*supernanny situr í fréttamannsstólnum, og býr sig undir fréttaflutning* Góðan dag, fréttastef dagsins er… *supernanny kemst ekki lengra, því mamma hennar og pabbi taka hana með valdi frá fréttamannastólnum, henda henni út í bíl og keyra á hana á tónleika* *supernanny hlýðir, seinast þegar hún óhlýðnaðist þeim læstu þau hana í kjallaranum*
Hver bjargar fréttum kvöldsins, nú þegar fréttamanni hefur með hreinni illsku verið rænt úr stúdíóinu, og allir varafréttaritarar eru of latir til að gera fréttir? Þá er ekkert sem getur bjargað, nema… OFURvansi!

*OFURvansi, a.k.a. vansi, hleypur á harðaspretti inn í stúdíóið, sest í stólinn, móður og másandi* VÁ! Hver í fjandanum skipulagði þetta hús? Stúdíó Nærmyndar er hálfan kílómetra í burtu frá aðalstúdíóinu! En sú endemis vitleysa! En, ég býst við að fyrst ég er kominn hingað, þá get ég nú allt eins sagt fréttir… Fréttastefið í kvöld er Nærmyndarstefið, mér finnst óþægilegt að vinna undir öðru stefi :/

Innsendingar!
0 greinar…
4 myndir: Lol^^ (0902), Önnur kaka ;) (frikadella), Lýðræði í mæn skúl (Corpsgrinder), Skilaboðaskjóðan. (tiger13).
0 sögur
2 fréttatímar: Fréttir frá The Sorp News Group ÞRIÐJUDAGINN 22. NÓVEMBER sem einhver átti að taka! (tiger13), Fréttir frá fréttastofu TSNG miðvikudaginn 23. nóvember 2005 (vansi)
1 tilkynning: Kannanastífla (Mizzeeh)
Óteljandi þræðir
Könnun daxins: Hvaða saga var besta sagan í sögukeppninni?. Sorparar hafa ekkert skynbragð á góðar sögur…

Jón og ljón eru hjón, og keyptu sér saman títuprjón!
Ef maður tekur orðið Jón, og bætir L fyrir framan, þá fær maður út Ljón! :0
Þessar upplýsingar eru sláandi, og of sjokkerandi fyrir hina ófullkomnu, sem ekki eru sorparar.
:-*

Framtíð The Sorp NewsGroup óráðin…
Ef fréttamenn fréttastofu TSNG hafa of marga litninga til að geta gert fréttir sínar á þeim kvöldum sem vaktaplanið segir til um, er ekki gott að segja hvort þessi kubbur eigi sér framtíð…
Koma svo, það þarf að kalla til utanaðkomandi aðila með enga fréttareynslu til að sklrifa fréttir, en það er ekki góð þróun…
KOMA SVO!

Sorpari sér Sveppa og Audda í eigin persónu!
Hann Corpsgrinder sá sjónvarpsstjörnurnar úr Strákunum, Audda og Sveppa í dag.
Þetta er stór viðburður, því að erfitt er að sjá þessar stórstjörnur í eigin persónu.
Allir að óska Corpsgrinder til hamingju með þetta *snerti Corpsgrinder*

David Hasselhoff klúbburinn að hætta?
Hann Raiden kom með þær ógnvænlegu fréttir að David Hasselhoff klúbbur hans sé að leggja upp laupana.
Blessuð sé minning hans :'{

tiger13 pælir
http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2725332
Já, Mizzeeh vill að það sé hægt að eyða texta í þráðum án þess að eyða þræðinum sjálfum.
vansi lenti enn og aftur í þráður/korkur rifrildi. Sættið ykkur við það, vansi hefur rétt fyrir sér!

STÓRAFMÆLI!!!
Já, merkiskonan sem fæddi manninn sem gat af sér heila tvo sorpara á afmæli í dag, daman er áttræð!
Auðvitað erum við að tala ömmu Leifs og Tinnu, betur þekkt sem amma Mizzeeh og tinnukristinar. Einnig er hún fjarskyld frænka HerraFullkomins, a.k.a. Huga.
Í afmælisgjöf frá vansa fékk hún tölvu með /sorp sem upphafssíðu, og notanda á huga, megi hún koma sterk inn á sorpið!

KANNANASTÍFLA!
Hættið að senda inn kannanor, þær verða ekki samþykktar!
Kannanastífla er byrjuð á sorpinu, þær sem komnar eru duga fram yfir áramót!
Slakið á sorparar í könnunum, sendið frekar inn greinar, eða myndir, helst greinar.

Klippan í enda fréttatímans er í dag bein útsending frá þtónleikum supernanny, enjoy.

Með kveðja,
vansi :}