Tilgangur lífsins... Þetta er saga af manni, konu og dauðanum… Þau hittust, elskuðust, giftust, eignuðust börn, drápu þau og frömdu sjálfsmorð, eðlilega hefði þetta ekki verið neitt sérstök saga en það merkilega við þessa sögu er það að saga þeirra endar ekki við dauða þeirra, ó nei, hún er bara að byrja þar…


BANG! BANG!

Þetta var allt búið, þau voru loksins frjáls! En.. Hvað er þá að gerast núna? Hugsaði Bryndís. Erum við ekki dauð? Loksins frjáls frá heiminum? Hún leit í kringum sig en sá ekkert, bara.. Hvað? Bara hvað? Það var ekkert þarna, en samt.. Hún var blinduð af ljósi en samt var.. Það var eins og allt væri hulið myrkri! Hvað er að gerast!? Hugsaði hún skelkuð. Hún ætlaði að leggja hönd fyrir augun til að skýla augunum fyrir birtunni en hún gat það ekki! Hún var ekki með neinar HENDUR! Hvað er að gerast!? Orgaði hún út í loftið, nema fyrir það að það var ekkert loft og hún gat heldur ekki orgað; hún var ekki með munn!


Á meðan var Alexander búinn að komast að því sama á svipaðan hátt og hafði hann reynt að ná sambandi við Bryndísi oft og mörgum sinnum en án árangurs. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera, hann var alveg villtur, fljótandi um í miklu hafi af myrkri, með sólina í augunum. Hann fór í hláturskast, þetta var bara svo fyndið, lífið búið og þetta eftir! Hann hló, fyrir utan það að hann var náttúrunlega bara að hlæja inni í sér af því að hann hafði ekkert annað en inni í sér

Það leið langur tími, en hvort það var ár eða mínúta, Bryndís og Alexander gátu ekki sagt, tími var afstætt hugtak á þessum stað…

Þau flutu endalaust, endalaust en aldrei…

LJÓS!Eða eitthvað sem að líktist því að minnsta kosti; það hafði verið svo langt síðan að Alexander sá ljós að hann var ekki viss.. Auk þess þá var þessi staður öðruvísi.. Hann sá Bryndísi! Eða.. EKKI! Hann vissi af henni, hún var þarna, hjá honum, en hann vissi ekki hvernig hann vissi af henni..


Bryndís kom við fast land og sá sig loks! Nema þetta var ekki líkami hennar, þessi líkami var einhvernvegin alveg eins og allir aðrir líkamar, hún var viss um það, og hún sá Alexander! Hún hafði vitað að hann væri hjá henni alveg frá því að ljósið kviknaði en núna SÁ hún hann! Hún hljóp til hans og faðmaði hann.. “Ó, Alexander, þetta var svo hræðilegt! Ég.. Ég hafði engan..” byrjaði Bryndís en Alexander sussaði niður í henni.
“Já, ég veit, svona svona, ég veit” sagði hann. En hvað hann lýtur þreytulega út hugsaði Bryndís, En samt svo rólegur.

“Það vita það ALLIR! Innst inni í sér vita það ALLIR!” Bryndís hrökk í kút.. Hann var þarna.. Hún þekkti hann en hún gat ekki nefnt hann né lýst honum..

Þau krupu á kné.

“Standið upp, þið eruð dáin, þið þurfið ekki að krjúpa fyrir neinum hér.. Ég er hér til að segja ykkur svolítið, einn lítinn hlut sem að allir vita hér.. Tilgang lífsins.” Hann beygði sig að þeim og hvíslaði því að þeim, þau fölnuðu bæði í framan.

Hann horfði á þau “Bíp” sagði hann. Þau horfðu undrandi á hann. “Bíp, bíp, bíp, bíp, bíp, bíp”…

Þau vöknuðu í sitthvoru rúminu á sitthvorum spíalanum á sama tíma.

Þau fóru í fangelsi og það átti að taka þau af lífi fyrir að myrða börnin þeirra. Þau sögðu ekki neitt. Þau vissu ekki af hvort öðru og sögðu ekki neitt, þau störðu bara út í loftið. Þegar þau fóru í fangelsi þá gerðu þau bara það sem þau þurftu að gera, í sitthvoru fangelsinu. Á næturnar þá vöktu þau bæði, hugsandi um nákvæmlega það sama “Er þetta refsingin?”

Því að hver er tilgangurinn með lífinu þegar maður veit tilgang lífsins?

Þau voru bæði tekin af lífi 5. apríl 1994 klukkan 20.06 og á síðustu andartökunum sínum þá hugsuðu þau bæði það sama “Það er ekki þess virði.. Sjálfsmorð er EKKI þess virði”


Waiting for death
alone in fear


Þessi saga átti upprunalega að vera til þess að útskýra dauðan en síðan komst ég að því að það er ekki fyrir mig til að útskýra heldur fyrir ykkur til að komast að…..