Mizzeeh stolið – Hotel Sorp – Partur IV
MadClaw keyrði Devotion að Hotel Sorp á Jagúarnum.
Devotion gekk inn og tók lyftuna á 4 hæð og þegar hann var kominn upp þá leitaði hann að svítu númer 407.
Fljótlega þá fann Devotion herbergið.
Hann bankaði þrisvar sinnum á hurðina.
Rödd sagði:”Gakk inn.”
Þetta var sama röddinn og hafði talað við hann í símann fyrr um daginn.
Devotion gekk inn án þess að hugsa sig um.
Allidude bauð Devotion sæti.
Devotion settist.
Allidude:”Geturðu reddað mér tveimur Austin Mini Cooper 2001 árgerð?”
Devotion ég bara veit það ekki en ég get komist að því með einu símtali.”
Allidude:”Hringdu, ef þú reddar mér ekki bílunum þá færðu engar upplýsingar né þjónustu!”
Devotion sló inn númerið hjá Pottlok.
Pottlok:”Nei sæll Devotion. Eitthvað nýtt um Mizzeeh?”
Devotion:”Nei ekki enn, en ef þú gætir reddað mér tveimur Austin Mini Cooper 2001 árgerð þá fáum við bæði upplýsingar um geimverurnar og hjálp við að ná honum til baka.”
Pottlok:”2001 árgerð? Strákarnir á Bílar eiga tvo Austin Mini Cooper Monte Carlo Edition 2001 árgerð og það getur náttúrulega verið að þeir eigi fleiri Mini-a.”
Devotion:”Okey, takk. Vertu sæll.”
Pottlok:”Heyrumst.”
Allidude sagði:”Og?” um leið og Devotion skellti á.
Devotion:”Strákarnir á Bílar eiga allavega tvo Austin Mini Cooper Monte Carlo Edition.”
Allidude:”Það er nógu gott.”
Devotion:”Og upplýsingarnar eru?”
Allidude:”Já upplýsingarnar og þjónustan. Hlustaðu mjög vel þar sem ég segi upplýsingarnar bara einu sinni.
Geimverurnar eru eru frá plánetu sem heitir Endurskoða. Geimverurnar eru Endurskoðendur. Geimverurnar tala mál sem heitir Yfirlit. Það er vitað um tvo Sorpara sem tala Yfirlit, en það eru ég og Foringinn.
Ég er búinn að tala við Foringjann um að hjálpa ykkur að tala við Endurskoðendurna, geimverurnar, gegn því að við fáum sitthvorn Mini-inn.
Devotion:”Má ég sofa á þessu?”
Allidude:”Já, en þú verður að vera búinn að láta mig vita fyrir miðnætti á morgun[3. nóvember] annars förum við báðir, ég og Foringinn.
Ég tala við þig seinna.”
*Allidude gegnur út en rétt áður en hann lokar hurðinni þá segir hann::”Viltu skila lyklinum að svítunni fyrir mig? Hann er í skúffunni á náttborðinu hægra megin við rúmið.
Þú þarft ekki að borga ég borgaði svítuna fyrirfram.”*
Devotion leitaði að lyklinum og fann hann nákvæmlega þar sem Allidude sagði að hann væri .
Devotion tók lyftuna niður á jarðhæð, skilaði lyklinum og hringdi í MadClaw og bað hann um að koma að sækja sig.