Það var myrkur. Allt var hljótt. Tvær litlar mýs hlupu eftir veginum, hljóðlaust. Ef þær hefðu ekki farið hljóðlaust, þá hefði verið hljóð, á þá missir byrjun þessarar sögu drungaleg áhrif sín, sem að má ekki gerast.
Svo þær voru hljóðlausar.
Ástæða þess að allt var hljóðlaust var sú að…ehh…allt í lagi, þar sem ég finn enga ástæðu fyrir því að allt eigi að vera hljóðlaust, þá er einfaldlega ekki hljóðlaust og mýsnar voru með læti og uber alles.
Það var venjuleg nótt í Yellow Land (átti upphaflega að heita Green Land, en það var of líkt Greenland þannig ég þurfti að breyta…pfft…).
Yellow Land var skemmtilegur staður. Yellow land var staður ævintýra, staður drauma, staður hamingju.
Þessvegna er Yellow Land allt of einhæft fyrir söguna mína.
Færum okkur því yfir að Black Land.
Áður en ég held áfram, þá vil ég taka það fram að þetta gerist í annari vídd, þar sem eru 10 guðir, og þeir vilja skýra öll löndin eftir litum (sem þýðir að um leið og litirnir runnu út, þá sprengdu þeir upp þau lönd sem ekki var hægt að skýra litanöfnum. Við munum öll minnast Sókratesar, Akkilesar, Batmans og Fantastic 4 fólkinu, sem áttu í raun heima í þessari vídd en ekki okkar).
Allaveganna…Við erum komin að Black Land.
Drungalegur staður.
Í Black Land býr skemmtileg persóna. Æðisleg persóna. Þessi persóna er: Ég.
Black Land er stórt, það er svart, það er drungalegt, það er hættulegt og framandi (fyrir þá sem búa í Yellow Land, Green Land, Pink Land, Orange Land, Red Land, Blue Land, White Land, Purple Land, Brown Land. Fólk sem býr á Íslandi ætti að kannast við þetta…).
Þið sem lesið þetta gerið ykkur ekki grein fyrir því hve pirrandi það er að skrifa Black Land. Fyrst þarf maður að gera stóran staf og B, svo þarf maður að gera lítinn staf og lack, svo þarf maður að gera bil og aftur stóran staf áður en maður gerir L, lítinn staf og and. Óþolandi, en ég held að ég eigi eftir að venjast því eftir nokkra kafla…
Fyrir þá sem vilja vita það þá lýt ég svona út: http://www.strainphoto.com/images/photoweek/Flying%20Kitten.jpg
Click the url please! (Ég er að æfa mig þarna. Maður veit aldrei hverju dúkkar upp í Black Land).
Það er rétt. Ég er köttur. Og ég er með 9 líf…VAR með 9 líf…hafiði heyrt um Akkelisarhæl? Jæja, þegar að ég fæddist var ég með Akkilesar tá, vígtönn, rófu, hækil, hár, augastein, kló og nafla. Í augnablikinu vona ég að þeir séu ekki fleiri.
Þar sem ég er köttur og er fræg fyrir að lenda á fjórum fótum, þá vinn ég sem loftfimleikaköttur. Það var einmitt í því djobbi sem ég dó fyrst, það er að segja, ég var enn með klærnar úti þegar að ég lenti, svo að Akkilesarklóin mín rakst í jörðina einum of fast og ég dó.
Eftir það hef ég alltaf vandað mig við það að halda öllum klónum inni. Þessvegna lifi ég ekki upp máltækið ‘That cat has claws!’…mér hefur verið strítt útaf því…
Ég lenti einu sinni í slag útaf því að verið var að gera grín að klónni minni. Ég beit andstæðinginn og dó útaf vígtönninni minni.
Í þriðja skiptið sem ég dó var ég að leika apa í skólaleikriti…ég átti að sveifla mér á Akkilesarrófunni…þið skiljið hvað gerðist…
Nú, svo hrasaði ég og datt á tána, lokaði auganu og augasteinninn var farinn, synti og það fór vatn upp í naflann, hækillinn…well…það var vindur úti…það var nú ekkert sérstaklega erfitt að deyja af völdum háranna á fallega feldinum mínum…
Það vill þannig til, að í hvert skipti sem ég dó, þá hvarf sá Akkilesarhæll sem hafði valdið dauða mínum…ekki það að hárin hafi horfið, heldur var ekki lengur vont að fara út í golu…
En allaveganna, ég bý í úthverfinu, ég bý nálægt vatni sem heitir Blue Water, þar sem það er blátt á litinn. Forseti Blue Land ætlar að fara í mál við okkur, og fer fram á það að við þurrausum vatnið…Segir eitthvað um að við séum að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki. Hann heldur því fram að við viljum vera eins og Blue Land…yeah, right! þeir eru með JÖKLA þar! það er ÍSKALT! Hver vill búa þannig?
Ojæja…klukkan er hálf tvö og ég þarf að fara að sofa ef ég vil vera vöknuð klukkan hálf 6 (helst til erfitt að forðast morðingja og innbrjótsþjófa ef maður vaknar seinna)…gúd næt!
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*