Jæja…þetta er lokakaflinn í þessum sögum.

Foringinn og vansi voru að berjast á fullu þegar HerraFullkominn kemur að þeim.
“Hæ master” segir hann við vansa
“Ég hef ekki tíma í þig” segir vansi um leið og hann notar drápsbölvunina á hann.
Hann var látinn. HerraFullkominn var allur. Foringinn varð reiður því að hann vildi drepa hann.
“Djö…. ég ætlaði að drepa hann!!!” sagði Foringinn reiður um leið og hann notaði
einvígbölvunina Expeliarmus.
“AVADA KEDAVRA” öskraði vansi í loftinu og grænt leiftur skaust í áttina að Foringjanum.

Á meðan var iver bara eitthvað að ráfa um þegar hann heyrir eitthvað skvaldur inní skógi.
Hann gengur inní skóginn og fylgir hljóðinu.
Eftir þó nokkurn spöl af labbi þá sér hann HerraFullkominn, dáinn.
“Oó. Þetta veitir ekki á gott” hugsaði iver með sér.
“Hver skyldi hafa drepið hann ?” hugsaði hann með hjartað í buxunum.
Allt í einu sér hann eitthvað grænt ljós. Hann hleypur á staðinn og fer svo bakvið tré.
Hann sér Foringjann eitthvað að velta sér um í jörðinni.
“Hvað gerði þessi maður við hann ?” hugsaði iver áhyggjufullur.
“HEY ÞÚ. HVAÐ VARSTU AÐ GERA VIÐ FORINGJAN ?
“Ohh. Ég nenni ekki að drepa þig. Æjji geri það samt. Avada kedavra!” sagði vansi um leið og grænt leiftur skaust útúr sprotanum.
Iver áttar sig fljótt og nær að víkja sér undan. “Ætlaru að drepa mig brjálæðingurinn þinn ?”
“Ójá, það ætlaði ég að gera. Sem og vin þinn hérna. En ég er bara búinn að rota hann lítið.
Hann kemur til á eftir en þá á hann eftir að finna þig dauðan hér á eftir. En eitt í viðbót, veistu hver ég er ?” spurði vansi brosmildur.
“uuu…..nei?” sagði iver óöruggur.
“Ég er vansi” sagði hann óhugnalega.
Hjartað á iver stoppaði í smá stund. Hann varð skíthræddur en á meðan vissi hann ekki hvað hann átti að gera. Hvort hann átti að gera ekkert eða reyna að hjálpa Foringjanum.
Hann dró upp sprotann og sagði hátt: “Expeliamrus!”
Vansi skaust aftur fyrir sig og missti sprotann sinn. Iver náði honum og króaði vansa af.
“Gefstu upp?” spyr iver stoltur.
“Haha, heldur þú að þú náið að stöðva mig ?” sagði vansi hæðnislega.
“Bíddu, er ég ekki yfir þér með sprotann þinn og minn og er að halda þér niðri? Svo jú, ég er að fara að stöðva þig” segir iver.
*Foringinn rankar við sér*
“uuu hvað er að gerast?” muldrar hann lágt.
“O maður ég man varla neitt hvað gerðist. Ég var að berjast við vansa og svo kom iver og……IVER” hugsaði hann með sér með skelfingu.
“Ég verð að finna þá strax ef að vansi er ekki búinn að gera eitthvað við hann”.

*Á meðan hjá iver og vansa*

“Ég mun sigra þig” segir vansi. Hann er greinilega með einhverja áætlun.
“Það heldur þú. Ég ætla að láta þig vera hér eins lengi og ég þarf. Alveg þangað til að Foringinn kemur aftur” segir iver.
“Hehe, þá ertu bara að bíða eftir engu væni minn” segir vansi og horfir inní skóginn.
“Ha? Hví segir þú það ?” spyr iver.
“Því ég er búinn að drepa hann” segir vansi.
“Það getur ekki verið. Hann var bara rotaður” segir iver og er ekki mikið að taka mark á vansa.
“Jú, þetta er eiturbölvun. Ef hann er ekki vakinn þá deyr hann eftir vissan tíma. Þannig get ég verið sniðugur. Brilliant, eh?” segir vansi eins og hann sé bestur.
“Nei, ég meina, það getur ekki verið….. það er ómögulegt…….” segir iver alveg niðurbrotinn.
“Jæja, ætlar þú ekki bara að gefast upp?”
“ Jú, ætli það ekki” segir iver heldur daufur í dálkinn.
*er að rétta honum sprotann*
“NEEEEIIIIII” segir kunnuleg rödd.
Það kemur grænt leiftur og beint í vansa sem skýst aftur fyrir sig.
“Foringi, þú ert kominn aftur, ég meina….ekki aftur ég meina, vansi sagði að þú værir dáinn” segir iver glaður.
“Já, hann beitir lymskubrögðum. Passaðu þig!!!”
*Grænt leiftur skýst í átt að iver en Foringinn hoppar fyrir*
“NEI, ekki aftur….rotaður aftur ?” segir iver í fýlu.
“HAHAHAHAHAHA, þarna ertu heimskunnar fórnarlamb. Hann er ekki rotaður, hann er dáinn” segir vansi með evil rödd.
“Nei….það getur ekki verið……nei” segir iver dapur.
Ójú, það er hann sko, Avada kedavra virkar alltaf, nema kannski fyrir 12 árum. Það var öðruvísi. Þá var hann með einhverja vörn eða eitthvað. Núna er hann alveg dauður, fyrir fullt og allt HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA” segir vansi ánægður með sjálfan sig.
“AAAAAAAAAVADA KEDAVRA” öskrar iver af öllum krafti.
Leiftrið fer beint í maga vansa og hann dettur niður, hreyfingalaus.
Um leið dettur iver niður úr þreytu. Allt varð svart.

Þegar hann vaknaði var hann á sjúkraálmuni.
“Hvað gerðist” sagði hann við sjálfan sig, upphátt.
“Þú sigraðir vansa” sagði kunnuleg rödd.
“Mizzeeh! Hví ert þú hér?” spyr iver.
“Ég kom til að þakka þér fyrir að bjarga okkur öllum frá vansa. Og hins vegar til að segja þér sorgarfrétt. Manst þú eitthvað eftir bardaganum við vansa ?” segir Mizzeeh.
“Nei…þetta er allt hálfgerð móða sko. Ég man að ég notaði dráps…úps!” segir iver óvart.
“Það er allt í lagi. Þú sigraðir vansa og það er allt sem telur” segir Mizzeeh blíðlega.
“ó okei. Ég man að Foringinn bjargaði mér og síðan man ég ekki meir þangað til að ég drap vansa” segir iver.
“Jæja þá skal ég segja þér sorgarfréttina. Foringinn er …. dáinn” segir Mizzeeh dapur.
Iver stífnaði allur upp. “ertu ekki í gríninu eða?” spyr iver.
“Nei, því miður. Hann stökk til að bjarga þér, fór fyrir drápsbölvunina. Það er ekkert sem við getum gert núna” segir Mizzeeh.
“Er ekki til nein mótbölvun eða svoleiðis ?” spyr iver.
“Nei. Það er ekki til. Það er ekki hægt að lifa af drápsbölvunina” segir Mizzeeh.
“Hann hefur gert það áður og ég held að hann geti það aftur” segir iver og hleypur í burt.
“Hvar er hann?” spyr iver.
“Ég held að útförin sé á eftir. Kyra er kominn alla leið frá galdraeftirlitinu og hún mun stjórna athöfninni” segir Mizzeeh.

Iver hleypur inní matsal þar sem fólk var grátandi og snýtandi sér í klúta. Þetta var jarðarförin hans. Foringinn var dáinn eftir allt. Iver brast í grát þegar hann sá Foringjann dáinn í kistunni. Betayr kom til hans og knúsaði hann með tárin í augunum.
“Verður hann draugur hér í SorpWarts?” spyr iver.
“Ég veit það ekki. Þú verður að tala við Mizzeeh” segir betayr.
Í því mómenti flaug upp kunnulegur drengur.
“Betayr, iver. Ég er hér” sagði kunnuleg rödd.
Foringi, þú ert hér. En hvernig ?” spyrja betayr og iver glöð.
“Mizzeeh gerði mig að heiðursdraug Sorpindorr. Þannig að ég verð hér á hverju ári” segir Foringinn.
“YAYNESS” segja betayr og iver bæði í einu.

Þau labba saman og stjani028 labbaði með þeim. Þau töluðu saman um daginn og veginn þangað til að lestin kom.
“Jæja, þá er komið að kveðjustund” segir Foringinn.
“Já, því miður þurfum við að fara” segir iver daufur í dálkinn.
“Svona er lífið. Bæ iver, bæ betayr. Ég hlakka til næsta skólaárs. Bæ” segir Foringinn
“Bæææææ. Okkur hlakkar til að hitta þig aftur” segja þau bæði í einu.
Lestin fer af stað og stjani028 og Foringinn fara og fá sér að éta, en ekki veit ég hvernig Foringinn fer að því.

The End…..