6.Kafli Part II
“Hættu þessu, líttu upp maður, hvað er eiginlega að þér, fólk er farið að horfa á okkur, þetta er nú ekki það slæmt” sagði Halldór.
“Er hún ennþá þarna” spurði Arnór á móti.
“Já” sagði Halldór þreytulega og andvarpaði.
“Þá lít ég ekki upp; hún gæti séð mig” sagði Arnór á móti.
“Þú veist að það eru miklu meiri líkur á því að hún taki eftir þér með hausinn hangandi yfir borðið heldru en ef þú horfðir að minnst kosti upp, þú átt heldur ekki eftir að ‘vinna hjarta hennar’ ef að þú getur ekki einu sinni horft á hana” sagði Halldór.
“Ég á ekkert eftir að ‘vinna hjarta hennar’!” sagði Arnór hneykslaður “Maður ‘vinnur ekki hjarta’ eins ar erfingjum krúnunnar.”
“Nú, jæja” sagði Halldór “Deyja þær þá allar bara ógiftar?”
“Ókey, ókey! Ég skal líta upp, ef þú endilega vilt það” hvíslaði Arnór hátt og kíkti aðeins upp og leit svo aftur niður “Hún er að horfa á mig.”
Halldór leit á Ólöfu og sá að það var rétt hjá Arnóri hún var að horfa á hann. Halldór brosti og benti á Arnór og gaf merki um það að hann væri bara aðeins ruglaður. Ólöf flissaði og benti Halldóri á að koma aðeins.
Halldór kom, furðu lostinn yfir því að vera beðinn um að koma.
“Hvað heitir hann?” spurði hún.
“Hann heitir Arnór. Hann er vinur minn; sá sem að fékk leyfið til að fá mig hingað” svaraði Halldór.
“Óh, er þetta hann. Ég hafði heyrt að hann væri 6 fet, massaðri en björn og myndarlegasti Álfur sögunnar” það heyrðist á rödd hennar að hún var að grínast og hló lágt með henni “Af hverju er hann svona niðurlútur?”
“Hann er ekki niðurlútur” svaraði Halldór “Hann er feiminn.”
“Óh” sagði hún “Það eru nú sosum margir sem að verða feimnir í návist Drottningarinnar.”
“Ó nei, frú mín góð, hann er ekki feiminn við drottninguna – eða jú reyndar en það er samt ekki það” hún leit á hann “Hann er feiminn við þig” núna leit hún út fyrir að vera furðu lostin “Ég veit ekki hvort þið Álfarnir kallið það eitthvað annað, en hann er skotinn í þér – mjög svo.”
Nákvæmlega á sama tíma og þetta gerðist var bjöllu hringt og allir – Álfar og menn – stóðu upp og fóru að labba um og tala saman. Ólöf labbaði beint að Arnóri og hvíslaði eitthvað í eyrað á honum og Arnót missti alveg andlitið hann starði út í loftið eins og algjör hálfviti og leit síðan á Ólöfu sem að labbaði bara í burtu hann starði á hana með galopinn minn og augun virtust vera ða detta út úr höfðinu á honum.
Halldór labbaði til hans og eftir smá stund sagði hann “Hvað sagðirðu eiginlega við hana? Hvað í nafni Lífs og Dauða sagðirðu eiginlega við hana?” Arnór var greininlega alveg fyrðu lostinn út af því að Álfarnir notuðu aldrei nöfn Guðanna sinna.
“Ég? Hvað sagði hún við þig?” spurði Halldór.
Arnór leit í kringum sig og sagði svo mjög lágt “Hún sagði að henni… henni findist ég sætur og… og sagði mér að hitta hana fyrir aftan Drottningartréð eftir 5 mínútur.” Halldór skellti upp úr. Hann mundi ekki eftir því að hafa nokkurntíman hlegið svona mikið og hátt á æfi sinni.
“Hættu þessu. Hættu þessu!” sagði Arnór mjög skelkaður “Allir eru að horfa á okkur! Hættu!” hann skrækti þetta seinasta sem að lét Halldór bara hlæja en hærra ef að það var hægt.
“Fyrirgefðu” stundi Halldór út úr sér þegar að hann gat loksins talað.
“Nei, þú lést okkur líta út eins og við værum algjörir aular” sagði Arnór órólega en hálf glotti samt pínu.
“Ekki vera svona stressaður, þetta verður allt í lagi”sagði Halldór “Auk þess þá sagði ég henni bara hver þú værir… Og svona kannski líka að þú værir svona, öh, skotinn í henni” kláraði hann snöggt.
“HA! Hvað sagðirðu!” sagði Arnór alveg skíthræddur.
“Uss, uss, þetta er ekkert. Þetta verður allt í lagi, farðu núna og hittu hana”
“Nei, það get ég ekki; ekki eftir að þú sagðir henn að ég væri skotinn í henni.”
“Jú, hvað er þetta í þér, stalpa sem að þú hefur þráð að jafnvel bara tala við í mörg ár, var að enda við að segja þér að hitta hana” sagði Halldór hneykslaður.
Þótt að Arnór virtist óviss, þá fór hann samt á endanum, ekki mínútu of snemma, og Halldór byrjaði að leita að Leifi eða Benna, sigurviss á svipinn.