En það var dimmt. Dimmara en dimmt…það var KOLNIÐARMYRKUR.
Allt var svart. Allt var lokað. Það var heitt. Sjóðandi heitt. Of heitt.
Ég tók mig til og sparkaði af mér sænginni, sem ég hafði legið 100% undir.
Núna var bjart.
Jei!
Núna hugsiði kannski: Hvernig stendur á því að köttur sefur undir sæng?
Ég get ekki svarað því…en ég veit um eina persónu sem getur svarað því, og það er rithöfundurinn, enn rithöfundurinn er of upptekin við að skrifa til að svara svona fáránlegum vangaveltum lesenda.
Ég skríð fram úr rúminu. Það er rétt, ég skríð. Í Black Land er ólöglegt að hoppa úr rúminu, ganga úr rúminu, velta sér úr rúminu og renna sér úr rúminu. Ég þarf þessvegna að velja á milli þess að stíga úr rúminu eða skríða úr rúminu.
Um leið og ég hef skriðið úr rúminu stend ég upp og geng í átt að dyrunum.
Damn, þær eru lokaðar.
Afhverju loka ég alltaf dyrunum á kvöldin? það er eins og að ég geri mér enn ekki grein fyrir því að ég er ekki mikið fyrir það að hoppa upp að hurðarhúninum og opna hurðina svona snemma morguns.
En ég tek mig á og stekk.
Hærra
Hærra
Hærra
Úpps, of hátt
Neðar
AHA!
Ég tek leiftursnöggt í hurðarhúninn og vippa hurðinni upp. Ég skýst út í leifturhraða. Hurðin lokast á eftir mér.
Damn, ég gleymdi lyklinum.
Það er rétt. Ég er með lykil að herberginu mínu, og það vill svo til að hurðin skellist alltaf í lás. Það er pirrandi að gleyma litla plaststykkinu.
Plast? auðvitað er lykillinn úr plasti! Þetta er Black Land, pípöl!
Þetta þýðir að ég þarf að fara inn um gluggann aftur…ojæja…
Þið skiljið, að þó svo ég sé loftfimleikaköttur, þá á ég erfitt með að vakna, og það verður til þess að hæfileikar mínir sem drottning háloftanna (ekki segja erninum að ég hafi sagt þetta…hann á það til að éta ketti sem taka af honum titilinn) fara hreinlega í vaskinn á morgnanna.
Ég lýt í kringum mig. Vitiði hvar ég er? ég er í eldhúsinu! hvernig í ósköpunum komst ég hingað?
Ojæja…
Ég opna frystikistuna og tek út kartöflu og salat.
Engar mýs? hugsið þið trúlega núna.
Ég skal svara þeirri spurningu: Ég er grænmetisæta. Ekki útaf því að mér finnst kjöt vont, ekki útaf því að ég finn til með dýrunum. Í rauninni veit ég ekki ástæðuna…
Ég næ í skál og helli mjólk í hana, svo byrja ég að borða.
Smjatt smjatt smjatt smjatt.
Ég smjatta. Ef þið hafið eitthvað á móti því þá megið þið drulla ykkur í burtu.
Smjatt.
Ég klára matinn og set í vaskinn. Mamma sér um að þvo upp…
That's right, ég er með minn eiginn þjón! Mömmu! Múttu! Mommy! Hvað sem þið viljið kalla hana.
En passið ykkur að kalla hana engu öðru nafni en ‘Móðir Jörð’ þegar hún heyrir til. Ég kallaði hana einu sinni ‘Mömmu’, og…tja…við skulum bara segja að ég hafi tekið mér frí frá vinnunni í mánuð…
Ég geng inn á baðherbergið, kembi feldinn, bursta tennurnar, fer í sturtu (Stórhættulegt fyrirbæri), þurrka mér, kembi feldinn aftur og geng út.
Þá er komið að því að fara í vinnuna.
Ég geng fram í andyrri og fer í *úlpu og **skó.
Svo opnaði ég dyrnar - með sömu aðferð og ég opnaði herbergisdyrnar mínar - og yfirgef húsið.
* Úlpan mín (Fyrir bæði hunda og ketti):
http://petpails.american-data.net/Merchant2/graphics/00000001/UPTOWN-FLEECE-JACKET-THUMB.jpg
** Skórnir mínir: http://www.barkingbeauties.com/images/BLACKBOOTS.JPG.jpg
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*