Fréttir þann 18. desember 2005, JÓLAFRÉTTIR. nei djók Jæja, þá er komið að því. Smá seinkunn var því að litlu jólunum var flýtt hjá mér.
Herra Efnilegur er kominn til að bjarga fréttum hans MadClaws. YAY. En allavegna, let’s get it ooooon :D

*Þorláksmessa með Baggalút blastar og sprengir heyrnatólin sem að fréttamaður er með, en hann setur lagið bara í botn í græjunum þannig að allir í stúdíóinu geta hlustað :D*

Þá verða sagðar fréttir, þetta var það helsta :

Innsent efni ???
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
4 sinnum fyrstur :O
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Lífið er tík
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Spam ?
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Vökukeppni … zzzZZZzzz …
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Kosningar í A-A
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Cho á leiðinni með grein :D
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
HoneyBunny er happí :)
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Hvít jól ?
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Lonely, he is so lonely …
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Raiden eitthvað að pirrast
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
MadClaw í banni
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Supernanny á skákmóti
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Jólaskapið komið :D
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
Spes uppákoma hjá Foxyme
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#
RVK, HERE I COME
#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#:#


Jæja eins og þið sjáið þá er þetta svolítið mikið, þannig að það er best að drífa sig :)

Innsent efni ?
Jæja. Þetta er ekki nógu gott. Það kom enginn grein, 19 myndir, ein Nærmynd; viðtal við sirju, ein saga sem var Föruneyti blauta fálkans =3= og könnuninn var svo hljóðandi:
Ertu Búin/n að mæta á Sorparasamkundu ???
Já : 25 %
Nei: 43 %
Ætla á næstu: 6 %
Hvaða sorparasamkundu ?: 26 %

fjórum sinnum fyrstur :O
Já hann Raiden var 4 sinnum fyrstur að svara könnun á innan við mínútu að hans sögn. Þau áhugamál voru Sorp, Kynlíf, Hljóðfæri og Brandarar. Sjálfur var fréttamaður fyrstur á nokkrum áhugamálum ˆˆ

Lífið er tík
Get nú ekki sagt að þetta séu nýjar fréttir en allt í einu sauð uppúr milli MadClaws og Foxyme sem leiddi af sér bann fyrir MadClaw. En hann MadClaw er góður inn við beinið og baðst fyrirgefningar og Foxyme fyrirgaf honum. En sætt ;D

Spam
Isak62 var að velta fyrir sér hvað spam þýddi því að hann var að fá fullt af drasl pósti. Ég væri að ljúga ef að ég hef ekki verið að velta þessu fyrir mér. Þetta þýðir einfaldlega drasl póstur og yfirleitt mikið af honum.

vökukeppni
MadClaw stakk uppá vökukeppni og tóku nokkrir vel í það. Fréttamanni finnst það alveg tilgangslaust því að það er bæði óhollt og ekki séns að vinna held ég. Jæja, það voru nokkrir reyndu. Reglurnar hljómuðu svo: Kommenta á korkinn sem þetta var á á 5 klst. Fresti fyrir kl 7. Jæja, þátttakendur voru MadClaw, Frikadella og isak62. Greyið dresi89 var aðeins of seinn.

Kosningar í A-A
Já þær voru ræstar í gær og ekki veit ég hvenær lokar fyrir kosningu. Endilega kjósið ;D

Cho og greininn hennar
Já hún Cho segir á korki einum að hún ætli að henda inn einni grein og vona ég að hún lendi ekki í hausnum á einhverjum. *lítur taugaveiklaður í kringum sig* verið á varðbergi. En hún vill endilega hugmyndir af grein.

HoneyBunney er happí
Yay, hún HoneyBunney okkar voða happí þessa dagana. Ástæðan er lítið barn sem að systir hennar var að fæða. Hún segist ekki kvíða þangað til að barnið eldist því að hún elskar að passa krakka, þæga sem óþæga :P

Hvít jól
Miklar vangaveltur eru í ljósi þess hvort verða hvít eða rauð jól. Sjálfur fréttamaður hvít jól, því að þá er meiri jólafílingur ˆˆ. Solabola var að segja á sínum alræmda korki að hún vonast eftir hvítum jólum og tóku margir vel í það.

*Jólastefið hættir en allt í einu byrjar Jóla, Jólasveinn með Baggalút*

Lonely, he is so lonely …
Jæja, Foringinn varð pínu oggu ponsu lítið einmanna og vildi fleiri skilaboð. Seinna þann dag sendi hann inn mynd þar sem hann var með 38 óskoðuð mail, ef ég taldi rétt. En ég ásamt fleirum voru skemmtileg við hann og sendum honum póst á korkinn hans :D

Raiden eitthvað pirraður
Raiden virðist eitthvað pirraður vegna þess að Corpsgrinder sé ekki bannaður. En ástæðan er sú að hann er nýkominn úr 2 vikna banni að sögn Mizzeeh, og á leiðinni í annað skilst mér.

MadClaw í banni
Eins og hér að ofan getur þá er okkar Ofurhugi MadClaw í banni. Ástæða þess er einfaldlega kjaftur, sem hann sýndi í garð foxyme, en þau rifust eins og villikettir en sættust á endanum. Spurning vofir yfir því hvort að foxyme taki líka út bann ?

Supernanny á skákmóti
Tinnakristin segir frá því að hún hafi hitt supernanny á skákmóti í Rvk. Þetta er merkilegt mjög og Tinna spyr sig af hverju hún supernanny hafi verið þarna.

Jólaskapið komið í hús
Jæja. Þá er komið að því. Loksins er jólaskapið komið hjá Dagný. Hún var víst að kaupa jólaföt og tré. Gaman af því. Hún er loksins búin að finna ljósið :D Til hamingju Dagný.

Foxyme í neyðarlegu atviki
Foxyme lenti heldur betur í krappanum þegar 8 ára frænka hennar fann falda smokka heima hjá henni. Hún byrjaði að spyrja alskyns spurninga, þar á meðal “má ég smakka”. Mömmu hennar fannst þetta ekki fyndið og horfði á hana foxyme dauðalúkki. Ekki mjög gaman af því en heldur betur gaman af þessari 8 ára frænku :D

RVK. HERE SHE COMES
Jæja, tíðindir fyrir Rivian. Nei segi svona :D. En allavegna þá er eðal sorparinn betayr komin í bæinn. YEAH. Gaman af því. Endilega reyna að hitta hana, ég veit að Danni reynir þa𠈈. Nei nei, létt djók hérna á ferð.

———————————

JÆJA, þá er komið að lokum fréttatímans í kvöld (eða ekki :S). Jæja, vona að þið höfðuð gaman af.

*labbar í burt í heeví jólaskapi og veifar á meðan Jóla, Jólasveinn feidar út í rólegheitunum…*