(Fréttastef spilað af 27 mismunandi sinfóníuhljómsveitum sem HerraFullkominn stýrir af mikilli sæmd.
Myndavélin súmmar svo á andlitið á honum og hann segjir: Góða kveldið og í fréttum daganna tíunda og
ellefta september er þetta helst:
10 september:
*************
Engin grein né könnun samþykkt
*************
Einir á sorpinu
*************
Fréttavandræði
*************
Locust ToyBox
*************
Flugan er fallin
************
Sorplag
************
Kominn aftur
************
Úlfar sykursjúkur?
************
Mórall í MC3
************
Nafnapælingar
*************
Tapar í Singstar
************
kvef er ömurlegt
************
Þekkir ekki gíraffahljóð!
************
Systkina misskilngur
************
Langar að joina
************
Dularfullt hljóð fyllir sorpið…
************
Engin grein né könnun samþykkt
******************************
Titillin segir allt sem segja þarf ;)
Einir á sorpinu
************
Foringinn sendi inn kork þar sem hann sagði frá þeim stórmerkilega hlut að hann
og humarkall a.k.a lobsterman væru einir á sorpinu!
Aldrei munum við vita hvað gerðist á milli þeirra meðan þeir voru hérna einir og vil eiginlega
ekki vita það….
Fréttavandræði
*************
Þann 10 var ég í partýi hjá vini mínum, komst að því að það var ekkert afmælis party bara party.
Endaði það með því að ég vakti þar alla nóttina og kom ekkert heim svo að ég missti af fréttunum.
Locust Toybox
************
miltisbrandur bendir sorpurum á hljómsveitina Locust Toybox og mælir mikið með henni.
David Firth notar víst mikið af lögum eftir þá í Burnt Face Man, Salad Fingers og fleiri
myndbönd, endilega kíkja á þá.
Flugan er fallin
**************
Já, eftir viku af hörðum bördögum, bílaeltingaleikjum, sprengingum, svölum einna línu bröndurum
flottum fákæddum konum og ýmsum hasar tókst Grjonagrautur að drepa fluguna sem að hafði verið
að pirra hann. Hann hlýtur að vera einn mesti stríðsmaður sorpsins á eftir lobsterman sem
segiir orðrétt “ég drap tugþúsundir flugna í vinnuskólanum, af því að þær færðu sig ekkert
þegar maður var að reyna að kremja þær…”
Sorplag
**************
miltisbrandur gerði tilraun að þemalagi fyrr sorpið, ég hlustaði ekki á það en ég ætla ekki
að efast um ágæti þess.
Haltu bara áfram að semja og að lokum verðurðu heimsfrægur fyrir þessa æðislegu tónlist.
Kominn aftur
**************
Eftir langt og strangt ferðalag til Reykjavíkur sem þjónaði þeim tilgangi að hitta kornungan
frænda sem fæddist 8 september, er supermann loksins kominn aftur!
Það er gott að þú komst til baka heill á húfi.
Úlfar sykursjúkur?
**************
greedo deildi með okkur þeirri miklu spekúleringu hans um hvort að hann Úlfar úr sögu úlfsins
yrði sykursjúkur í framtíðinni því að hann hatar sykursjúka, Mizzeeh segist viss um að hann
verði bleikur.
Mórall í MC3
**************
Hinn góði MC3 er loksins snúinn aftur til sorpsins en með mórall! Svo að passið ykkur bara!
Í einum mest ógnvekjandi kork í sögu sorpsins kemur hann með þessi einföldu en grípandi
skilaboð: urr.
Nafnapælingar
*************
Hann vansi er að fara að fá sér svartan 4gb Ipod nano og leitar ráða hjá sorpurum um hvað hann
eigi að skýra hann, fram komu ýmsar tillögur en ekki var komist að niðurstöðu.
Tapar í Singstar
*************
Lily2 var í singstar með 8 ára bróður sínum og segir að það hafi verið áreynsla að tapa.
Hún segist hafa tapað viljandi svo að hann yrði glaður….yeah right ;)
Lagið sem þau voru að syngja var The Reason.
kvef er ömurlegt
***************
kvef er ömurlegt segir vansi í djarfri yfirlýsingu, honum tókst að ná sér í kvef og hefur
reynt allt mörulegt, var til dæmis áðan með hausinn yfir sjóðandi vatni til að losa
nefstíflu.
Þetta kvef á hann einni manneskju að þakka,
sú manneskja heitir Snædís Helgadóttir og hóstaði beint framan í hann í íslenskutíma.
Söfnum liði, og lögum á henni smettið…
Þekkir ekki gíraffahljóð!
****************
Hún Lily2 þekkir ekki gíraffahljóð! Hún veit ekki hvernig þau eru!
Hún er djörf að þora að viðurkenna þetta því eins og allir vita eru gíraffahljóð svona:
*Gíraffahljóð*
Systkynamisskilngingur
****************
Addydogg spyr hovrt að sorparar hafi einhvern tíman lent í því að einhver haldi að
maður sé systkini einhvers sem maður er alls ekkert skildur og að það sé mjög
óþægilegt en einnig fyndið.
Ýmsir höfðu lent í þessari upplifun, þar á meðal ég.
Langar að joina
*****************
Gelgjan langar mikið að joina, í hennar orðum, þessa sorpklíku og segist
eigi skilja hvað fólk hefur á móti sorpinu.
Það er hinsvegar til eitt gott svar sem svarar þessari spurningu um hvað fólk hefur á móti
sorpinu, fólk er fíbbl.
Dularfullt hljóð fyllir sorpið…
******************
Dularfullt hljóð fyllti sorpið, hljóðið virti vera mismunandi eftir manneskjun því ýmsar
skýringar komu svo sem: Huldufólk, söngur, Deftones og fleira.
Sjálfur heyrði ég það því miður ekki þar sem ég var í partýi og ekki á sorpinu.
Þetta voru fréttirnar fyrir hinn 10. September og verður nú hoppað yfir í fréttirnar frá
hinum 11. þar sem ég tek tvöfaldan í dag.
Í fréttum hins 11 september er þetta helst:
Engin grein og 1 könnun samþykkt
********************
Gellan 123 orðlaus
********************
11. September
********************
tinnakristin biður um hjálp
*********************
Hvar?
*********************
Glataða sagan
*********************
Dularfullt…
*********************
Heimsendir!
*********************
Fleiri joina
*********************
Pönnukökur
*********************
Spurning spurninganna
********************
Good Charlotte
********************
Vansinn
********************
Engiferrót
Engin grein og 1 könnun samþykkt
********************
Engin grein og ein könnun voru samþykkt í dag, þetta finnst mér alveg hræðilegt! Seinasta
grein kom hin 7. September! Ætli sorpið sé að deyja….?
Gellan 123 orðlaus
********************
Gellan 123 varð orðlaus þegar Mizzeeh sagðist drepa köngulærnar inni hjá sér því
að þær borguðu ekki leigu. Mér finnst það bara gott hjá honum enda ógeðfelld kvikindi atarna.
Einnig veit hún ekki hvað mb (megabyte) er en hún er Gellan123 svo það er skiljanlegt =Þ
11. September
********************
Sorparar ræða um atburðinn 11. September 2001 þegar að gerðar voru hryðjuverkaárásir
á bandaríkin. Einnig var fagnað nokkrum afmælum og rætt um bangsa og fleira
tinnakristin biður um hjálp
*********************
tinnakristin biður desperatly sorpara um hjálp. Það vildi svo illa til að hún
þurfti að skrifa dönskuritgerð en hafði misst allan sinn orðaforða og fékk sorpara til
að þýða fyrir sig 7 orð.
Orðalistann getið þið nálgast hér: http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2469330
Hvar?
*********************
Í dag var pælt í því, hvar fólk væri.
Flestir sátu fyrir framan/aftan tölvuna enda ekki skrítið þegar verið er að
svara skilaboðum á netinu….
Glataða sagan
*********************
Í dag lenti Trommari í þeim mikla harmleik að hafa skrifað sögu (Góða samkvæmt honum,
ekki misskilja nafnið á fréttinni) til að senda inn á huga en þegar hann var að fara
að ýta á hnappinn sem á stendur “Áfram” ýtti hann óvart á strákarniri okkar
trailerinn og sagan glataðist….ég samhryggist þér innilega.
Dularfullt…
*********************
tinnakristin er búin að lenda í þeirri dularfullu lífsreynslu að senda inn þrjá korka í röð
sem komu allir inn á tíma sem að er tvær tölurx2…léleg útskýring en jæja hér eru tímarnir:
23:23, 11:11 og 14:14.
Þetta er vægast sagt mjög dularfullt og finnst mér að við ættum að spyrja vitrustu menn
sorpsins ráða…
Heimsendir
**********************
ARGH! HEIMSENDIR! KIRIL ER BÚINN AÐ KLÁRA SALTPILLURNAR SÍNAR OG VEÐRIÐ ER SVO VONT AÐ HANN
NENNIR EKKI AÐ KAUPA NÝJAR! AAAAAAHHHH! OG ORÐIÐ ENDIR KOM FYRIR Í FYRIRSÖGN FRÉTTARINNAR
SEM ER ENNÞÁ VERRA! AAARGRHRHRH!
Fleiri joina
**********************
Fleiri joinuðu sorpsamfélagið í dag, hún jandia var nefnilega að joina.
Hins vegar var tíminn 15:15 sem er mjög dularfullt og hlýtur þess vegna að vera
bölvun á jandiu…nei nei bara djók.
Pönnukökur
*********************
Hann Kiril sem fyrr hafði skapað heimsendi með því að klára saltpillurnar sínar varð
hamingjusamur á ný því að hann var að fara að éta pönnukökur með rjóma og sultu og sykri og
öllum andskotanum en mutta gleymdi að kaupa í þannig að ég fæ engan ís út á pönnukökurnar
mínar þetta sinn en engu að síður er hann þakklátur.
Endar hann á því að spyrja hvað sorparar borðuðu seinast og hvað þeir munu borða næst.
Spurning spurninganna
**********************
Af hverju eru nammikrítar svona góðar ? Spyr Lily2 í dag, besta svarið við því er líklega eitthvað
flókið vísindasvar en allir geta þó reynt að svara. Sjálfum finnst mér þær vera eitt af
verstu nömmunum en mjög góðar engu að síður =D
Good Charlotte
**********************
Já, Gellan123 er byrjuð að hlusta á Good Charlotte, misjafn er smekkur manna en mér finnst
þeir vera vægast sagt hörmuleg hljómsveit, Gellan123, ég hvet þig eindregið til að fara
að hlusta á Iron Maiden, Megadeth, Hammerfall, Arch Enemy, Black Sabbath, Blind Guardian,
System Of A Down og fleira, en ef þú vilt ekki taka of stórt stökk þá er Blink182 skást
af mörgu illu, fyrrverandi uppáhaldshljómsveitin mín.
Vansinn
***********************
vansi fékk þá FRÁBÆRU hugmynd að veitt væru verðlaun á sorpinu fyrir ýmsa hluti, mesta homman
og margt fleira og yrðu þau kölluð Vansinn. Finnst mér þetta vera GEÐVEIK hugmynd og legg
ég eindregið til að hún verði gerð að raunveruleika
Engiferrót
***********************
Lily2 var að skera engiferrót og nú er mjög góð lykt af höndunum á henni…believe me.
En upp á móti svíður hana í kringum munnin sem er vont. Endilega farið öll og lyktið
af höndunum á henni.
Mörgæsaspjallið
**********************
Mörgæsaspjallið er að tröllríða sorpinu as we speak en ég er fastur hér á fréttaskrifstofu,
með kalt írskt kaffi, aleinn og öll ljósin slökkt…helvítis partý….
Endilega kíkjið öll á það, linkur á linkinn er hér:
http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2471710
Jæja, nú er þessi ALLTOF langi tvöfaldi fréttatími búinn, vona að þið njótið vel, ég kveð að sinni!