*Kynnirinn* Og í kvöld, hinn nýji fréttaritari TSNG, nýkominn frá NFS, Logi Bergmann Eiðsson!

*Logi gengur inn og segir takk fyrir*
Leifur og Hugi skiptu mér fyrir sky og MadClaw.. svo hér er ég! *Logi grípur um hausinn og rífur hann af svo að allt í einu sést andlitið mitt í staðinn fyrir hans*

Plataði ykkur! sorry sky og Gúddi…

*fréttastef kvöldsins er Stairway to Heaven með Led Zeppelin*

2 greinar, 6 myndir og ein saga.
———————————–
Sögukeppnin verður vinsælari og vinsælari!
———————————–
Könnunin.
———————————–
Sorpland fær Landbúnaðarráðherra.
———————————–
Keppnin hans vansa.
———————————–
Á dagny22 að breyta nafninu sínu?….. or not?
———————————–
Gaddur kemur með pælingu.


*fréttamaður missir sig í fréttastefinu og fer að syngja með. Allt í einu áttar hann sig á hvað hefur gerst.*

*ræskir sig.* Afsakið þetta átti ekki að gerast.

*fréttastef endar*

2 greinar, 6 myndir og ein saga.

Jæja, sorparar mínir. Hvað er í gangi? 2 greinar, 6 myndir og ein saga? Þetta er ekki nógu gott. Allaveganna, greinarnar 2 voru í sögukeppnina, önnur var Heimyfirráð ruslafata [sögukeppni] eftir supermann og hin var Dagbók Elsu [sögukeppni] eftir Sednu. Ekkert persónulegt supermann en mér finnst sagan hennar Sednu betri. :S Sagan var eftir kokusneid og var um hvarfið á lobsterman kafli 3.


Sögukeppnin verður vinsælari og vinsælari!

Eins og er eru komnar 8 sögur í sögukeppnina. Þær eru eftir, kokusneid, miltisbrand, vansa, tiger13, *fréttamaður stoppar til að anda* tinnukristinu, allidude, Sednu og supermann. Fréttamanni finnst sögurnar mjög góðar og efni í rithöfunda séu á sorpinu.

Könnunin.

Könnun dagsins var um hvernig tónlist sorparar myndu hlusta á. Flestir sögðu Metall en næstflestir Rokk. Fréttamanni finnst að þessi könnun hefði einnig mátt koma inn á tónlist.

Sorpland fær Landbúnaðarráðherra!

Þau undur og stórmerki gerðust í dag að fréttaritari fékk leifi moonchild (eiganda Sorplands) til að vera Landbúnaðarráðherra. Vonar ráðherran að við eignumst mikið af kúm og kindum!

Keppnin hans vansa.

Hann vansi okkar hefur efnt til keppni um það hver geti fundið út hvar hann eigi heima. Verðlaunin eru… get ég fengið trommur… *trommusóló byrjar*…. að vera stalker vansa… hvað sem það nú er :S… en allaveganna… sá sem vinnur til hamengju!

Á dagny22 að breyta nafninu sínu?…. or not?

dagny22 pældi í því í dag hvort hún ætti að breyta nafninu sínu inn á huga.. or not?
Gallinn er bara að hún veit ekki í hvað hún á að breyta því. Ég styng upp á Ristavélin!
Veit ekkert af hverju, bara datt það í hug.

Gaddur kemur með pælingu

Hann Gaddur er að pæla í að ef maður er að höztla stelpu og hún á sama afmælisdag og maður sjálfur hvort það sé gott eða vont. Ég held að það sé gott því þá er hægt að halda afmæli saman og þá þarf ekki að taka jafnoft til!

*Gemsi fréttamanns hringir…. Halló…. já mamma…. ég er að klára fréttirnar…… já.. ég lofa að fara að sofa þegar ég er búinn…. ok… bæbb….*

Þetta voru fréttir frá TSNG laugardaginn 5. nóvember ´05!

Góða nótt!