Ég.. Nemandi mánaðarins *stoltur* :D:D:D

Nemandi mánaðarins í mars heitir Sindri Óskarsson. Hann er að læra á saxófón hjá Unu Hjartardóttur en hefur áður lært hjá á hljóðfærið hjá Ingva Vaclav og Birni Leifssyni. Eins og margir byrjaði Sindri tónlistarferilinn á því að blása í blokkflautu fyrir margt löngu. Það var Lilja Hallgrímsdóttir sem kenndi honum á blokkflautuna og brátt lagði hún að honum að velja sér það hljóðfæri sem hann vildi læra á af alvöru. Sindri valdi saxófónninn, fannst hann flottastur, og honum hefur gengið vel í náminu. Hann er í miðstigi og er núna að æfa Vókalísu eftir Rachmanínoff og On the sunny side of the street eftir Jimmy McHugh. Á afmælistónleikum skólans í síðasta mánuði lék hann eftirminnilegan dúett með flautu í þætti úr L´Arlesienne svítunni eftir Bizet ásamt Sinfónúhljómsveit Norðurlands. Sindri er á góðri siglingu í kjarnagreinunum og lýkur miðstigi í þeim í vor. Hann æfir líka handbolta þannig að það er nóg að gera hjá honum. Og draumurinn er að kaupa sekkjapípu og ná góðu valdi því sérstæða hljóðfæri.

http://www.tonak.is/nemman/nemman.htm

Þetta með sekkjapípuna var svona meira í djóki!