Lífsleikni. Já, ég var í lífsleikni. Sjokkerandi, ekki satt? Ég meina, hvernig ætti ég að hafa getað verið í lífsleikni? Þá væri ég að skrifa dagbók, ekki þetta bull hérna! En þannig er þetta bara, ég var í lífsleikni.
Tíminn byrjaði nú bara, ósköp venjulega. Allir fóru inn og fundu sér þægilegt sæti, þögðu svo og hlustuðu stillt og prúð á kennarann. Einn nemandinn gaf kennaranum meira að segja epli, nýpússað. Nartandi í eplið sagði kennarinn okkur að núna væri komið að því að við læsum upp fyrir bekkinn verkefnið sem við vorum að enda við að gera. Virtust nemendur við þau orð kennarans ætla að mótmæla, og það mikið, en þeir sátu á sér. Best að láta kennarann ekki vita alveg strax að þetta væri bara uppgerð hjá þeim.
Hópuðust nemendur nú upp að töflu, í hópum til að eiga auðveldara með að verjast rándýrum á borð við stress, og fluttu sínar kynningar á sínu verkefni. Gekk það allt eins og hjá Sögu, en Sögu verkefni var einstaklega flott og vel kynnt. Því miður er reyndar engin Saga í lífsleikni með mér en ef það væri einhver Saga í lífsleikni hjá mér hefði verkefnið hennar örugglega verið einstaklega flott og vel kynnt.
Eftir klassaframmistöðu hverrar og einnar nemandar skruppum við í sund í smástund til að hita upp sundfitin. Ekki vorum við lengi að því, við þurftum tímann til að gera fleira í tímanum.
Las kennarinn þá upp fyrir okkur fyrirmyndarnemendurna kynningu á nokkrum af brautum Háskóla Íslands. Á meðan undruðu nemendur sig á fyrirbærum eins og raunvísindadeild, einstaklega framandi fyrir flest þeirra. Skildu nemendur ekki hvernig nokkur maður gat fengið það af sér að svo mikið sem lesa námsheitið.
Eftir þessa kynningu var tíminn því miður búinn. Gengum við þá prúð og stillt í einfaldri röð út og gátum ekki beðið eftir því að fá að mæta aftur.