Jæja. Síðast er við hittum Foringjann var hann rotaður af dularfullri veru í runnanum fyrir utan heima hjá honum. Veran dró hann inní lyftu sem var byggð inní runnann. Nú skulum við sjá hvaða vera þetta er….


*Foringinn vaknar með gífurlegan hausverk.* ”aaaahhh, djöfull er mér illt í hausnum” segir Foringinn. Hann horfir í kringum sig og sér engan. “hvar er ég eiginlega?” hugsar hann með sér. Þá birtist stórt kvikindi í hurðinni. “ég er útsendari vansa. Heiti ég HerraFullkominn”.
“Hver er vansi?” spyr Foringinn. “Sérðu sogblettinn á enninu á þér ? Hann gerði hann á þig þegar þú varst bara smábarn. Þú sigraðir hann, eða hann klikkaði á því að drepa þig” sagði HerraFullkominn. “HA” gall í Foringjanum. “Var hann að reyna að drepa mig ?” spurði Foringinn undrandi. “Já og ég er kominn til að skila þér aftur til hans og mun ég halda þér hjá mér þangað til hann rís aftur”. Foringinn var undrandi á svip og sagði: “en…hvernig…..hvernig geturðu…haldið mér hér”. HerraFullkominn svaraði: “Það er auðvelt”. *tekur upp sprota og muldrar eitthvað* “SVONA” öskrar HerraFullkominn. Allt í einu lömuðust hendur og fætur Foringjans. Hann dettur á gólfið og HerraFullkominn hlær haturslega. “Hvernig gerðirðu þetta ?” spyr Foringinn alveg að fara yfir um. “Það er auðvelt” segir HerraFullkominn. “Þú bara tekur sprota og segir galdraþuluna. “En það er ekki til galdrar” segir Foringinn. “hvað sýnist þér ? eru þeir ekki til”? Hann segir einhverja galdraþulu og um leið skjótast geislar út um endann á sprotanum. HerraFullkominn segir: “Ég og þú eigum svolítið sameiginlegt, við erum báðir Sorparar. “hvað er það?” spyr Foringinn. “Veistu ekki hvað galdramaður er ? Þetta er það sama nema það að Sorparar eru máttugri og galdramenn eru dauðir út. Það er enginn enn lifandi galdramaður, því vansi hefur útrýmt þeim. Muahahahahahaha”. *Foringinn hugsar með sér*: “ef að ég er Sorpari þá hlýt ég að hafa einhverja hæfileika. *horfir á HerraFullkominn og einbeitir sér*. Allt í einu skýst HerraFullkominn útí vegg og rotast. “Bújeah !” segir Foringinn. En það er eitt vandamál, hann er enn lamaður tímabundið. Hann fer að sofa. *margir klukkkutímar líða*. Foringinn vaknar og er ekki lengur lamaður. Foringinn hugsar: “hvert fór HerraFullkominn?”

Þegar hann fer heim til sín aftur talar hann við frænku sína og frænda. “hví sögðu þið mér ekki frá því að ég væri Sorpari ?”. Devotion og foxyme horfðu á hvort annað undrandi. “hver var að troða þeirri þvælu inn í höfuðið á þér?” spyr Devotion frændi. “Ég veit að þetta er satt. Mér var rænt af aðstoðarmanni vansa sem gerði sogblettinn á ennið á mér. ÉG FÉKK EKKI SOGBLETTINN Í BÍLSLYSI!!!” sagði Foringinn sem var byrjaður að öskra. “uuuu, við þurftum að segja þér eitthvað…” svöruðu foxyme og devotion í einu. “ÞIÐ LUGUÐ AÐ MÉR! VITIÐI HVAÐ? EG VILL EKKI EIGA HEIMA HÉR! EG ER FARINN EINHVERT ANNAÐ!” öskraði Foringinn æstur. Devotion frændi sagði þá: “bíddu hægur. Ég er með hugmynd.*tekur umslag sem var inní arininum* Ég var að pæla, hvort þú vildir ganga í SorpWarts-skóla fyrir unga Sorpara”. “Ég skal hugsa um það” sagði Foringinn og labbaði út í reiði mikilli.

Næsta dag segir Foringinn við Devotion frænda: “Ég vill ganga í þennan skóla”. “fínt” segir Devotion frændi og hugsaði með sér hvað það yrði dásamlegt að hafa hann ekki heima í allt sumar. Þegar 2 dagar voru í skólann var bankað heldur harkalega á hurðina. Devotion fór til dyra og rak upp öskur þegar hann sá risa fyrir utan. “stjani028 heiti ég og er vörður skólalóðar í SorpWarts- skóla fyrir unga Sorpara”. “Jahá, töff en hvað ertu að gera hér?” spurði Foringinn. “ÉG? Ég er hér til að hjálpa þér við það að kaupa skólavörur. Og já til hamingju með afmælið”. “Takk, en hvar verslum við fyrir Sorpskóla?” spurði Forniginn. Stjani028 gisti hjá þeim og næsta dag fóru þeir að versla.


Hvert fór HerraFullkominn? Hvað gerist næst ? stay tuned for the next saga of Foringinn og Sorpið mikla……