*Diddú syngur lagið Master of Puppets með uppáhalds hljómsveit sinni, Metallica, og Fréttatíminn hefst*
Góða kvöldið kæru sorparar, fréttamaður dagsins í dag er Gelgjan og í Fréttum er þetta helst:

4 greinar
**********
10 myndir
**********
100 korkurinn
**********
Kyra þakkar fyrir sig
**********
Orðaglangur
**********
Misheppnuð bíóferð
**********
HerraFulkominn - Aftur
**********
Raiden, back
**********
Sorparar = gleymnir
**********

4 greinar
4 greinar voru samþykktar í dag, þar af tvær eftir Kyru, Bland í Poka serían hennar. Hinar tvær voru Ógeð eftir jandiu og Sagan af Llamadýrinu Loðbert eftir puppetmaster.
_-_-_-_-_-_-_
10 myndir
Yes, heilar 10 myndir voru samþykktar í dag. Myndaflóð get ég sagt ykkur! *fréttamaður ímyndar sér Ísland eftir myndaflóð og situr stjarfur þar til tæknimaður gefur frá sér kurteislegan, þó ógnandi hósta* Öh já, semsagt, margar myndir!
_-_-_-_-_-_-_
100 korkurinn!
Já það var Devotion sem gerði hvorki meira né minna en hundraðasta korkinn í Ruslafötunni. Óskum honum, og öllum sorpurum, til hamingju með árangurinn.
_-_-_-_-_-_-_
Kyra þakkar fyrir sig.
Kyra þakkar sorpurum fyrir að draga sig úr skugganum og færa sér líf. Fyrst hékk hún á dulspeki, svo á bröndurum, og loks á hinni alræmdu Forsíðu. En sem betur fer, já sem betur fer, þá bjargaðist hún og er nú líflegur sorpari. Okkur er heiður að hafa þig Kyra!
_-_-_-_-_-_-_
Orðaglangur.
Sorparar eru mikið að spá í orðin í dag. Spurningar eins og “hvort er réttara að segja tómatur eða túmatur?” og “hvernig skrifið þið ommiletta” komu upp. Ekki hafa nást nákvæm svör í tómata/túmata málinu, en flestir sorparar virðast sammála um að ommiletta sé einmitt skrifað svona, ommiletta.
_-_-_-_-_-_-_
Misheppnuð bíóferð.
Greyið supernanny lenti í óheppilegri lífsreynslu í dag, sem inniheldur meðal annars trampólín, 10 stiga frost, 10 kalla og Rússa. En sem betur fer þá fór allt vel að lokum, en við vonum að supernanny hafi ekki orðið meint af.
_-_-_-_-_-_-_
HerraFullkominn - Aftur!
HerraFullkominn er aftur meðal vors :D Hann skrapp í réttir kallinn, en kemur aftur í tæka tíð til að komast í fréttir og það er mikill léttir *tæknimaður lítur á handritið, svo á fréttamann, klórar sér síðan í hausnum* Ójá, hann gekk margar gangstéttir, þar möluðu nokkrir kéttir. *fréttamaður lítur í kringum sig, roðnar og heldur svo áfram að lesa fréttirnar*
_-_-_-_-_-_-_
Raiden, back.
HerraFullkominn er ekki sá eini sem kemur til okkar í dag, Mr. Raiden ákvað að gerast aftur virkur sorpari, ungrú Gellu123 varð að spurn hvenær hann fór. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann Hringveginn með 42 ára gamalli ástko.. *fréttamaður stansar, les alla fréttina, flissar síðan og heldur áfram* nu sinni, sem ku heita Jósefína. Hvort sem heimildir okkar standast eður ei, bjóðum við Raiden velkominn aftur.
_-_-_-_-_-_-_
Sorparar = gleymnir.
Nokkrir sorparar virðast vera farnir að kalka eilítið. Bæði foxyme og Gellan123 viðurkenndu að þær gleyma oft hlutum heima hjá sér, fara að sækja þá, en gleyma þeim aftur. Fréttamaður verður síðan að viðurkenna að hann kannast við þetta.
_-_-_-_-_-_-_
Að lokum viljum við minna alla sorpara á að vera vinir og strjúka á sér kviðinn. Eða.. eitthvað annað sem rímar.

Við ljúkum Fréttatímanum í kvöld með þessu heillandi myndbroti sem Grjonagrautur kynnti fyrir okkur.
http://www.weebls-stuff.com/toons/aaaaaaaaaaaaahaha/

*VARÚÐ! Eftir að horfa á þetta myndband fann fréttamaður fyrir lækkun á greindarvísitölu sinni*
go on just say it.. you need me like a bad habit.