Lífið að handan, framhald! *Ef þú villt hafa söguna meira spennandi og dularfulla, og jafnvel móta hana eftir þínu höfði, þá skaltu ekki lesa framhaldið, því það getur eyðilagt fyrir þér.*



‘’Hva, hvað meinaru, ertu…andi’’? spurði ég, þótt ég væri alveg að fara á taugum og vildi hlaupa burt. Hann kinkaði kolli hægt. ‘’Hvernig… get ég þá séð þig’’? spurði ég svo. ‘’Því þú ert skyggn’’ svaraði hann. ‘’Sk, skyggn? Ég hef aldrei fundið fyrir því áður’’ ‘’þú hefur aldrei áður verið skyggn, þú varðst skyggn eftir dauða minn, því þér var ætlað að hitta mig’’. Svo rétti hann út höndina og breiddi fingurna út eins og blævæng. Ég gerði það sama, hendur okkar færðust nær og nær hvor öðru þangað til að ég fór í gegnum höndina hans. Mér brá svo svakalega að ég öskraði og hljóp burt. ‘’Bíddu’’ kallaði hann. Hann gekk að mér, ég snéri mér við, en leit ekki á hann. Ég gat það ekki. ‘’Þegar maður deyr…’’ byrjaði hann ‘’Fer sálin manns úr líkamanum. Sálin…fer yfir í anda-heiminn en í sömu mynd og líkami manns leit út. Anda heimurinn er þó ekkert öðruvísi eða fjarri jörðu, í rauninni er hann á jörðinni’’. Hann þagnaði um stund, eins og hann væri að velta því fyrir sér hvað hann ætti að segja næst. ‘’ Við deyjum í rauninni aldrei, en það sem við köllum dáinn merkir bara að sálin sé farin úr líkamanum, en sálin deyr aldrei.’’ En lík mitt er ófundið og ég fæ ekki vígða gröf…ég kemst ekki til himnaríkis, ég verð fastur hér sem ‘draugur’ á jörðu.

Þú ert mín eina von! Ég veit um líkið mitt, en þú getur sagt foreldrum mínum frá því, þá kemst ég til himnaríkis. ‘’En sé ég þig aldrei aftur’’? það var þögn, hann lokaði augunum og dró djúpt ‘andan’ ‘’nei, kanski er við endurfæðumst, en þá þekkiru mig ekki’’ tár runnu niður kinnar mínar, ég elskaði hann ‘’ég elska þig!’’……..’’ég veit’’. ‘’Getur þú ekki verið hér sem andi?’’ ‘’Kristín, ef ég fer ekki til himnaríkis rotnar sál mín hér á jörðu! Þá verð ég hér að eilífu, ALLTAF, því sálin deyr aldrei, bara heldur áfram að rotna’’ ‘’himnaríkis?……..er það til?’’ ‘’ekki í ykkar merkingu, en jú það er til’’

‘’Kristín, ég elska þig líka, en lífið heldur áfram’’ hann þagnaði ‘’bara ef ég gæti kysst þig…’’

Hann tók að hverfa, hann lokaði augunum, hann varð að golu er blés í andlitið á mér…

‘’NEI DAVÍÐ!!!!!! FARÐU EKKI FRÁ MÉR! EKKI YFIRGEFA MIG!!!’’

Hann var horfinn, farinn, farinn fyrir fullt og allt. Ég henti mér í grasið og gaf tárunum lausann tauminn, mér var kalt, en ég sofnaði.

‘’Kristín? KRISTÍN??? Kristín vaknaðu!’’ Ég opnaði augun ‘’hvar er hann? HVAR ER HANN?’’ öskraði ég. ‘’Hann, hann…liggur í vígðri mold, við fundum líkið, við töldum það ekki gott að þú værir viðstödd… ‘’MAMMA NEI!!!!!! Nei…