En hér, eru leiðbeiningar fyrir þig:
Við notkun spjallborða er mjög gaman þegar að fólk skrifar rétt.
Það sem er fínt að hafa í póstunum sínum er:
Kommur á réttum stöðum
Rétt skrifuð orð.
Rétt fallbeygð orð.
Punkt á eftir setningu.
Stóran staf í byrjun allra setninga.
Setningar sem að tengjast þræðinum.
Og síðast en ekki síst er að gera ekki Stupid annoying pointless messages. (SPAM)
SPAM skilaboð eru mjög leiðinleg og ekki gaman þegar að fólk byrjar að SPAMMA þræðina hjá manni.
Ef þú hyggst að nota spjallborð er fínt að fá sér Mozilla Firefox.(
http://mozilla.com)
Ef þú ert með Mozilla Firefox eða varst að hlaða því niður, opnaðu það og hægri smelltu á Quick Reply reitinn hér neðst á blaðsíðunni og dragðu músina yfir Languages, þá kemur út box sem að í stendur ‘English / United States’ og ‘Add dictionaries’, smelltu á hið síðarnefnda.
Þá opnast vefsíða með öllum Add-On orðabókum sem að þú getur fengið fyrir Mozilla Firefox. Smelltu svo á ‘Install’ sem er í sömu línu Icelandic (Nr 34. frá toppi lista.) og smelltu svo á ‘Install Now’
654 KB ERLENT DOWNLOAD..
Eftir nokkrar sekúndur hefur skráin hlaðist niður. Það er svo hnappur sem á stendur ‘Restart Firefox’. Smelltu á hann og opnaðu þennan þráð svo aftur fyrir restina af þessari leiðsögubók. Núna hefur þú hlaðið niður og sett upp forrit sem finnur stafsetningarvillur á íslensku og býður upp á líklegar lausnir á hinu vitlaust stafsetta orði.
Hægri smelltu á reitinn þar sem að þú skrifar skilaboðin, langoftast hvítur reitur, hakaðu við ‘Spell check this field’ og hægri smelltu svo aftur á reitinn, dragðu músina yfir á ‘Languages’ og veldu ‘Icelandic’ í listanum.
Ef þú skrifar eitthvað vitlaust, kemur rauð öldulaga lína undir orðið sem þú skrifaðir vitlaust. T.d. ef þú skrifar Mysostur kemur rauð öldulöguð lína undir textann, ef þú hægri smellir svo á orðið þá kemur feitletruð leiðrétting efst, stundum koma fleiri. Ef þú vinstri smellir á hana breytist orðið í Mysuostur, rétt stafsetta orðið.
©Copyright 2007-2008 Helgi, Heilsukex á hugi.is.
Engan hluta þessara leiðbeininga má afrita, geyma í upplýsingakerfi, flytja á annað form svo sem með prentun, hljóðritum, ljósmyndun eða á annan sambærilegan hátt nema fyrir liggi leyfi höfundar (Helgi, Heilsukex á hugi.is)
Allar upplýsingar í leiðbeiningunum eru án einkaleyfisskuldbindinga.
Höfundur og eigandi ber ekki ábyrgð á hugsanlegum villum í leiðbeiningunum né á tjóni sem að hlotist gæti af notkun hennar.
Takk fyrir.