Jæja.. Það er nú ekki langt síðan ég senti síðast inn mynd um eitthvað við tölvur sem að tekur langann tíma en ég fann annað.
Já, ég ætlaði að fara að backup-a utanáliggjandi Harða diskinn minn þar sem hann er með 75gb innanborðs núna. Svo að ég fór í My Computer, hægri smellti á diskinn og ítti á properties. Síðan ítti ég á backup og valdi möppu og svo Start.
Svo þegar ég var búinn að þessu öllu saman fór ég að fá mér smá kók og þegar ég kom til baka sá ég “Estimated time” og þá brá mér heldur betur í brún. Að backup-a þennan disk tekur heilann sólarhring!!! Ég held ég geri þetta á morgun…