birtist í stúdíóinu*
*öll 9 eru komin að borðinu þar sem vansi situr, og Mizzeeh hrifsar til sín hljóðnemann* Jójó, eru ekki allir í húsinu að borða rjóma jójó. *allir byrja að tala í einu* Við, fyrrverandi fórnarlömb þín, munum hefna okkar nú, múhahahahahahah! Þú, vansi, færð nú skeið af eigin meðali, með persónulegum spurningum, múhahaha.
*vansi reynir að hlaupa burt, en er stoppaður þegar Dressmann fólkið miðar á hann gúmmíbyssum* vansi: Jæja, eigum við bara ekki að þegja um þetta, smá mútur hér, smá mútur þar, og ég hætti þessu Nærmyndarbulli, keibb? *allir horfa á vansa með illu augnarráði* vansi: jæja þá, ég gefst upp :{
*allir í einum kór* EINS GOTT!
*allir spyrja í einu*
Vansinn tekinn fyrir í sársaukafullar yfirheyrslur um persónulegt líf hans
Nafn? Ég ku heita Atli, fleiri nöfn mín fáið þið ekki að vita
Staður? Lítill bær, sem er betri en Grafarvogur og heitir Mosó.
Aldur og fyrri störf? Omg, ég er '90!!! Og hef unnið við þetta typpakalda, unglingavinnan, bera út, fréttamennsku, same old same old
Hvaða skoðun hefur þú á tölunni 7? Tjah, veistu, þetta er falleg tala, r sum
Heitir iPodinn þinn eitthvað? Hann Lucifer er fallegasti iPod í heimi!
Ertu hommi/lesbía? Ojj, nei, ojj! Djók, samkynhneigðir eru ekki ojjj, en samt er ég ekki hommi -_-"
Sorpari? Njah, hef verið að fikta við það já.
Ertu bleikur gíraffi sem elskar snjóinn? Ég er gíraffi, samt lillableikur, en satt að segja hata ég snjóinn :/
Áttu síðu? Já, www.blog.central.is/vansalingur
Ertu ríkur? Újehh, ríkari en andskotinn! Ekki það að andskotinn sé endilega ríkur samt, eða, ég veit ekki, segjum það bara.
Ertu á lausu? Tjah, á lausu eða ekki á lausu, það eru náttla allar á eftir mér skillurruhh, nóg af mér fyrir alla :P
Farsími? Hmm, Sony Ericsson K700i, og svo 849-6614.
Segðu nokkur orð um þitt inra sjálf? Já, ég er sick, en bara smá! Sumir vilja meina að ég sé perri, en það er ekki rétt! Þið eruð bara afturhaldskommatittar að halda því fram!
Ertu gelgja? Ég var, já. En tjah, ég er ekki viss um hvort ég sé það ennþá :/
Ertu msn fíkill? Ójáá! vansilius@gmail.com
Sorpfíkn er ekkert svo góður hlutur…
Hvenær og hvers vegna byrjaðir þú á sorpinu? Ég byrjaði með endurkomu minni á huga í maí 2005, var búinn að skoða sorpið smá áður, en kommentaði aldrei þangað, frekar en annars staðar. ég tjah, kynntist sorpinu, það var auglýst á forsíðunni, með Mizzeeh í fararbroddi, svo að ég bara kíkti, varð virkastur held ég síðla sumars :P
Hvernig skilgreinir þú áhugamálið sorp? Lítið skemmtilegt samfélag, svipað og draumasamfélag ætti að vera, enginn rígur, eða, ekki mikill, allir í gúddí fíling og svona ^^
Hvað finnst þér að betur mætti fara á áhugamálinu? Tjah, sumir sem bulla of mikið, ég er ekki að fíla þá. En, ég get víst ekki mótað þetta alveg 100% eins og ég vil hafa þetta, sorpið er bara frábært eins og það er ^^
Hvað finnst þér vanta til að fullkomna sorpið? Að við fengjum laun fyrir að hanga þar, og mæta á samkundu, styrkt af símanum.
Hvaða atvik á samkomu hefur þér fundist eftirminnanlegast? Fyrir mínar sakir, þegar ég mætti fyrst, og bara, 100% feimni, og þegar þau komu heim til mín á afmælisdaginn minn og sungu afmælissönginn fyrir utan ^^
Hvaða síðu heimsækirðu helst, fyrir utan huga og sorpið? Ehh… Ég veit nú ekki alveg, hugi er eiginlega svona ultimate tölvudundið mitt, kannski heimsæki ég blogg hjá öðrum, oft google, og já, bara svona það sem flestir gera :P
Þetta eða hitt? Huh?
^^ eða :}? :} af velli! Það er samt einfaldara að gera ^^, en :} er langflottastur :}
Kex eða kaka? Hmmm, KAKA!! Djúsí súkkulaðikaka og heit súkkulaðisósa, ís og rjómi, namm!
Breska eða ameríska? Breska, ameríska er bara feik breska, og svo verða flestir sem tala amerísku offitusjúklingar, ég ætla ekki að verða það
iPod eða sími? Úff, ætli maður segi ekki, ehhhh, iPod, hann er bara svo mikið æði! Ef ég myndi samt læra betur á mp3 spilarann í símanum myndi hann hækka í áliti ^^
Rauð eða hvít jól? Hvít, snjór á bara að vera á jólunum, aldrei annars.
London eða NY? Já, NY. KALDHÆÐNI!!!! Ég meinti, London.
Sósa eða soð? Sósa, enginn vafi ^^
Ljósabekkur eða brúnkuklútar? Ferð til Kanaríeyja.
Bílar eða barbídúkkur? Hmm *hugsa lengi um* Ætli ég segi ekki bara; bílar…
Tónlist eða peningar? Peningar, owna allt.
Bt eða Elko? Ehh, bæði svona lágvöruverkamannafátæklingasjitt, ég versla í sérverslunum.
Hvítt eða svart? Svart, mun fallegri litur.
Matur eða peningar? Peningar
Peningar eða lífið? Peningar.
Hamingja eða peningar? Peningar.
Playboystelpa eða peningar? Peningar.
Alsæla eða peningar? Peningar.
Pund eða krónur? Pund.
Heimurinn eða peningar? Peningar.
Leðurjakki eða úlpa? Tss, úlpur eru fyrir n00ba, leðurjakkar eru fyrir fólk eins og mig, okkur æðri.
Uppáhalds?
Uppáhalds Ljósmynd? Ehhh, myndin sem… ehhh, bara, þú?
Uppáhalds land? Bretland!
Uppáhalds hlutur? Kortið mitt
Uppáhalds litur? Svartur, eða blár…
Uppáhalds matur? Stórar djúsí steikur!
Uppáhalds drykkur? Hmm, bara, eðalkók eða, súkkulaði ^^
Uppáhalds lag? No comment!
Uppáhalds leikfang? Ehhh, bílasafnið mitt! Þó að ég leiki mér kannski ekki mikið að því, það má ekki, ég raðaði því svo flott í hilluna!
Uppáhalds flík? Leðurjakkinn minn!
Uppáhalds bílategund? Ég væri að ljúga ef ég segði annað en BMW, ég elska þessa bíla.
Uppáhalds söngvari? Ég.
Uppáhalds dagur? Ehhh, laugardagur, held ég…
Ef þú værir…
Ef þú værir ljós, hvernig ljós værir þú og hví? Blátt neon ljós, veit ekki hví.
Ef þú værir gluggi, hvernig gluggi værir þú og hví? Lítill lokaður gluggi, svo það kæmi ekki kalt inn í herbergið sem ég væri að vernda.
Ef þú værir dagblað, hvaða dagblað værir þú og hví? Ekki DV held ég, kannski, ehh, Fréttablaðið? Því að ég er, ehhh, fréttnæmur.
Ef þú værir matur, hvaða matur værir þú og hví? Ég væri mannasteik, því að ég er maður. Samt, siðferðislega rangt, munið það!
Annað
Hvað varstu að gera þegar þú heyrðir um slysið 11. sept? ég kom heim úr skólanum, var að fara að horfa á sjónvarpið, og þá voru fréttir! Ég varð ekkert smáfúll!
Ízland bezt eða verzt? Í fyrsta lagi, heitir það Ísland en ekki Ízland, jafnvel þó að við botum zetu á hún ekki heima í orðinu Ísland. Annars er það svona mitt á milli, samt of kalt hérna.
Hvað er stæðan fyrir rúmmál keilu? Erm…. Grunnflötur sinnum hæð deilt með þremur.
Einfaldaðu: 2x+6=8x-1? 6x=7 (samt, ég er kominn miklu lengra en þetta í algebru!!!)
Hvaða lífverur voru fyrstu á jörðinni? Dreifkjörnungar minnir mig….
Er sund skemmtileg íþrótt? Nei. Ekki golf heldur. Og ekki heldur þær íþróttir sem ég get ekki neitt í (a.k.a. allar íþróttir)
Við skulum nú enda þessa hefnd á TSNG Nærmynd Logoinu:
Yfir og út,
vansi :}