Þarna bý ég! *bendi* Bærinn sem var þarna í eldgamladaga hét víst Húsafell (eins og fellið sem að myndin var tekin af heitir.. Eða, það kallast samt Bæjarfell oftast).
Núna heitir þetta Hítardalur! Næst okkur er fjósið, þar á eftir gamla húsið og svo húsið sem ég bý í!
Þessi mynd var tekin í dag, við Leifur löbbuðum uppá Harðmaga (Hólinn sem er vinstra megin við húsin) og tókum nokkrar myndir, tókum mynd af Hít og dröngunum, kirkjugarðinum (hvíta girðingin). Af bænum, réttinni og svo myndina sem Leifur sendi inn áðan. Af Hólminum, Rauðu Kúlunni og því. Gaman, eh?