Já ég komst að því í dag, eða ég klikkaði allaveganna og myndGooglaði Amason, þar sem ég og Jóhann erum að gera verkefni um regnskóga, það sem ég ætlaði að fá var mynd af Amazon regnskógunum en ég leitaði amason og þetta var það fyrsta sem kom upp.
Helvíti flott mynd.
Síðan komst ég að því að þetta væri örugglega mynd af amasónu en það voru kvenmenn í Suður-Ameríku fyrr á öldum, amasónurnar voru hermenn og þær skáru af sér hægra brjóstið til að það væri þægilegra að halda á boga.
Og ég hélt að það væru bara geðveiklingurinn í Íslendingasögunni[man ekki hvaða saga það var] sem skæri af sér brjóst.
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt