Ég leit í kringum mig. Ég var ekki heima. Ég var ekki einu sinni í Black Land. Trúlega ekki einu sinni í víddinni.
Það er rétt. Ég er komin í…HINA víddina.
Hvernig gerðist þetta? Hvernig? Ég dó…ef ég dey, fer ég þá hingað?
Og afhverju kemur bara orðið ‘'Mjá’' upp úr mér þegar að ég reyni að tala?
''Mjá''
Þarna ætlaði ég að segja ‘'Blár karl labbaði yfir brúna, ómalbikaða götu, a.k.a. malarveg’'.
En það kom út sem ‘'Mjá’'
Ég er að panikkera.
Finnst ykkur ekki ótrúlega pirrandi að panikkera?
Mér finnst það.
Vitiði hver ég er?
Nei, þetta er ekki sá sem hefur fylgt ykkur í gegnum ‘Black Land’ sögurnar hingað til.
Nafn mitt er Högmundur.
Ég dó. Datt niður úr rólunni í sirkúsnum.
Það var vont.
Nú, ef þetta hefði verið skáldsaga eftir frægan rithöfund þá hefði þetta ég ekki meitt mig, heldur hefði ég ‘Fundið fyrir ólýsanlegum sársauka, eins og milljón hnífsblaða væru að rífa mig í tvennt. Ég rak upp sársaukaóp og heyrði kallað á eftir mér, þar sem ég datt niður og lenti með braki á moldargólfinu’.
En þar sem höfundur þessarar sögu er ekki frægur rithöfundur, þá meiddi ég mig.
En núna ligg ég í körfu, ásamt fimm litlum kettlingum og einni, stórri ALLSBERRI kisu.
Ég lít flóttalega í kringum mig.
Þarna er spegill.
Ég lít í hann og rek upp öskur (sem kom út sem ‘'mjááááá’').
Ég er KETTLINGUR! Ég er ekki lengur stóri, stælti kötturinn sem ég var áður en ég dó.
Ég er pínulítill, hárlaus KETTLINGUR!
Ég lít á stóru, allsberu kisuna.
''Umm, afsakið, en afhverju er ég kettlingur?“ Ohh, damn…þetta kom út sem ‘'Mjá’'
Stóra, allsbera kisan leit hinsvegar bara á mig og sagði ‘'Mjá’'
Ég dæsti.
Ég verð að taka mig á. Ég VERÐ að geta sagt eitthvað annað en ‘'mjá’'.
''Umm, afsakið, en afhverju er ég kettlingur?” YES! Þetta virkaði!
Stóra, allsbera kisan leit bara hissa á mig, en sagði ekki neitt.
Damn.
Bíddu…hvað var mamma alltaf að segja mér um gömlu, góðu dagana í HINNI víddini? Þar sem hún hafði verið lítill, saklaus köttur, þurfti ekkert að vinna útaf því að eitthvað dýr sá um hana…dýr sem hún kallaði alltaf ‘Elísa’. Svo dó mamma gamla og fór yfir í gömlu víddina. Víddina sem ég dó í. Víddina sem inniheldur Black Land.
Dó ég og fór í HINA víddina þar sem ‘Elísur’ sjá um allt og alla?
Hugleiðingum mínum var svarað þegar dyrnar opnuðust (Ég hafði af einhverjum ástæðum verið inni í bílskúr hjá einhverjum).
Inn steig vera. Hún gekk upprétt, var fullkomlega hárlaus fyrir utan stóran lubba á svæði sem ég held að sé höfuðið.
Afturloppurnar voru allt öðruvísi en framloppurnar, þær virtust vera klæddar í einhverskonar skó. Hún var í buxum og leðurjakka.
Þessi vera var RISASTÓR!
Hún beygði sig niður og tók utan um mig. Shit. Hún lyfti mér upp af jörðinni og bar mig upp að andlitinu.
Hún starði á mig.
Hún opnaði munninn.
Við blöstu stórar, beittar tennur.
Ó. Mæ. God.
Framhald í næsta parti! Damm damm damm damm! O.o
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*