
Vísindamenn mínir hafa undanfarið unnið að þróun nýrrar brynju. Hér má sjá sjálfboðaliða prufukeyra frumgerðina (eins og sjá má er mjög þægilegt að drekka í búningnum) en næst munu vísindamenn mínir reyna að setja skálmar á búninginn en hann ver mann gegn skotum, sprengingum og geislun. Við köllum búninginn Warfare Torso Fortification, eða WTF.