*Fréttastefið ‘Vont en það versnar’ með Vivid Brain byrjar*
*Fréttamaður gengur virðulega inn og ætlar að setjast í sætið þegar að e-r kippir stólnum í burtu og fréttamaður meiðir sig:S*
Góðan daginn! Þetta er 65. fréttatími TSNG 1/11’05. Í fréttum er þetta helst.
Innsent efni
Heimasíða á silfurfati
Þarf að skýra skíra?
Mr. Perfect returned
Jandia snýr aftur
Sorpið ekki eins frábært og áður
Hvar eru jólin?
Afsakið hlé
Devotion og Mizzeeh
Forsíðufréttir
Fréttaröðun
*fréttastef hættir*
————————————————————————————-
Innsent efni
Í dag voru samþykktar 3 greinar. Tvær þeirra voru frá Nesa13 en þær tilheyrðu sögunni ‘Mizzeeh stolið” Partur I og II og svo ein grein frá Dagny22 sem að nefnist ‘Ótrúlegt’.
Á sögukubbnum voru 2 sögur sendar inn í 3 pörtum (önnur í einum en hin í tveimur;o)). Sagan sem var (og er) í 2 pörtum er eftir Tiger13 en hin eftir alladude.
Heimasíða á silfurfati
MadClaw gaf okkur heimasíðu sína á silfurfati (og víst inniheldur slóðin ‘Marteinn’) en slóðin er einmitt ‘http://holabraut.net/marteinn/’
Þarf að skýra skíra?
Í korki sem Supernanny gerði sem að hafði titilinn ‘Þarf ég að skíra korkinn?’ en innihaldið var spurning um hvert sorparar ætluðu í framhaldskóla en flest svörin voru um hvort að skíra ætti að vera með ý eða í.
Skíra= Gefa barni nafn samkvæmt kristinni trú.
Skýra= Útskýra (Skýra frá því sem að gerðist)
Mr. Perfect returned
HerraFullkominn er kominn aftur en allir sorparar söknuðu hans þar sem að hann var veðurtepptur lengst úti í rassgati a.k.a ‘The middle of nowhere’.
Jandia snýr aftur
Jandia er orðin sorpari aftur og er það fagnaðarefni því að sameinus stöndum vér en sundruð föllum vér. Sorparar eru kvattir til að gefa henni stórt knús.
*Knúsa Jandiu* Einnig má knúsa HerraFullkominn.
Sorpið ekki eins frábært og áður
Svo virðist sem að MadClaw hafi misst álit á sorpinu við að vera bannaður en þetta segir hann í svari sínu við einum ónefndum korki.
Hvar eru jólin?
Jól.is opna ekki á tilsettum tímaK Gosh…
Afsakið hlé
Meaniac kemur með opinbera afsökun á því að hafa ekki skrifað söguna sem allir dá og elska en muna reyndar ekki eftir, söguna Blauti Fálkinn!! *fréttamaður hoppar eins og brjálaður á borðinu af fögnuði* Anyways …
Devotion og Mizzeeh
Tiger13 fór að pæla í því hversvegna Mizzeeh er alltaf sagður á undan Devotion svo að ég ákvað að segja Devotion fyrst hér að ofan til að gera ekki upp á milli. Margir telja hinsvegar að Mizzeeh sé sagður á undan vegna þess að hann sé virkari á sopinu. Devotion ætti aðeins að sjá að sér og verða über-mega-hyper-super-sorpari.
Forsíðufréttir
Svo virðist sem að Sorpgreinarnar birtist ekki á forsíðunni en sumir virðast ánægðir með gang mála. Þar sem að sorpið er ‘The happie, hippie place’ er fréttamaður fegin yfir því að greinarnar birtast ekki á forsíðunni vegna þess hve margir óþroskaðir eru þar, tilbúnir að ***** yfir sem flest.
Fréttaröðun
Röðin á hver tekur fréttatíma hvenær hefur verið birt neðst til hægri á forsíðu sorpsins og er óráðið í eina stöðu. Núverandi fréttaritarar eru Gelgjan, Kyra og Supernanny auk þess óráðna. Varafréttaritarar eru sem áður MadClaw, Pikknikk, nesi13, kokusneid, supermann, tiger13 og bronze en ástæðan fyrir því að ég (tinnakristin) tek fréttatímann er sú að enginn vara né sá sem átti að taka var við. “Sussúbía” (new favorite word).
*Fréttamaður stendur upp og gengur FAST í burtu.*