Nú verða sagðar fréttir. Logi Bergmann Eiðsson heiti ég og flyt fréttir fyrir NFS.
*Rétt í þessu kemur fréttamaður TSNG og drepur Loga með hníf og hendir líkinu til vansa sem byrjar að leika sér með líffærinn.*
*Fréttastef kvöldsins er Hoppípolla með Sigurrós og fréttamaður hleypur út og hoppar í nokkra polla og kemur aftur inn, rennvotur.*
Uu já, afsakið þetta, ehemm já, nú verða sagðar ALVÖRU frétir frá ALVÖRU fréttastofu TSNG *horfir á vansa leika sér með það sem eftir er Loga og hugsar “Það kennir þeim að abbast ekki uppá alvöru fréttaflutningafólk”* en já, í fréttum er þetta helst :
Innsent efni
—————————-
Veikur í vinnu ?
—————————-
Pælingar hjá foxyme
—————————-
HoneyBunny neitar að senda inn mynd
—————————-
Devotion hættur
—————————-
Kyra og tölvan hennar
—————————-
Kyril spyr sig og aðra …
—————————-
Kokusneid að hætta aftur ?
—————————-
Meira um debrúar
—————————-
Annað
—————————-
Innsent efni
Jæja, það komu inn 1 grein, 5 myndir, enginn saga og 9 korkar/þræðir.
Finnst fréttamanni þónokkuð byrjað að lifna uppá greinaþurrkinn, enda komu inn hvorki meira né minna 4 greinar. Hip hip hurrey.
Veikur í vinnu?
Ojæja. Það var hjartaknúsarinn hann Benni (meaniac)sem var veikur í vinnunni í dag og gær. Hann fór nú samt í vinnu. Ástæðan fyrir því var sú að honum langaði í “pjening” eins og hann orðaði það. Hiti og mikið kvef er það sem hefur verið að hrjá Benna (meaniac) og því hefur hann verið sendur heim af yfirmanni sínum. Nánar hér: http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2750109
Pælingar hjá foxyme
Hún foxyme hefur verið að pæla hvort hún á að breyta nafni sínum í skugga síðastliðna atburða. Hún hefur nýlega fengið uppí sig tryllitæki sem kallast spangir. Henni langar að breyta því í braceface, (híhí eins og þættirnir) en hörfaðist frá því að sorparar tóku ekki vel undir nafnbreytinguna. Nánar hér: http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2750577
HoneyBunny neitar að senda mynd
Shocking, right ? Allavegna, hún neitar að gera það því hún þykist myndast illa. Lygar segir fréttamaður sem hefur séð myndir af henni. Hún ætlar þó að mæta á samkundu næstkomandi laugardag en vill ekki senda inn mynd fyrir þá sem fara ekki á samkomuna. “þið verðið þá bar aað setja plastpoka yfir höfuðið á mér ef þið getið ekki horft á hryllingsmyndir!!” sagði hún í viðtali við TSNG.
http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2751536
Devotion hættur :O
Miklar vangaveltur hafa orðið vegna þess að Devotion er hættur sem admin á sorpinu. Nýir arftakar hans hafa verið nefndir eins og Benni (meaniac), Atli (vansi) og Hugi (HerraFullkominn). Sjálfur hefur fréttamaður tekið ákvörðun um hver að hann vill hafa sem admin en það verður ekki sagt hér.
Kyra í vandræðum
Jæja, þá er sorgardagur í dag (30 nóv). Kyra kemst ekki inná sorpið í þónokkurn tíma að hennar sögn, en hún mun reyna að komast inná sorpið eins oft og hún getur. Ójá orsök sorpleysis hjá henni er að tölvan bræddi úr sér eða eitthvað álíka.
Kyril spyr sig og aðra
Kyril er að velta fyrir sér hvað sorpara langar í í jólagjöf. Fréttamanni langar í fartölvu eða eitthvað, en margir sorparar hafa sagt hvað þeim langar í. Endilega skoðið og svarið hér: http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2752055
kokusneid farinn AFTUR ?
*furðar sig á fyrirsögninni og les aftur*. Hurðu, þetta er rétt. Um daginn gerði kokusneid tilraun til að yfirgefa sorpið en mistókst mjög í þeim efnum. Nú ætlar hann að gera aðra tilraun á því að hætta og heldur fréttamaður og margir aðrir að hann komi skrýðandi til baka. Fylgist nánar með hér: http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2752366
Debrúar umræður halda áfram
Jæja, nú er það umræða sorpsins. Debrúar umræðan er búin að tröllríða sorpinu síðustu daga enda furðuleg ákvörðun að setja inn 13 mánuðinn. En mynd sem að Leifur (mizzeeh) ætti að draga efasemdir um þessi mál til baka *horfir illilega á Þórhildi (frikadella) og Dagnýi (dagny22)*. Þetta er mjög góð skýring á málinu. Myndina má nálgast hér: http://hugi.is/sorp/images.php?page=view&contentId=2752572
Samkoma vííí
Samkoman á laugardaginn er í sviðsljósinu þessa dagana. Endilega mætið í ykkar fínasta pússi. Nei segi svona, mætið bara í venjulegum fötum EN það er skylda að mæta með góða skapið með sér, og pening. Étið verður á Stjörnutorgi í Kringlunni og svo er ferðinni haldið niður í Hlíðar og í Perluna og stuff. Farið í Atburðir og klikkið á “Ég ætla” ef þið ætlið ;D.
Annað
°vansi fékk sér klippingu og sér hálfgerlega á eftir því.
°Og það var hjartaknúsarinn Benni (meaniac) sem var númer 150 að gera “ég ætla”. Til hamingju með það Benni.
°vansi er að gera ítarlega um fjöllun um “sorpies” eins og hann kallar það. Endilega látið hann gera umfjöllun um ÞIG kæri lesandi, hér: www.blog.central.is/vansalingur
°Fréttatími kveldsins er tvískiptur, annarsvegar viðtal við fowyme sem að Pikknikk tók, og hinsvegar fréttir hérna að ofan.
Jæja….þá er ekki meira að þessu sinni. Þetta er minn fyrsti fréttatími og ég vona að þetta fellur vel í kramið hjá ykkur. I’m out folks.
*Fréttamaður labbar út á meðan frérttastefið hljómar lágt, en dettur á leiðinni út, stendur upp og leggur aftur á stað skömmustulegur á svip*