Ég trúi því nú ekki. Náttúrufræðikennarinn þinn ætti að vita betur, dýr sem eru með þetta ólíka litninga geta ekki sameinað sæði og egg saman í afkvæmi sem svo fæðist. Hestar og asnar geta það því tegundirnar eru með svo líka litninga, þó að afkvæmð reyndar geti ekki eignast afkvæmi sjálft, en köttur og kanína eru alltof ólík til að þau geti fætt afkvæmi. Litningarnir raðast svo ólíkt upp þegar sæðið hittir eggið (ef það gerist) að úr verður ólíffært dót sem svo fæðist aldrei.
Þetta er ekki alveg rétt hjá mér, en þetta er rétt í basics. Þ.e. að köttur og kanína geti ekki eignast afkvæmi saman :)