Til að byrja með þá hafa Vísindamenn gert nokkuð vel skil á upphafi lífs á Jörðinni og hvernig það þróaðist án hjálpar einhvers geimgaldrakarls.
Þú talar um óendaleika aleheimsins. Skilgreindu hvað þú átt við með því. Mig langar hinsvegar að benda þér á það, ef þú ert að tala um það á annað borð, að það er ekkert sem segir að það sé endalega endalaust rími (space) í alheiminum. Það getur verið satt og það getur einnig verið rangt. Þannig að það er varhugavert að byggja kenningu á örðum kenningum sem ekki eru sannað. Það leiðir strax til þess að ekki er hægt að sanna þessa kenningu þína. Ef einn hluti kenningarinnar hrinur, hrinur öll kenningin.
Glundroði í náttúrinni? Bendir það ekki til þess að það sé einmitt enginn “geimgaldrakarl” til.
Snúum okkur nú að næsta atriði, ástæðunni að sú skoðun þín að Miklahvellskenningin sé heimspekikenning en ekki vísindaleg er
röng.
Vísindi byggjast í gruninn á svokallaðri vísindalegri aðferð [e. Scientific method]. Til að kenning geti talist vísindaleg verður að fara eftir ákveðinni tækni. Í grófum dráttum er vísindalegri aðferð skipt í sex stig.
1. Ráðgáta er skilgreind
2. Upplýsinga er aflað
3. Tilgáta sett fram sem lausn á ráðgátu
4. Tilraun er framkvæmd
5. i) Niðurstöður skráðar og þær metnar. Athugað er hvernig og hvort þær samræmast ráðgátunni.
ii) Ef já, þá er farið í lið nr. 6. Ef nei þá er farið aftur í lið 3.
6. Niðurstöður túlkaðar og kenning sett fram.
Athugum núna hvernig þetta á við kenninguna um Miklahvell.
1. Ráðgáta: Hvernig varð heimurinn til?
2. Upplýsingum er aflað: Hemurinn virðist vera að þenjast út eins og eftir sprengingu, heimurinn er að kólna o.s.frv.
3. Tilgáta sett fram. Heimurinn varð til í gífurlegri sprengingu sem við köllum miklahvell (Tilgátan er ekki svona stutt í alvörunni en þar sem það myndi taka ansi margar blaðsíður að setja hana fram ætla ég að sleppa því)
4. Tilraunir/Athuganir eru framkvæmdar: Athuganir okkar á geimnum með stjörnukíkjum og gervitunglum, Large Hadron Collider tilraunin og margir aðrir eindahraðlar og miklu meira
5. Niðurstöðurnar hafa verið skráðar og mat á þeim gefur til kynna að þessi tilgáta sé rétt.
6. Kenningin hefur verið sett fram á skýrmerkilegann hátt.
Af þessu leiðir að Miklahvellskenningin er vísindaleg.
En eins og þú sagði þá er þin kenning heimspekileg svo að hún er á enganveginn lík Miklakvellskenningunni sem er vísindaleg.
Ég vill einnig benda þér á góða grein um vísindalegu aðferðina á wikipedia sem ætti að hjálpa afhverju Miklihvellur er vísindaleg eknning en ekki heimspekileg.
http://en.wikipedia.org/wiki/Scientific_method