Bremsuhljóð úr bíl heyrist… ííííí.. áhorfendur taka um eyrun.. fréttamaður hleypur inn með svitalyktareyði… úpps.. smá mistök… æji skiptir ekki máli..
*fréttastef kvöldsins…. ehemm….. dagsins! er Ef ég væri Jésú með einhverri rapphljómsveit sem ég man ekki hvað heitir en tinnakristin fílar*
Innsent efni
————————————————————————–
Fréttaleysi
————————————————————————–
kokusneid dæmd úr sögukeppninni! Oooó…
————————————————————————–
Sögukeppni
————————————————————————–
Stigavændi áberandi.
————————————————————————–
foxyme is back!
————————————————————————–
dagny22 vill vita hvernig það er að vera ein á Sorpinu
*fréttastef hættir og fréttamaður byrjar að lesa upp fréttir*
Innsent efni
Innsent efni í dag… *hósti* gær!! Segir fréttamaður með mikilli áherslu á gær. voru Hustlerinn [sögukeppni] eftir Zweistein og The voices inn my head (eða eitthvað svoleiðis) eftir HoneyBunny. Sorry Zweistein.. of seint!
Fréttaleysi!
Fréttamanni finnst vanta fréttir og þegar þær koma eru þær á vitlausum tíma, jafnvel degi. Fréttmaður skimar um salinn og leitar Pikknikk og MadClaw. T.d. eru dagny22 og HerraFullkominn búin að taka fréttir. Ekkert persónulegt Dagný og Hugi.
ÉG VIL MÍNAR FRÉTTIR!! Á RÉTTUM TÍMA!! *Fréttamaður er búinn að rífa bindið og jakkan af sér…* afsakið.. þetta átti ekki að gerast. Ég er búinn.
kokusneid dæmd úr sögukeppni! Oooó..
Ekki gott, ekki gott kokusneid. Það má ekki fá vini sína til að kjósa sig! *hóstakast* Ég gerði það ekki… segir fréttamaður og roðnar… Nei allt í plati! Ég var bara að grínast, ég myndi aldrei gera svoleiðis. En ekki gott kokusneid.
Sögukeppni
Eins og staðan var þegar ég sendi þetta inn þá var Dagbók Elsu eftir Sednu í fyrsta sæti og Morðið eftir tinnukristinu í öðru sæti. Svo koma sögurnar hans Mizzeeh og MadClaws. (M&M… þvílík tilviljun) Fréttamaður tárast… ég var í fyrsta sæti.. ohhh ekki aftur.. segir hann þegar hann áttar sig á því hvað gerðist… ég klikka alltaf örlítið.
Stigavændi áberandi
Fréttamaður hefur tekið eftir því að dálítið af stigahórum hefur komið inn á Sorpið og greinilega haldið að Sorpið væri staður til að skrifa um samlokur og ost… fréttamaður nefnir engin nöfn nema Corpsgrinder og Rocha… einnig vill hann benda þeim á áhugamálið matargerð..
foxyme is back! Yahoo…
Klukkan 09:34:16 í dag.. gær! tilkynnti foxyme að hún væri aftur komin að tölvuskjánum til að skrifa inn á Sorpið.. og önnur áhugamál. Það gleður okkur öll að þessi Snoopy-nærfatadýrkandi er kominn aftur. Velkominn aftur foxyme!
dagny22 vill vita hvernig það er að vera ein á Sorpinu.
dagny22 sagði öllum að drífa sig útaf svo hún gæti verið ein inn á Sorpinu. En það er frekar erfitt því Mizzeeh er eiginlega öllum stundum inn á, svo hann fór bara inn á Litbolti að skemmta sér svo dagny22 gæti verið ein inn á. Fréttmaður var einu sinni einn inn á Sorpinu…. kl. Hálfníu á laugardegi! Það var mjög gaman…
svona að gamni þá ætla ég að segja ykkur brandara sem vinur minn nesi13 sagði mér en svo er ég farinn því ég á stefnumót við skák og bridge áhugamálið:
Afhverju eru ljóskur oft með marbletti í kringum naflann?
Af því ljóshærðir strákar líka heimskir!
Fréttum er lokið. Fréttamaður þakkar fyrir sig.