Laddis, Lily2 og lobsterman ég býð ykkkur að ganga til liðs við mig. Það er auðséð að við höfum gríðarleg ítök í norðurhluta álfunnar, en þar ríkir jafnfram mestur stöðugleiki. Ég skal sjá um að borða Sharx, lobsterman getur nýtt gríðarleg ítök sín í ríkjasambandi annara sorpara og þá er okkur ekkert til fyrirstöðu að valta yfir AlmightySaeunn og gorky. Íbúar þar eru stríðshrjáðir og myndu vafalaust taka fagnandi því stöðugleikaafli og auknu lífsgæðum sem við gætum fært þeim. Þar að auki myndi vera herja okkar í austurhluta landsins gera Lily2 mun öruggari stað, en þar ríkir nú stríð rétt við landamærin.
Með aukinni hersetu í ríki Lily2 og þeirri eyðileggingu sem hefur gert nágrannaríki hennar í vestri illfær yfirferðar, auk veikingu grjonagrauts vegna átaka við gorky gætum við boðið honum neyðarsamninga um algera uppgjöf eða dauða. Ég hef á mínum snærum einstaklega sannfærandi samningamenn, og ef það bregst; launmorðingja.
Við að skilja Condom og Mogwaii frá rauðu fylkingunni væri þeim ómögulegt annað en að ganga til liðs við okkur ellegar falla í innrás. Þar sem landamæri lobsterman við einræðisherra eru afar smá væri þar góður staður til að verjast, þó við þurfum að halda tygigummi góðum. Ég hef þar til nokkur ráð, og ætti okkur að reynast auðvelt að halda honum utan átakana.
SnjoiK myndi svo falla fyrstur, og þá gætum við með samningum við Cubus hafið allsherjar árás inn í hið spillta ríki Einræðisherrans. Joslaf er of veikgeðja til að standa með honum þegar þau eru einungis tvö eftir, hún myndi ganga til liðs við okkur án teljandi vandkvæða þegar hér er komið við sögu. Og þá loksins gætu hlutirnir aftur fallið í ljúfa löð og þeirri illsku og óöld sem nú ríkir hér lokið.
Ég bið ykkur því að íhuga tilboð mitt vandlega ellegar sjá fram á miklar og óafturkræfar hamfarir.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.