Því að í draumaheiminum um kommúnisma væri engin ríkisstjórn.
Auðurinn í heiminum myndi ekki heldur byggjast á peningum.
Fólkið myndi dreifa mat og nauðsynjavörum jafnt milli allra og fólkið myndi vinna eins og það gæti og fengi það sem það þyrfti.
En það er óhjákvæmilegt að menn þurfi að afsala sér völdum til annarra ef menn ætla að búa í samfélagi og því verður alltaf stéttarskipting.
Einhver þarf að sjá um verkstjórn, einhver hefur aðgang að auðævunum, einhverjir sitja í stjórn, sama hvort þeir séu kosnir eða ekki.
Það er ein ástæðan fyrir því að kommúnismi er ómögulegur.
Hann er þó ekki slæmur í eðli sínu, en eins og hann hefur birst okkur þá hefur hann ávallt verið slæmur.
Það verður alltaf ríkisstjórn.
Og það er ekki hægt að reikna með því að til séu einhverjir englar sem spillist ekki og viti nákvæmlega hvað sé hverjum og einum fyrir bestu.
Enginn eyðir peningum jafn varlega og sá sem eyðir sínum eigin peningum í sjálfan sig. Þegar aðili A eyðir pening B í aðila C þá fæst sem minnst fyrir hverja krónu og sem mest framleiðsla fer til spillis.
Ef einhver á að eyða pening annarra þá þarf hann fyrst að taka peninginn af honum svo í grunninn þá er kommúnismi hugsjón sem byggist á valdbeitingu og ofbeldi.
Sovétríkin sýndu okkur rétta eðli kommúnismans í stóru samfélagi.
Og í þeirri mynd bjóst kommúnisminn á því að Ríkið eigi að eiga auðlindir landsins, reka fyrirtæki landsins og helst segja hverjum einum og einasta hvernig hann eigi að lifa sínu lífi.
Það er í eðli sínu ekki falleg hugmynd eins og margir vilja halda fram. Þetta er í raun ógeðsleg hugsjón og í hreinni andstöðu við frelsi einstaklingsins eða jafnrétti.
Kommúnismi er þó mögulegur í litlum einingum, rétt eins og samfélög manna voru í árdaga - tribalismi.
En hann á ekkert erindi í nútímann.
[i] "Snúinn aftur!" ...aftur[/i] - [b] ip tölu bann er sori..[/b] <[why, hello thar]