*myndavélin sem á að mynda fréttamanninn snýst í hringi því að sorpari að nafni Mizzeeh er of glaður þessa daganna og við eflaust vitum öll hvers vegna það er…það snjóar í settinu og á borðinu er hrúga af pökkum sem er til allra sorpara, en það má bara opna eftir kl 18 24. desember ;)* *fréttamaður aka. supernanny svífur niður í englabúning og stráir glimmeri yfir allt og Heims um Ból er spilað í tekknóútgáfu, mix frá Haukza* Velkomin í ábyggilega síðasta fréttatímann minn í frekar langan tíma, sem er meiraðsegja nr 20 =D.
><><><><
ALDREI fara í N á leikjanet.is
><><><><
Og takið mark á titlinum! Já, *laga blöðin og mynd af apríkósum koma í horninu* stysta grein sögunnar á huga eftir Nugnar sem heitir Bla. Og hér í fyrsta skipti í sögu TSNG get ég skrifað upp alla greinina fyrir þá sem nenna ekki að kíkja; *pot*. Merkilegt það o__O. Engar tilkynningar… tilkynningum hefur fækkað eftir að nýjir stjórnendur komu o.O sem þýðir færri aðalfréttir fyrir mig =O! Og engin saga *set höndina á ennið* heimurinn er að farast… en þá koma sterkir sorparar inn með flottu myndirnar sínar, alltaf gaman af þeim og svo 2 atburðir í einu! Víha! *myndin af apríkósunum í horninu breytast í ENDUR!* *allir tæknimennirnir líta á sökudólginn með drápsaugnarráði, og hann er aanita! Hún reynir að laga þetta í kvelli en það er liðið yfir Hellrider aka. moonchild*
*afsakið hlé kemur og gamlar myndir af skólaleikriti HerraFullkomins birtast á því mómenti sem hann klúðrar textanum sínum og mamma hans rifnar úr hlátri*
><><><><
SNJÓR!
><><><><
Madclaw og solabola komu í snjógöllunum sínum inn í höfuðstöðvar /sorp og öskruðu: ÞAÐ ER SNJÓR ÚTI! Allir í stríð!! =D. Samkvæmt tölum Madclaws var 63 – 2 fyrir TSNG sem var á móti TSNG Nærmynd. Vansi snéri grátandi heim… En það kom í fréttum Stöðvar 2 að það væru 20 % líkur á hvítum jólum í Reykjavík 40% á Akureyri… grrrr. En með smá heilaþvotti þá gætu þið séð snjó um allt land [þaðmunsnjóaumjólin]. Jah, það kom fram í rannsóknum hjá Bandarísku nördunum sem eyddu 11 árum af ævi sinni í að finna litarháttar genið í mönnum að heilþvottur virkar best í fréttatíma! [supernannyerbestafréttakonaíheimi].
><><><><
Sjibbí!
><><><><
Já, það hlaut að koma að því. Gamli Deep purple ultra mega green apple skjár vansa er ónýtur! Ekki sjens að það verði jarðaför því hann hataði hann því hann, já það er það skrítna, skjárinn var ekki flatskjár! HVAÐ ER ÞAÐ?? En með sínum ónýta skjá þá tókst honum að koma auga á vaktaplanið fyrir TSNG, síðasti dagurinn þar er á morgun. Mizzeeh, þú veist hvað þú átt að gera. *rétti honum top-secret leyniskjalið*. Svo var hann vansi að segja mér frá leynigesti í TSNG, eina vísbendingin er að gesturinn er ekki sorpari og ekki Unnur Birna, heldur bara venjulegur gæji á huga. *fæ mér smáköku af forvitni* Svo stakk hann uppá Fréttaannáli fyrir gamlársdag, frábær hugmynd! Og hann er í þvílíkum jólafíling..ahh. Þú komst með jólin til mín til mín TIL MÍN!
><><><><
Þjónusta í poka.
><><><><
Yup, tinnakristin fékk þá…undarlegu hugmynd að stofna Stalker-þjónustu, þ.e.a.s. ef þig sárvantar að vita hverjir allt frá BudIcer til Lalli2 eru. Þessi þjónusta er komin af villimannslegum hugmyndum vansa í að stalka fólk, Honeybunny hefur stórbrotna sögu að segja, sem hefur leitt af sér 2 greinar og 3 korka, (held ég, því ég skildi þá ekki XD). *mynd af pennaveski kemur allt í einu í hornið* …Og svo vann tinnakristin geisladiskinn Írafár í dag, en hún er þó ekki ánægð með hann og ætlar að skipta honum. (bíddeh, er Író ekki nógu góður fyrir þig eðah..?!).
******
Annað
******
°Kyril svaraði könnuninni fyrstur, jeij. *hendi glimmeri uppí loftið, frekar lítil sannfærandi gleði*
°Allir að gera jólahúfu á avatarana sína, hvort sem það eru teiknaðir hausar af ykkur eða Brad Pitt!
°Ég er hætt að skilja Miltisbrand x_X.
°Madclaw og eflaust fleiri sorparar eyddu öllum peningunum sínum í íslensk jólainnkaup. Foxyme og vinkona hennar (and mine) fóru á Laugarveg og skildu mig eftir..svo allt er eftir hjá mér.
°Supernanny borðar ekki gulrætur. (æjh, það voru of fáar “aðrar” fréttir..!)
******
Ííík, 7 dagar til jóla XD aka. vika!! Úh, og ég tók til í dag, how about you? Og..æji sjitt..nú ætlar tinnakristin að segja okkur frumsaminn brandara í boði Olís vegna þess að henni finnst hann vera góður *rúllar augunum* here you go:
*Tinna gengur inn með silly svip og býr sig undir að verða fyndin* Hæ! Okei, Þá sagði kennarinn: Siggi,látti blaðið ganga. Maggi: EN það hefur enga fætur! *búmmdiss með dósahlátri*
Ehehe já..*feik hlátur* En fréttatíminn er að enda! Og það ekkert eftir nema myndband, Nesi13 enn með nerd-sqat þáttinn sinn ^^ og vansi er að sanna fyrir honum að nano-inn sinn er ekki brothættur: http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=546 ..híhí góða nótt!