*kynnir* And now, live from the studios of freeonlinegames.com… Nei, bíddu, vitlaus setning… Reyni aftur: Og nú, í beinni útsendingu frá stúdíói Fréttastofu sorpsins, Áramótaannállinn SALTFISKUR!
*vansi* Ehhh nei, manstu, við fengujm svo stóran jólabónus hérna (allir nema varafréttaritararnir, hí á þá) að áramótaannállinn verður sendur út frá stúdíói BBC News til tilbreytingar, manstu?
*kynnir* Ég reyni þá aftur… Og nú, í beinni útsendingu frá stúdíói BBC News í Lundúnum, The Sorp NewsGroup fréttaliðið: allidude, dagny22, MadClaw, Pikknikk og vansi, en einnig framkvæmdastjórar stöðvarinnar; HerraFullkominn, meaniac og Mizzeeh! Gefum þeim gott klapp!
*allir ofantaldir sitja við borð í stúdíóinu* *Mizzeeh slær skeið í glas, og það brotnar* Kæru sorparar, Saltfiskurinn 2005 verður sendur út héðan úr stúdíói BBC news, þar sem við gátum leigt það fyrir allan jólabónusinn sem við fengum fyrir störf okkar við fréttastofuna. Því miður fengu varafréttaritarar ekki neinn jólabvónus, og eru því heima, einnig þeir sem eru í fréttahléi. Það er mér heiður, sem aðalframkvæmdastjóri stöðvarinnar, að opna þennan fyrsta þátt af Saltfiski, sem verður árlegur þáttur, birtur á hverju gamlárskvöldi.
*allir skála* *vandræðaleg þögn* *loxins kemst hún Dagný svo snilldarlega að orði*: Shall we begin? *allir* Újeeeeh! Sorp ftw! London baby!
*dagny22 hefur lesturinn*
Sorpið vaknar!
Jæja, eins og allir vita, þá breyttist sorpið mikið á senn líðandi ári. Í byrjun árs var það adminlaust. Um mitt ár var það adminlaust. Það var ekki fyrr en þann 29. júní, er vinur JReykdal, hugari að nafni Haddii, kom okkur til bjargar, sem sorpið lifnaði við! Núna les ég upp alla stjórnendur sorpsins á þessu ári!
<enginn stjórnandi> = 1. janúar - 29. júní
Haddii = 29. júní - 19. ágúst
bjossiboy/Devotion = 19. ágúst - 30. nóvember
Mizzeeh = 19. ágúst - ?
HerraFullkominn = 1. desember - ?
meaniac = 1. desember - ?
Hvar endar þetta?
*allidude snappar* Má ég líka segja eitthvað?!?!??!?!?! Þetta er hneyxli, búin heil frétt, og ég fæ ekki að seghja eitt orð, ekki EITT HELVÍTIS ORÐ!!!! *allir aðrir* Okei, rólegur dúddi!
The Sorp NewsGroup
Á árinu 2005 var stofnuð fréttastöð, svo öflug að þeir sem ekki skildu í henni, óttuðust hana og skítköstuðu. Svo vönduð, að allir fréttamenn voru valdir vandlega úr stórum hópi krakkabjálfa. Svo áhrifarík, að enginn þorði að andmæla henni!
Þessi fréttastöð bar nafnið… TSNG! Eða, The Sorp NewsGroup. Hún var stofnuð á þeim örlagaríka degi 19. ágúst 2005, deginum sem margt breyttist á sorpinu. Á eftirfarandi link er sagan af því hvernig hugmyndin varð að veruleika: http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2397609#item2398220
Fréttamenn frá upphafi: vansi, Dabbi1337, Kertaljos, supernanny, HerraFullkominn, Gelgjan, Kyra, Mizzeeh, supermann, Lily2, Nesi13, Sedna, MadClaw, tinnakristin, tiger13, Pikknikk, dagny22, allidude og meaniac, og höfum við öll 19 sinnt starfi okkar vel sem fréttamenn, eða, næstum öll…
Verða fleiri mannabreytingar á komandi ári? Koma nýir dagskrárliðir fram eins og TSNG Nærmynd gerði? Látum tímann leiða það í ljós…
*hrotur heyrast hátt* *í ljós kemur að það er Pikknikk sem hrýtur!* *stuðbyssan er tekin á loft og BAMM!* Pikknikk: ÁTS!! Er komið að mér eða? Allir: Já! -_-"
Hittingar
Á árinu 2005 hittist fólk sem spjallað hafði saman á huga.is, það er einsdæmi. Þetta var kallað samkunda eða samkoma, mismunandi ewftir fólki, en eitt er víst, ég hef ekki mætt :(
Fyrsta samkundan var haldin þann 1. október, fyrir tilstilli meaniac, þann 1. október. Hist var á American Style, og labbað síðan um Hlíðarnar og upp að Perlu, og margt fleira.
Önnur samkundan var svokölluð mini-samkunda, hún var haldin í Kringlunni þann 22. október, nokkrir sorparar hittust af “tilviljun” í Kringlunni.
Þriðja samkundan var þann 29. október, hist í Nesti, farið uppí Mosó, farið í bíó.
Fjórða samkundan var mini-samkunda þann 19. nóvember, haldin í Kringlunni, síðan í Kópavogi.
Fimmta samkundan var síðan á hinum merka degi 3. desember, þar sem aðalstaðirnir voru Kringlan, Perlan og Mosó.
Sú sjötta er nýafstaðin, var í gær þann 30. desember, á Esso Nesti, engar fréttir hafa borist þaðan.
Samkundurnar hafa verið ánægjulegar fyrir alla sem á þær hafa mætt, er það ekki? Jú, ég vissi það, og svona ykkur að segja: Það verða samkundur á næsta ári líka ;)
*MadClaw byrjar að dansa kynþokkafullan dans uppi á borði* *MadClaw á næstu frétt*
Da stories
Á árinu komu upp margar sögur á sorpinu, og þar af þónokkuð af framhaldssögum, og þar af nokkrar virkilega góðar.
Darth Bob eftir Miltisbrand: Fyrsta sagan sem innihélt sorpara, hugljúf saga um Darth Bob sem bjó lengst úti í rassgati og fékk til liðs við sig öflugan her sorpara, en dó að lokum af völdum afar fullkomins manns, vansa. Syrgjum þessa hetju :'{
Sorp Wars eftir Zweistein: Stæling á Star Wars, tveir hópar sorparar berjast við hvern annan, svo úr verður skemmtileg og spennandi sögusería! Hún er ennþá í gangi…
Þetta voru svona þær helstu og langlífustu, en einnig hafa komið margar aðrar frábærar sögur, en ef það ætti að nefna þær hér yrði þetta of langt.
*það fattast að vansi er HORFINN!* *í ljós kemst að hann fór bara aðeins út í Harrods, en það fattast þegar hann kemur inn með tvo stóra kassa af Krispy Kreme kleinuhringjum handa öllum* Ég var svangur :/ Hérna, fáið ykkur! Úhhh, á ég næstu frétt? Splendid ^^
Fólkið
Sorparar, merkilegt fólk ^^ Ég hef stundað sorpararannsóknir um nokkurt skeið, og alltaf kemst maður að fullt af nýjum hlutum um þessi kvikindi, og eiga samkundurnar ekki síst þátt í því.
Nærmynd hefur reynst vel, við að kafa ofan í sorpara, og mun hún halda áfram á senn komandi ári, enda nauðsynlegur partur af rannsóknum á sorpheilanum.
Sorparar hafa verið margir og mismunandi á árinu, stigahórur, skáld, skilaboðafíklar, heimspekingar, gáfað fólk, ekki svo mjög gáfað fólk, skemmtilegir, hugmyndaríkir, árásargjarnir, óákveðnir, nælondiskagefendur, andahræddir, og svona mætti halda áfram dag eftir dag, því engir tveir sorparar eru eins, allir með sína sérstöku gerð af sorpgeni. En eitt sameinar þá alla; allt eru þetta krakkar sem hafa gaman að því að skoða sorpið og senda inn á það, gott fólk.
Þess má geta að nánast allir sorparar sem eru virkir á sorpinu, komu til okkar á árinu sem er að líða, og margir þeirra hafa einnig hætt á árinu. Megi þeir sorparar hvíla í friði *tár*
*fréttamaður BBC News ryðst inn í stúdíóið* *hann talar með breskum hreim, miklum breskum hreim*
Paul: Hi, who are you?
MistahPöfekt: We just rented this fréttastúdíó to have our fréttaanal.?
Paul: Ohhh, I see, you are from the trashnewsstation of Iceland, arent you?
Mizzeeh: Is there any mountain that goes *vííííí* here in Britain?
Paul: What the fuck? I'm scared, goodbye little kidz.
Allir: Bless bless!
*supernanny hleypur inn í stúdíóið* Bíðið, ég líka með! Þetta var erfið ferð hingað, þurfti að fara með 2 mismunandi lágfargjaldafélögum, og og, maskarinn minn týndist *grætur* Má ég taka eina frétt? *puppyeyes*
Mizzeeh fréttastjóri: Allt í lagi þá…
supernanny, fyrrverandi fréttaritari: Sjúbbídúbbídú! :D
Keppnir
Keppnir af ýmsu tagi hafa verið í gangi á vefnum huga.is, sem sorpið er hluti af. Þar má nefna sögukeppnir, myndakeppnir, greinakeppnir, sem og annað.
Sögukeppni sorpsins var haldin hátíðleg 3. - 21. nóvember síðastliðinn, og bárust margar sögur inn. Vinningsagan var sagan “Morðið” eftir tinnukristinu, og fékk hún að verðlaunum lófaklapp mikið.
Næsta keppni, eða “keppni”, er “Tunnan - Janúar '06”. Það verður spennandi að fylgjast með þeirri verðlaunahátíð, ég veit allaveganna að ég mun fylgjast FAST með henni!
*hið nýja fréttastef TSNG, sem verður notað í öllum fréttatímum hér eftir, ómar um stúdíóið*
*Mizzeeh, HerraFullkominn og meaniac, forsetar sorplands taka til máls* Við viljum óska öllum lesendum TSNG og sorpurum almennt gleðilegs árs, og gæfuríkra næstkomandi jóla.
*allir í stúdíóinu fagna* Sjáumst á næsta ári!
*myndavélin snýst að glugganum, þar sem er verið að telja niður til áramóta á torgi í London* *miðnæturrakettan springur* *dagsetningin er, 1. janúar 2006*
GLEÐILEGT ÁR! :'}