Eins og allir stjórnendur, þá vill ég ekki hafa móral á áhugamálinu mínu.
Allur leiðindamórall, eða tröllaskapur, er bannaður samkvæmt skilamálum Huga og ber þeim sem vilja stunda huga að fylgja þessum skilamálum.
Ef fólk fer að koma með móral á eitthvað áhugamál útaf engu, þá er það tröllaskapur.
En sem stjórnandi, þá átt þú nú ekki að vera að því að beina fólki á önnur áhugamál til þess að vera með móral, hvort sem það er verið að reyna fá það í bann, eða ekki.
Þessvegna var okkur gefinn möguleikinn til að læsa og ritskoða svörum.
Ef það dugir ekki, þá er það líklegast bann á viðkomandi.