Jæja, hér kemur partur 2.
Vona að ykkur muni finnast hann jafn skemmtilegur ef þið nennið að lesa hann allan.
Herbergið var stórt, mjög stórt, það var fullt af skápum, tölvum, tölvuskjáum og eitt borð í því miðju, öll ljósin voru slökkt nema kerti voru út um allt.
Við allar tölvurnar sátu menn sem voru óðum eitthvað að forrita, skrifa í notepad, hanga inn a /sorp og chilla í minesweeper.
“Pentagon fylgjast með ljósunum svo við notum bara kertaljós” Sagði Kertaljos (Kertaljos, kertaljós? Fattið? Lol omg rofl hax skrimm!)
Við borðið sátu svo líka manneskjur en meirihlutinn var í tölvunum.
“Velkominn í híbýli andspyrnuhreyfingarinnar HerraFullkominn” Sagði vansi og sneri sér í hringi með opna faðma eins og til að faðma staðinn.
“Jæja, eigum við að koma okkur að viðskiptum?” Sagði Kertaljos og gekk í átt að herbergi með stórri öryggishurð.
“Bíddu á ekki að kynna okkur fyrir nýja náunganum?” Sagði stelpa sem sat við borðið.
“Já en…” Sagði Kertaljos en náði ekki að klára áður en vansi var byrjaður að tala.
“HerraFullkominn, þetta eru þau hæstsettustu í andspyrnunni.”
Allt fólkið stóð upp og vansi benti á eitt þeirra. Manneskjan var að máta hnúajárn og berja með kylfu í manneskjuna við hliðina á sér til að prófa gæði kylfunnar og manneskjan sem sagði í hvert einasta skipti þegar hann var laminn “Áh! Hættu!” var að vinna í fartölvu, hann hafði ekki staðið upp.
“Þetta er supermann, hann er okkar aðal návígisbardagamaður, hann getur sigrað heilu herina!” Sagði vansi, supermann brosti og kreppti vöðvana, stúlkunum við borðið til mikillar gleði.
“Þetta” Sagði vansi svo og benti á manneskjuna með fartölvuna, “Er Rivian, hann getur hakkað sig í gegnum hvað sem er, nefndu það bara” manneskjan veifaði hendinni en hélt áfram í tölvunni.
Síðan benti hann á Kertaljos og sagði “Eins og þú veist eflaust er þetta Kertaljos sem er fyrrverandi njósnari frá Pentagon”
Sem að staðfesti mínar um skordýr Hugsaði HerraFullkominn og fylgdist áfram með
Næsta manneskja var svo með lak yfir sér og virtist ekki snerta jörðina.
“Þetta er svo Gunnisnilli, hann er, eins ótrúlega og það hljómar, draugurinn undir lakinu. Hann getur flogið, hrætt úr fólki líftóruna og farið í gegnum hluti ef hann væri ekki með þetta helvítis lak….” Gunnisnilli hneigði sig og settist aftur niður.
Næst kom engin manneskja heldur bara benti vansi “Þetta er….óh bíddu, síðan tók hann undan borðinu stóran hagkaupspoka sem hreyfðist og skellti á borðið “Phew! Jæja, þetta er supernanny, hún er……hagkaupspoki, hún er mjög góð í að fela sig og falla í umhverfið þar sem hagkaupspokinn breytir um lit eftir umhverfi!”
Skyndilega kom dansandi manneskja, þetta var sú sem hafði verið að gæta hurðarinnar, Gellan123.
“Átt þú ekki að vera að passa hurðina!” Kallaði Kertaljos, mjög hræddur um að eitthvað kæmi inn.
“Er upptekin, er að dansa” Svaraði hún og hélt áfram að dansa.
Þá sagði vansi “Þetta er Gellan123 , og hún gegnir því mikilvæga hlutverki: Yndislega snillinga apamörgæsa-blondeehnan dansandi, hún er, vægast sagt frábært í að skapa truflun þegar við þurfum á því að halda”
Skyndilega tók HerraFullkominn eftir kind.
Hvað er kind að gera hér…. Hugsaði hann og spurði svo vansa “Bíddu….hvað er kind að gera hérna inni?” Þá hlógu öll, og supermann sagði “Þetta er engin kind!” Skyndilega breyttist kindin yfir í stúlku í rauðum kjól, stúlku sem hafði rétt áðan verið fyrir aftan HerraFullkominn að rífast um pylsu og pulsu, þetta var tinnakristin.
“Hún tinna hérna er njósnarinn okkar” Sagði supermann og klappaði HerraFullkomnum á bakið óþægilega fast. “Hún er góð ekki satt? Þó að supernanny sé í góðum búning hefur hún ekki njósnahæfileika tinnu” Sagði vansi þá.
HerraFullkominn tók eftir því að þessi vansi talaði einhvern veginn mets og ákvað að spyrja áður en kynningin héld lengra.
“Ert þú leiðtogi andspyrnunnar?” Spurði HerraFullkominn vansa.
“Nei, vildi óska þess samt, ég er hinsvegar leyniskytta, og það góð” Svaraði hann og hélt svo áfram með kynninguna.
“Þarna, sérðu í horininu” Sagði hann og benti út í horn.
“Er Marserus, hann er útsendari en venjulega hengur hann bara í horninu” Síðan hvíslaði hann að HerraFullkomnum “Ég held að hann sé smá skrítinn”
Nú kom lobsterman labbandi og tók um gelluna “Ekki dansa svona! Þú laðar að þér allskyns lýð með þessum fögru hreyfingum”
“Þetta er lobsterman eins og þú sérð eflaust á búningnum, the amazing left wing lobster-like dude that makes no sense eða ótrúlegi vinstri kants humargaurinn sem meikar ekkert sens er hans hlutverk hér” Sagði tinnakristin sem var nú allt í einu kominn í svört smókingföt.
Lobsterman rétti fram hendina og sagði hátt, skælbrosandi “Gaman að kynnast þér, ég heiti lobsterman og ég á kærustu”
Þá var skyndilega kallað “GETUR MAÐUR EKKI FENGIÐ SMÁ HELVÍTIS FRIÐ ÞEGAR MAÐUR ER AÐ HORFA Á DÓNÓ!” Allir kipptust við og út úr litlu herbergi kom maður sem var greinilega mjög pirraður, hann var með opnabuxnaklauf.
Lobsterman hló og sagði “HerraFullkominn, þetta er bjossiboy, hann er ekkert það góður í neinu en hann hatar allavega Pentagon svo við hleyptum honum inn sem Maðurinn-sem-vill-næði-þegar-hann-horfir-á-dónó” bjossiboy kom svo labbandi og tók harkalega í hendina á HerraFullkomnum og sagði mjög hratt “bjossiboy, herrafullkominn, gaman að kynnast þer, sömuleiðis takk, bless, bless” síðan gekk hann aftur inn í herbergið,
“Hann á það til að vera dálítið pirraður ef að hann er truflaður við iðju sína…” Sagði röddin úr hagkaupspokanum.
Skyndilega kom manneskja labbandi inn um hurðina fyrir aftan þau “Það þarf að setja vörð við hurðina” Sagði hann en stoppaði ekki, hann gekk fram hjá þeim og fór úr hönskum sem hann var í, þeir voru gegndrepa af blóði.
Síðan tók hann slatta af byssum af sér, reif af sér alblóðugt gerviyfirvaraskegg, tók af sér alblóðug sólgleraugun og bláu linsurnar innan undir sem voru nú alblóðugar.
“HerraFullkominn” Sagði Tinnakristin sem var nú eins og slökkviliðsmaður. “Þetta er Raiden, hann er leigumorðingi og plottari”
Raiden gekk að honum og tók í hendina á honum “Afsakaðu frágangin á mér, þeir eiga það til að streitast á móti” Svo tók hann af sér alblóðugt bindið og fór úr alblóðugum jakkafötunum, síðan tók hann af sér alblóðugahárkolluna.
“Jesús Kristur maður! Djöfull er þetta mikið af blóði! Með hverju drapstu hann eiginlega!” Kallaði nú Rivian upp frá tölvunni þegar hann sá hann.
“Æji ég lenti líka í vörðum, skaut öllum skotunum mínum í þann fyrsta, kyrkingarvír á einn, hnífur á tvo, sprendji bensíntrukk og drap 10, tróð handsprengju í kjaftinn á einum, barði 3 til dauða, henti einum út um glugga, drap einn með vatnsvél, einn með lampa, beit einn í hálsinn, þjappaði einn upp að vegg með píanói, barði höfðinu á einum í gegnum tölvuskjá, henti einum í gegnum steinsúlu ehh…..það var meira….já! Drekkti einum í blóði úr þessum sem ég drap með vatnsvélinni því hún var full af blóði eftir hann og ég tróð höfðinu í kútinn, baði einn með glerflösku og skar svo af honum hausinn með glerbroti á stærð við tánögl, braut í einum 204 bein (það eru 206 bein í mannslíkamanum) svo hann var eins og tuska, barði tvo til dauða með beinbrotnatuskugaurnum og lét svo eigin varðhunda éta sjálft skotmarkið með því að spreyja mínum ilmi á hann en notaði sjálfur hans ilm en því miður var ég á því augnabliki ófær um að hreyfa mig vegna lyfs sem einn af vörðunum skaut í mig svo að skotmarkið lá ofan á mér meðan það var étið af einum scheiffer hund, einum pitbull, einum doperman, einum rottweiler og einum sem var blendingur af þessu öllu.
Útskýrði þetta blóðið? Og já, ég var með örmyndavél í linsunum svo ég náði þessu öllu á upptöku.”
Svaraði hann sallarólega og fór einnig úr alblóðuguskotheldu vesti sínu sem hafði blóðgast líka því jakkinn og skyrtan blotnuðu í gegn af blóði og meira að segja skothelda vestið hafði orðið gegnblautt af blóði svo að bolurinn var alblóðugur og að lokum var hann bara á nærbuxunum sem voru með smá blóðblettum á. Meira að segja sokkarnir og skórnir höfðu verið gegndrepa af blóði.
Allir horfðu á hann í smástund, nema Gellan123 sem var að dansa og bjossiboy sem var að horfa á dónó og svo sögðu Rivian og Lobsterman “Awesome!” síðan var sussað á þá og vansi sagði “Geturðu ekki tekið þetta svona leyniskyttuwayið? Eitt clean skot í hausinn og málið er dautt”
“Einmitt!” Sögðu Rivian og Lobsterman
“Já, og talað um þetta eins og þetta sé ekki það venjulegasta í heimi!” Sagði supernanny úr pokanum
“Einmitt!” Sögðu Rivian og Lobsterman.
“Já og vera þögull eins og draugurinn ekki gera sprengingar og svoleiðis heit!” Sagði Gunnisnilli.
“Einmitt!” Sögðu Rivian og Lobsterman og Gellan 123 því nú var hún búin að dansa.
“Já, og drepa bara targetið ekki elta uppi verðina líka” Sagði tinnakristinn sem var nú eins og lögregla í útliti.
“Einmitt!” Sögðu Rivian, Lobsterman, Gellan 123 og supernanny úr pokanum
“Ég elti þá ekkert uppi, þeir réðust á mig!” Sagði Raiden hneykslaður
“Hvað kallarðu að ráðast á?” Sagði Marserus og glotti.
“Ja…..þeir stóðu og voru að tala saman í sirka 50 metra fjarlægð….en ég er viss um að þeir hefðu ráðist á mig!” Sagði hann svo sér til málsbóta og bætti við “Plús að mín leið er miklu svalari” og brosti.
Frábært…hér hef ég stelpu sem dansar um allt, einhvern sem heldur að hann sé draugur, stelpu sem býr í poka og helvítis sadista leigumorðingja…. hugsaði HerraFullkominn og vonaði að þetta endaði bráðum.
“Jæja, tími til að kynna þig fyrir seinasta meðliminum í andspyrnunn sem er viðstaddur.
Allur hópurinn gekk áfram að hurð sem stóð á “Mjólkurvörugeymsla” þau opnuðu hurðina, kuldi tók við þeim og inni voru langar, langar raðir af mjólkurvörum og piltur í stiga að raða mjólkurfernum.
“Þetta er Mizzeeh, hann er, án gríns, besti, nei langbesti mjólkurvöruraðari sem hægt er að finna” Sagði Raiden.
“Og hann er bróðir minn!” Sagði tinnakristinn glöð, nú í dulbúningi sem pizzasendill.
“Æði……” Sagði lobsterman og tinnakristinn sem var nú í hestamannsbúningi setti upp skeifu.
Þegar Mizzeeh tók eftir þeim, renndi hann sér niður stigann, gekk að þeim og setti fram hendina.
“Sæll, Mizzeeh hér” HerraFullkominn tók í hendina á honum “HerraFullkominn”
“Já ert þú hann! Kertaljost hefur sagt mikið um þig!”
Ha? Talað mikið um mig? Ég versla bara við hann…. hugsaði og sagði, HerraFullkominn og leit á Kertaljos sem brosti vandræðalega og faldi sig á bakvið supermann.
Mizzeeh tók ekki eftir að allir voru að gera merki til hans um að þegja og hélt áfram að tala.
“Já, hann segir að þú verðir nýji” Skyndilega byrjuðu allir að syngja hástöfum.
Mizzeeh brosti smá en sagði “Ég er að reyna að tala við hann, viljið þið syngja aðeins lægra kannski?”
En þau hunsuðu hann. “Jæja þá, ef þið vilijð hafa þetta svona.” Mizzeeh dró djúpt andann og öskraði svo eins hátt og hann gat “ÞÚ ÁTT AÐ VERÐA NÝJI LEIÐTOGI ANDSPYRNUNNAR!”
Jæja, allri sem hafa gengið í andspyrnuna komu fram og fengu að gegna því hlutverki sem þeir vildu. Vonandi nutuð þið sögunnar ;) Meira kemur líklega seinna