Þetta verða svona “spennu”framhaldssögur (nema þær fái slæma umfjöllun) með kannski smá grínívafi.


Það var dimmt kvöld og mikið rigningarveður. Á götunum voru seinusti manneskjurnar að týnast heim eftir djammið.
Eftir götunni gekk maður, hann gekk hratt og reyndi að taka stór skref, hann var klæddur í síðan frakka og með svalan einkalögguhatt. Eftir stutta göngu en mikla bleytu steig hann inn í yfirgefna gamla vöruskemmu.
Hérna átti ég að hitta hann…. Hugsaði maðurinn er hann gekk inn, það var gott að sleppa úr rigningunni en engu að síður leið honum ekki vel þarna. Það var mikið myrkur og það væri auðvelt að sitja fyrir honum. Þeir myndu samt ekki ná honum án bardaga hugsaði hann með sér og hélt fastar um byssuna sem var í belti hans. Hún var stór miðað við skammbyssu og mjög öflug, gæti líklega tekið löppina af manni við læri.
Skyndilega heyrði hann hreyfingu sér til vinstri, hann kipptist við, dró upp byssuna og miðaði á staðinn.
“Vó! Slappaðu af maður!” Sagði rödd úr skugganum “Þú verður að róa þig aðeins!” Hélt röddin áfram.
“Þú veist betur en að læðast að mér…” Svaraði HerraFullkominn og setti byssuna í slíðrið.
“Breytir því ekki að þú átt að róa þig! Ég meina ég njósnaði fyrir þá og er ekki svona paranoid!” Svaraði Kertaljos og steig út úr skugganum.
“Þú lítur nú samt út fyrir það….” Svaraði HerraFullkominn honum, Kertaljos var í messi, hárið á honum hafði ekki verið greitt í margar vikur, hann var með risa bauga undir augunum og hafði greinilega ekki sofið mikið, föt hans voru óhrein og bindið skakkt, greinilega ekki búin að skipta um föt heldur lengi.
“Já þú værir það líka ef að þú værir að selja upplýsingar frá Pentagon til utanaðkomandi aðila!” Hreytti Kertaljos út úr sér og gekk að honum.
“Réttu mér vopnið’” Sagði hann við hann og rétti fram hendina.
HerraFullkominn hikaði en rétti svo Kertaljosi byssuna sína.
Kertaljos tók þá eitthvað tæki upp úr vasanum og beindi að HerraFullkomnum.
Tæki gaf frá sér píp hljóð og skjár þess glansaði rauður og á honum mynduðust stafir.
“Öll vopnin” Bætti hann við og horfði á HerraFullkominn með smá glotti.
Djöfullinn….. Hugsaði HerraFullkominn en gaf undan. Hann rétti Kertaljosi tvær Desert Eagle úr axlarhulstrum, 3 hnífa innann úr frakkanum, Revolver skammbyssu úr belti sínu, derringer úr fóthulstri og aðra derringer límda innan á hattin hans.
“Þú átt erfitt…” Muldraði Kertaljos og tók við hlutunum
Hann beindi svo aftur tækinu að HerraFullkomnum og enn pípti það.
“Úpps, gleymdi” Sagði HerraFullkominn, brosti örlitlu brosi og rétti Kertaljosi 2 efnaglös innan úr frakkanum, penna úr buxnavasanum og einskonar tannkremstúpu einnig úr vasanum.
“Og hvað er þetta?”
“Sýra, pyntingarefni, leysipenni og sprengi tannkrem” Svaraði HerraFullkominn eins og ekkert væri sjálfsagðara. “Gleymdi næstum aftur” Bætti hann við og rétti honum svo fjarstýringu “Til að sprengja kremið”
Kertaljos horfði á hann um stund eins og hann væri geðeikur, síðan tók hann allt heila klappið og nú þegar hann notaði tækið var allt í lagi.
Kertaljos muldraði eitthvað óskiljanlegt og sagði svo “Eltu mig” Þeir gengu að ákveðnum stað í vöruskemmunni og Kertaljos gekk alveg upp að veggnum svo hann sama sem gekk á vegginn.
Hann tók sama tækið upp og beindi því að veggnum.
Skyndilega kom lítil linsa úr veggnum.
“Augnskanni” Svaraði Kertaljos og eftir stutta stund opnaðist hleri á gólfinu fyrir aftan hann.
“Gakktu í bæinn” Sagði Kertaljos brosandi og steig í lyftu sem kom upp.
HerraFullkominn elti hann og eftir að Kertaljos ýtti á takka þá fóru þeir niður.
Á leiðinni niður sagði Kertaljos. “Þetta mun kosta sitt þú veist það?”
“Ég get borgað.” Svaraði HerraFullkominn og leit í kringum sig, myrkrið var algjört.
Eftir stutta stund þá stoppaði lyftan fyrir framan hurð.
Kertaljos dinglaði og sagði “tsatiefakkösnogatnep”
“Veistu hvað klukkan er helvítið þitt! Maður gerir ekki dyraat á þessum tíma dags litli drulluhali!” var kallað reiðilega að innan.
“Vitlaus hurð” Sagði Kertaljos skömmustulega og þeir héldu áfram innan.
Á næstu hurð sagði hann aftur “tsatiefakkösnogatnep”
Að innann var svarað “Ha?”
“tsatiefakkösnigatnep! Leyniorðið þöngulhaus!”
“Nei er það ekki nnatiefakkösnogatnep?”
“Nei! Það er tsatiefakkösnogatnep!”
“Ó….jæja ekki hafa þetta svona ruglandi næst!” Kallaði röddin fyrir innan og dyrin var opnuð.
Fyrir innan stóð stúlka sem gat aðeins heitið eitt miðað við útlit sitt, Gellan123.
“Það er ekkert flókið! Manstu ekki! Bara aftur á bak…” Svo hvíslaði hann einhverju að henni.
“Óh! Þannig!” Sagði hún og flissaði en áður en Kertaljos gat hætt að hvísla kom hlaupandi gaur, hann var í stutterma bol með mynd af náunga sem leit út eins og spiderman nema var með humar á búningnum og var með klær, þetta var lobsterman.
“Þú ert með hausinn óþægilega nálægt unnustu minni!” Urraði hann og gekk að Kertaljos.
“Nei! Ég var bara að hvísla!” Sagði Kertaljos og stökk aftur á bak.
“Nú verðurðu sko tekinn í bakaríið!” Kallaði lobsterman, svo fór hann með Kertaljos út í bakarí og keypti vínarbrauð, nei djók.
“Hann var sko bara að hvísla!” Sagði Gellan123 við lobsterman og reyndi að róa hann.
“Jæja…okei…..þú varst heppinn núna!” Svo fór hann í burt og settist niður í stól rétt hjá og hélt áfram að fylgjast með Gellunni123 við dyravarðarstarf sitt.
Hvaða sirkus er ég kominn í….. Hugsaði HerraFullkominn og gekk á eftir Kertaljos sem var sveittur og enn dálítið hræddur.
Eftir stutta göngu komu þeir að tveim stelpum sem voru að rífast um eitthvað.
“Pylsa!”
“Nei! Pulsa!”
“Nei! Pylsa!”
Kertaljos stoppaði skyndilega og stöðvaði HerraFullkominn í leiðinni.
“Ekki skerast inn í rifrildi þeirra….það er aðeins ein manneskja sem getur það og lifað af….”
Skyndilega kom labbandi drengur, hann var greinilega stútfullur af sjálfsöryggi og með svöl sólgleraugu.
Hann gekk á milli þeirra og sagði “Sungirl! Tinnakristin! Þetta mál verður leyst auðveldlega! Þið segið bara Plsa!” Svo klappaði hann þeim báðum á hausinn og gekk að Kertaljos.
Þær brostu og fóru og fengu sér plsur.
“Er þetta hann?” Spurði hann og leit á HerraFullkominn.
“Já, ég held þú getir treyst honum”
Maðurinn tók í hendina á HerraFullkomnum og sagði “vansi, gaman að kynnast þér”
HerraFullkominn tók í hendina á honum og sagði “HerraFullkominn”
“Sé það!” Sagði vansi hátt og hló.
Síðan gengu þeir allir þrír áfram.
“vansi hefur verið meðlimur í andspyrnunni lengi….” Hvíslaði Kertaljost að HerraFullkomnum, “það var hann sem uppgötvaði að gervigras er í rauninni geimveruegg…..”
HerraFullkominn leit á vansa sem gekk áfram og flautaði lagstúf.
“Fór það ekki alveg með hann….”
“Honum tókst að höndla það vel…”
Þeir komu þá að hurð, sitthvoru meginn við hurðina stóðu tveir stórir, massaðir risar.
“Þetta er allt í lagi strákar, hann er vinur” Sagði vansi og þeir gengu inn…..

Partur eitt, er búinn að gera meira en fannst þetta bara góð leið til að enda part =)
Nú fer bara eftir ykkur hvort það kemur meira.

E.S. Ætlaði að gera einhverjar útlitslýsingar en veit ekkert hvernig þið lítið út c=S