Nú hef ég lengi verið mikill vinur Hamraborgarinnar og finnst dáldið sárt að það stefni í að hún fái þessa andlitslyftingu. Sárast finnst mér að það eigi að rífa Fannborg 4 með þessari hurð sem snýr bara út í loftið. Þessi hurð hefur fært mér ómælda gleði í gegnum árin og fær mann alltaf til að brosa.
Hver hannaði þetta eiginlega? Hvað var sá einstaklingur að pæla? Vissi arkítektúrinn ekki að þetta hús yrði á einhverjum stultum og bjóst við að þarna yrði inngangur? Afhverju ekki að skipta henni út fyrir glugga? Eða þá að setja svalir? Er þetta hugsað sem neyðarútgangur? Er þetta einhver innanhúsararkítektúrabrandari?
Nokkrum sinnum hef ég staðið þarna fyrir utan í nokkrar mínútur og bara horft á hana. Bara horft. Og dáðst að þessu. Þessari hurð. Þessum gjörningi. Þessum óð til mannsandans. Þegar sérhvert mannsbarn á leið um Hamraborgina fyllist það svo miklum létti að maður hreinlega svífur upp í skýjin. Og allar áhyggjur manns eru of þungar til að svífa með heldur falla þær allar til jarðar. Maður getur hreinlega stigið út um hurð á annari hæð og svifið upp.
Kannski eru Kópavogsbúar í betri sambandi við Guð en önnur sveitarfélög. Svo nánum samskiptum að Guð er með sérinngang inn á skrifstofur Kópavogsbæjar. Enginn notar þessa hurð nema Guð. Þetta er dýrðleg hurð. Þetta er gyllta hliðið. Þarna fara allar Kópvogskar sálir til himna.
Ég ímynda mér að þessi hurð sé einskonar markmið. Markmið fyrir óuppfyllta framtíðarstefnu Kópavogsbúans. Þegar húsið verður rifið þá hverfur þessi draumur. Og ég mun mæta með blómvönd og tár á barmi.
Upp, upp mín sál og allt mitt geð!
Hver hannaði þetta eiginlega? Hvað var sá einstaklingur að pæla? Vissi arkítektúrinn ekki að þetta hús yrði á einhverjum stultum og bjóst við að þarna yrði inngangur? Afhverju ekki að skipta henni út fyrir glugga? Eða þá að setja svalir? Er þetta hugsað sem neyðarútgangur? Er þetta einhver innanhúsararkítektúrabrandari?
Nokkrum sinnum hef ég staðið þarna fyrir utan í nokkrar mínútur og bara horft á hana. Bara horft. Og dáðst að þessu. Þessari hurð. Þessum gjörningi. Þessum óð til mannsandans. Þegar sérhvert mannsbarn á leið um Hamraborgina fyllist það svo miklum létti að maður hreinlega svífur upp í skýjin. Og allar áhyggjur manns eru of þungar til að svífa með heldur falla þær allar til jarðar. Maður getur hreinlega stigið út um hurð á annari hæð og svifið upp.
Kannski eru Kópavogsbúar í betri sambandi við Guð en önnur sveitarfélög. Svo nánum samskiptum að Guð er með sérinngang inn á skrifstofur Kópavogsbæjar. Enginn notar þessa hurð nema Guð. Þetta er dýrðleg hurð. Þetta er gyllta hliðið. Þarna fara allar Kópvogskar sálir til himna.
Ég ímynda mér að þessi hurð sé einskonar markmið. Markmið fyrir óuppfyllta framtíðarstefnu Kópavogsbúans. Þegar húsið verður rifið þá hverfur þessi draumur. Og ég mun mæta með blómvönd og tár á barmi.
Upp, upp mín sál og allt mitt geð!
Áhugamaður um alvarleg málefni.