Einu sinni voru tvær stelpur! Þær hétu Cho og Tinatin! Þær voru að láta sér leiðast í tölvunni. Þá allt í einu datt Tinutin svolítið í hug!
Hún sagði: Við skulum fara að lesa Hvað er Málið?
Þá sagði Cho: Nei ég nenni því ekki.
Þá sagði Tinatin: Nei ég hlusta ekki á svona! Nú skulum við lesa!
Þá sagði Cho: Nóóóóóóóóóóóó!
En þar sem Tinatin er svo sterkur persónuleiki þá lét hún ekki bjóða sér neitt svona og hóf lesturinn!
Cho leið mjög illa. Hún grúfði sig ofan í tölvuna. Hana langaði bara til að fá sér ís! Cho er nefnilega mikill ísfíkill! Hún hugsaði um ísbombur og litla krúttlega íspinna á meðan Tinatin hélt áfram yfirgangi sínum.
Hún hefur gerst einræðisherra! Nú ræður hún ríkjum í Kasakstan! En það er önnur saga! Sem endar núna! Endir!'

En áfram með hina söguna. Tinatin fræddi Cho um Maskara, augnhár, bæði bogin og bein! Tinatin sagði Cho að augnhár hennar væru bogin. Þetta fann hún eftir að hafa horft á þau í nokkuð langan tíma í fyrra á þessum góðu tímum áður en hún flutti út til Danmerkur! En það er líka önnur saga! Þetta var mjög spennandi!

En svo hljóp hún Tínatín upp stigann hraðar en vindurinn! Hún spretti úr spori en datt svo!

Nei jók! Hún datt ekkert, hún er nefnilega svo einstaklega fótfrá og fim á fæti að ekkert getur stöðvað hana! Uppi fékk hún sér vatn en á meðan sat Cho niðri í tölvunni og bruggaði ill ráðabrugg um hvernig hún ætti að komast í ísbúðina!
Tinatin kom valhoppandi niður stigann, léttstíg að vanda! Þá datt hún!

Og þetta er ekkert jók! Cho fellti hana því að þannig gat hún dáleitt hana á meðan hún var enn vönkuð eftir fallið og fengið hana til að fá sér ís! Þetta gekk upp…þar til Tinatin sá Hvað er Málið? Þá datt hún úr dáleiðslunni og byrjaði aftur að lesa, nánar tiltekið bls. 105!
Þetta var svooo spennandi að Cho heillaðist algjörlega af þessari bók og saman stofnuðu þær aðdáendaklúbb Hvað er Málið?!

Svo skelltu þær sér út í ísbúð og keyptu sér tvo yndislega ísa!

Endir!