Þó sagan byrji ruglingslega get ég sannfært ykkur um að þetta verður rómó crap að lokum







Einu sinni var gaur. Víst var þetta gaur! Hann líkist allavega gaur … Eða nei, kannski er þetta kona. Eða köttur.

Nei, þetta er sphinx. Ekki það að hann komi sögunni við á nokkurn hátt.

Einu sinni var ósköp venjuleg stúlka sem hét Fía. Nei annars, ég þekki stúlku sem heitir Fía. Get ekki látið söguna vera um stelpu með sama nafni. Hmmm … Ég er búinn að nota nafnið Karen …

Aha!

Einu sinni var ósköp venjuleg stúlka sem hét Hera Hlökk. Hún átti sphinx …

NEI! Engir sphinxar í sögunni! Þeir bara eiga ekki heima í sögunni.

Hvað með það þó sagan heiti: “Ástarsaga (sphinx)”? Kannski á þetta bara að vera villandi titill! …. Víst!

En hvað með það, ég er búinn að eyða fleiri tugum orða og sagan er ekki einu sinni byrjuð.

Einu sinni var ósköp venjuleg stúlka sem hét Hera Hlökk. Hún var nýbyrjuð í nýjum skóla. Hún hafði eignast nokkra vini á þeim stutta tíma sem hún hafði verið í þessum annars ágæta skóla, og voru þessir vinir hennar kúl. Reyktu og alles. Hera reykti ekki, nei, hún tók í nefið. Assgoti íslensk stúlkan í sér. Ekkert sígarettukjaftæði heldur bara old-fashioned neftóbak.

Hera var einu sinni að labba í skólanum sínum. Eftir ganginum. Langa ganginum. Langa manga svanga ganginum. Hún fór að pæla í orðinu pæla. Hvaðan er það orð komið? Er það komið frá því þegar fyrstu mennirnir stunduðu pálbúskap? Þegar mennirnir plægðu ekki jörðina heldur pældu hana? Hefurðu einhverntímann prófað að pæla jörð? Assgoti erfitt.

Reyndar var hún ekki að pæla í orðinu pæla, hún var ekki nógu gáfuð og nördísk til að reyna það. Í staðinn var hún í mikum pælingum um hvernig eyeliner hún ætti að nota. Ekki það að ég, höfundur, viti shit um eyeliners en ég sleppi þá bara að lýsa pælingunum í smáatriðum.

Skyndilega, þegar hún var nýbúin að ákveða sig, gekk hún á eitthvað og datt aftur fyrir sig. Skall á gólfið. FAST. Hún fann blóðið vætla úr sári á hnakka hennar og fann lífið svífa hægt og rólega í burtu, til lands langt í burtu, þar sem heitir vindar blása og sólin skín …

Reyndar var hún bara með hausverk og smá kúlu, en hún var dramaqueen.

Þegar hún leit upp til að skamma það sem hún gekk á, sama hvort það var manneskja, kústur eða kengúra, rak hana í rogastans. WHAT A STUD!!! Wrarr!

“Æ fyrirgefðu, get ég hjálpað þér?” sagði þessi yndislega mannvera með massann mikla og bláu augun og krúttlegt nefið og hvítu tennurnar og ljósu strípurnar og dásamlegt gelið og fallega ermalausa bolinn og þessa pínulitlu vörtu á hálsinum. Hún þyrfti að fjarlægja hana. En fyrst kynna sig og höstl'ann.

“Uhm, já takk … Heh, eh … Uh … Hæ!” Eins og þið sjáið skín sjálfstraustið af Heru. Hún skildi ekkert í því af hverju hún var allt í einu feimin, hún hafði aldrei stamað í kringum neinn áður, allra síst … strák.

“Fyrirgefðu aftur, ég var ekkert að horfa hvert ég var að fara …”

“Nei nei, ekki málið, ég var sko eiginlega bara að horfa á neglurnar mínar að … Ég meina var að horfa á r … á hérna … Æ ég veit ekkert hvað ég var að pæla.” Hún vissi náttúrulega hvað hún hafði verið að pæla, hún var að pæla í hvaða eyeliner hún ætti að nota. En hún var ekkert að segja honum það.

“Hehe, svona er þetta. Hey, ég skal taka bækurnar þínar fyrir þig.”

“Ta…”

“Viltu borða með mér í matsalnum í hádeginu?” Hera missti nánast andlitið. Hann spurði strax! Hún hafði ekkert getað höstlað enn vegna … eh … tímabundinnar feimni. Hera kaus að kalla þetta það.

Hún roðnaði endalaust mikið. “Ehhh … Hé .. Hérn … Sko … Ég …”

“Nei nei, þú þarft þess ekkert … Ég bara … Vildi … Spyrja …” Hann virtist svolítið vonsvikinn.

“Nei sko ég vil! Í alvöru!” Hera missti þetta óvart út úr sér. Of mikill ákafi stelpufífl! Núna vill hann þig aldrei!

“Í alvöru?”

“Eh … Já, ég sagði það.”

“Uhm … Ókei … Eh … Hvaða tími er næstur hjá þér? Ég get labbað með þér …” … Var þetta missýn eða roðnaði hann? Geta strákar roðnað? Hera var vægast sagt … Hissa.

“Eh, ég fer næst í … Hey, það er komið matarhlé,” sagði Hera. “Eh … Eigum við að .. Uh … Fara í matsalinn?”

“Ha? Já, það er kominn matur! Vá … En já, komum endilega!”

Og þau gengu í áttina að matsalnum. Hann gæti hafa hrasað einu sinni og hún tvisvar á leiðinni en annars þá gekk það stóráfallalaust fyrir sig. Þau voru komin á séns.