Þeir eiga engan rétt á neinu nema endurhæfingu á þessari geðsýki þeirra. Ég er sammála, misnotkun á börnum er viðurstyggileg og eyðileggur líf og maður verður alveg brjálaður við að heyra svona rugl. En umburðarlyndi gagnvart þessu fólki mun gagnast þeim og fólki eins og þér mun betur en hatur og fordómar í þeirra garð munu nokkurn tíman gera.
Kerfið er náttúrulega ekki að gera sínar skyldur með að sleppa manninum út án nokkurar almennilegrar endurhæfingar, beint út í bálreitt samfélagið. Það er bæði skætt gagnvart honum og öllum í kringum hann. Kerfið er bara mjög götótt og vesælt hér á okkar Íslandi.
Vildi bara koma þessu á framfæri, bara ekki til þín heldur til fólks sem hefur áhuga á málum eins og þessu.