MadClaw, flest kannist við hann sem MadClaw, hér eftir mun ég kalla hann Guðjón því ég nenni ekki alltaf að ýta á shift þegar ég skrifa “Claw”. Hann kemur ykkur fyrir sjónir sem ofurvenjulegur sorpari, kannski dulítið ofvirkur á korkum og þannig eitt sinn en það er bara af hinu góða. Þið haldið kannski að hann sé það sem svartsauður almúginn kallar “venjulegur”. Þar skjátlast ykkur hrapallega, hann er Venjulegur með stórum staf, og ef það væri hægt að bæta greini við orðið venjulegur myndi ég gera það.

Hins vegar hef ég komist að ýmsu terrifying við hann, einhverju sem ég þarf að láta ykkur vita af. Einhverju ólýsanlega hræðilegu. Einhverju sem mun fá ykkur til að skjálfa á tánum.

Í fyrsta lagi heitir amma hans Kristín. Það er rétt, Kristín. Ekki nóg með það heldur er hún stundum kölluð Duddí. Ég segi ekki meir. Einnig át hann kex í gær, en það er merki þess að hann er stórgeðveikur strákurinn. Hugsið um það. Kex. Gær. Meikar þetta sens? Alls ekki.

Hann játar á sig ýmsa stórfurðulega hluti, eins og að hafa séð fljúgandi bíla oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, oftar en þrisvar, oftar en fjórum sinnum, oftar en fimm sinnum, oftar en sex sinnum, oftar en sjö sinnum, oftar en átta sinnum, oftar en níu sinnum, oftar en tíu sinnum, fjörtíu sinnum! Já, fjörtiú sinnum hefur hann séð fljúgandi bíl. Einnig virðist hann eiga bíla, og þá marga, alveg heila 20! Ég hneykslast á þessu, hneykslast! Eins og hvert mannsbarn sér þá leiðir bíleign af sér þungun, þungun leiðir af sér börn, börn leiða af sér hjónabönd og hjónabönd leiða af sér geðsýki og heimsyfirráðavaldasýki. Enda frétti ég, með því að “stalka” hann aðeins, að hann ætlaði sér að byggja geimflaug, það stóra og það dýra að 5 rík lönd þyrftu að leggjast á eitt til að geta byggt, síðan byggja margar OfurBorgir, lækna síðan alla sjúkdóma heimsins og að lokum komast að kjarna jarðar. Eins og þið sjáið þá væri það hreinasta heimska að leyfa slíku að gerast, börn gætu hlegið!

Sér til málsbóta getur hann þó sagt að hann telur /sorp vera fyrir gáfað fólk.

Hann á 20 rýtinga. Hann hefur drepið fleiri en eina manneskju, hann er morðóður dansari og söngvari. Oft hefur sést til hans að dansa inná klúbbum, stingandi mann og annan með rýtingunum sínum. Til gamans má geta að hann er eftirlýstur í 13 löndum fyrir morðið á foxyme, og að hafa plantað systur sinni í hennar stað. Enginn Íslendingur hefur fattað það hingað til, en hér kemur sannleikurinn í ljós!

Svartur er uppáhaldsliturinn hans, sem leiðir til þess að hann hatar heiminn, sem leiðir til þess að hann stendur á bakvið þig með hnífinn. Sérðu? Því miður á enginn eftir að lesa lengra en þetta, þar sem þið voruð öll drepin. En ég held samt áfram, ef svo undarlega vildi til að einhver óeðlilega heppinn hafi sloppið. Hann hefur séð rós spretta, hann hefur steinum kastað, hann er band og hann er á varðbergi. Setjum þetta allt saman í eitt: Hann batt sig utan um steina, kastaði sér í sprettandi rós og er á varðbergi ganvart því að nokkur fatti þetta. Honum er augljóslega algerlega sama um náttúruna.

Hann kann að galdra, hefur oft galdrað, hleypur um með skæri, heldur að klukkan sé sein, er furðulegur fýr og hefur talað við hrafna. Sjáiði hann ekki fyrir ykkur, galdrandi með skærum hlaupandi um, muldrandi um hvað klukkan sé sein, og hrafn situr við hlið hans hlustandi á? A creepy image indeed …

Hann fær skítakaup.

Hann ferðast um á kengúru, glettist við hitt kynið, er dauðinn, hefur ekki brosað líkt og býfluga og elskar augu undirritaðs. Sjáið þið hann ekki fyrir ykkur, sitjandi á bakinu á hoppandi kengúru, reynandi við allar stelpur sem hann mætir, með ljá í hendi líkt og dauðinn starandi á mynd af augunum á mér?

Hann er einfaldlega með Guðjónsbrjálæði, ferðast um heim allan til þess að geta lokað supernanny á hæli fyrir rannsóknir hennar á býflugum og brosvenjum þeirra. Ég ráðlegg þér að dansa við hann ef hann biður, faðma systur hans, gefa honum tíkall og einnig fæf ef þú vilt lifa það að hitta hann af.

Hann mun myrða þig.

En eitt má hann eiga, hann segir orðrétt: “Allir voru að rífa búta úr dagblöðum(í skólanum 7. bekk) og segja svona ”Þetta ert þú í framtíðinni, þetta ert þú“ og svona, síðan þá tók ég eitt svona fór með til besta vinar eins gaurs og sagði að þetta væri sá gaur í framtíðinn, hann sprakk úr hlátri og sagði mér að sýna honum þetta, allir voru horfandi á mig og ég fór svona að honum og sýndi honum og sagði að þetta væri hann í framtíðinni og hló, og hann sagði ”Gaur, þetta er pabbi minn“ ég trúði honum fyrst ekki og lét sem hann væri að djóka - sem hann var ekki og allir hlógu að mér… ég gat ekki horft framan í hann í marga daga eftir þetta…” og skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna það.




P.S. Ég er að reyna að rannsaka sorpara, hann var fyrsta viðfangsefnið. Kannski ekkert nema bull en það mátti reyna? Og já, ég er ekki að reyna að stela neinu frá vansa, það sést langar leiðir að þetta er allt öðruvísi ;)